Hvað viltu finna?
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Sérlausnir

Landbúnaðarbyggingar

Stálgrindarhús fyrir landbúnaðarbyggingar hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður. Í samstarfi við okkar birgja eru húsin framleidd eftir óskum  hvers og eins.

Fjós byggt úr stálgrindarhúsi frá BYKO

Stálgrindarhús fyrir landbúnaðarbyggingar

Stálbirginn okkar Rolstal í Póllandi hefur sérhæft sig í smíði og hönnun á stálgrindakerfi til bygginga á fjósum og öðrum gripahúsum sem uppfylla ýtrustu kröfur og staðla sem gerðar eru til slíkra bygginga.

Hjá BYKO færðu allt sem til þarf til að byggja vandað gripahús eða vélaskemmu; stálgrind, yleiningar, hurðir og glugga, keyrsluhurðir, mænis-og loftunarglugga, fjósainnréttingar, steinbita, velferðamottur og dýnur fyrir fjós ásamt öllu efni (nema steypuna) sem þarf til að byggja grunninn eða haughúsið.

BYKO er í samvinnu með verkfræðistofum um hönnun og útfærslur á landbúnaðarbyggingum. Þú kemur með hugmyndir og BYKO lætur hugmyndirnar verða að veruleika. Þú færð allt efni á einum stað.

Stálgrindarhús frá BYKO

BYKO fjós á Búrfelli í Svarfaðardal

Að Búrfelli í Svarfaðardal er nú risið nýtt fjós frá BYKO. Fjósið er galvaníserað stálgrindarhús klætt samlokueiningum.

Auk stálgrindarinnar og samlokueininganna sá BYKO um að útvega steinbita og innréttingar í nýja fjósið ásamt gúmmímottum ofan á steinbita í kálfastíu.

Básar í fjósi byggðu úr stálgrind
Lömb í haga

Fáðu verðhugmynd í stálgrindahús

Til þess að gefa verðhugmynd þurfum við teikningar og eða eftirfarandi upplýsingar:

Stærð stálgrindarhússins (lengd x breidd)
Vegghæð
Mænishæð eða halla í gráðum á þaki
Staðsetning og notkun á stálgrindarhúsi
Fjöldi glugga og hurða
Einangrun á þaki og veggjum

Hafðu samband við okkur á bondi@byko.is og fáðu verðhugmynd.

Valmynd