VNR. 50698173
Uppgötvaðu One360 - hinn fullkomna félaga fyrir litla farþega í stærðarflokknum 40-150 cm. One360 er afturvísandi frá fæðingu til 105 cm (hámark 18 kg, u.þ.b. 4 ár) í tveimur hallandi stellingum (staða R1: 40-75 cm; staða R2: 76-105 cm). Hægt er að nota barnabílstólinn framvísandi en mælt er með að hafa hann bakvísandi eins lengi og kostur er. Stólnum er hægt að snúa í 360°sem auðveldar að koma börnum fyrir í stólnum. 14 mismunandi hæðarstillingar eru á höfuðpúðanum sem tryggir að höfuðið á litlum farþegum sé alltaf best varið. Seglar eru í hliðum stólsins til að festa beltisólarnar á meðan verið er að setja barnið í bílinn, þetta hindrar að ólarnar séu fyrir eða flækist við notkun. Osann stólarnir eru hannaðir og þróaðir í þýskalandi.
Stk
Uppselt:
Vöruhús
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394