Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu
Umhverfisvæn vara
00000A0171270

VNR. 0171270

Fermacell trefjagips 12,5/1200x2700mm

Límkants trefjagips plata frá Fermacell. Trefjagips er margfalt sterkari heldur en venjulegt gips, þolir vatn þar sem enginn pappír er á plötunum. Fermacell plöturnar eru einnig mjög eldþolnar og með eldvarnar vottun A2. Stærð 1200x2700mm. Þykkt 12,5mm.

Platan er ein með öllu. Hana má nota bæði í veggi og á gólf, hún minnkar blautvinnu á verkstað og býður upp á aukinn sveigjanleika í hönnun. Verkið vinnst fljótt og vel og byggingareglugerðir eru uppfylltar og gott betur en það.

Fermacell® trefjagipsplötur eru mikilvægur liður í umhverfis- og vistvænum húsbyggingum. Milliveggirnir okkar eru að miklu leyti úr endurunnum efnum og eru búnir til með náttúrulegum efnum (endurunnum pappír, gipsi og vatni) án aukalímefna.
Plöturnar okkar eru nánast útstreymislausar og innihalda engin spilliefni eins og formaldehýð.
Sjálfbærniupplýsingar fermacell® trefjagipsplatnanna hafa verið vottaðar af Byggingarlíffræðistofnuninni í Rosenheim (e. Institute for Building Biology in Rosenheim) og einnig af hinni virtu stofnun Cologne eco Institute þar sem við fengum vottun um „Útstreymislitla vöru“.

plata

Uppselt:

Vöruhús

Merki

Leyfilegt í umhverfisvottað hús

Valmynd