Steypumót
BYKO Leiga býður upp á mikið úrval steypumóta til leigu og sölu. Boðið er upp á kranamót, handflekamót, sökkulmót, loftamót og súlumót ásamt öllum þeim fylgihlutum sem með þarf.
Við erum umboðsaðili Hünnebeck á Íslandi. Hünnebeck var stofnað árið 1929 og er einn af stærstu framleiðendum á steypumótum, vinnupöllum og öryggisvörum fyrir byggingariðnaðinn á heimsvísu.
Verð pr. m2 fer mjög mikið eftir því hvernig samsetningu efnisins er háttað. Mótapakki með hlutfallslega miklu magni af stórum flekum og færri fylgihlutum er ódýrari en mótapakki sem inniheldur mikið af litlum flekum, hornum og miklu magni af fylgihlutum.
MANTO veggjamót (kranamót)
Sterk og auðveld í notkun ef menn hafa krana á verkstað. Hægt er að fá mótin í ýmsum stærðum, algengasta hæðin er 3m og eru breiddir frá 30-240cm. Vegna sterkra festinga er hægt að hífa allt að 40 m2 af samsettum mótum í einu lagi. Mótin eru sérstaklega sterk með 14 cm stál prófíl og þola steypuþrýsting í allt að 80 kN/m2.
RASTO/TAKKO veggjamót (handfleka-/sökkulmót)
Sterk en á sama tíma mjög létt og henta vel fyrir þá sem hafa ekki aðgengi að krana, stærstu flekarnir eru ekki nema 76 kg. RASTO mótin eru í mörgum stærðum, algengasta hæðin er 3m og eru breiddir frá 30-90cm. TAKKO mótin henta vel til að gera sökkla en passa einnig saman við RASTO flekana. Hæðin á þeim er 1,2m og eru breiddir frá 30-90cm. Mótin eru sérstaklega sterk með 12 cm stál prófíl og þola steypuþrýsting í allt að 60 kN/m2.
TOPEC loftamót
Úr áli og eru létt og meðfærileg og eru eingöngu til sölu. Hraði við undirslátt eykst til muna við notkun þessara móta og getur vinnusparnaður verið allt að 60%. Jafnvel stærstu flekarnir sem eru 180x180cm eru auðveldlega meðhöndlaðir af tveimur mönnum. Öruggt í notkun og hægt að vinna við uppslátt í allt að 3,5m hæð í 3 einföldum skrefum.
Súlumót
Hringlaga og bæði sterk og mjög fljótleg að vinna með. Áferð steypunnar verður mjög góð eftir að steypuvinnu er lokið.
Kranamót frá FARESIN
ROBUSTO veggjamót (kranamót) eru sterk og einföld í notkun ef menn hafa krana á verkstað. Steypumótin frá Faresin hafa þann kost að geta gengið með steypumótum frá öðrum framleiðendum eins og t.d. frá Peri. Hægt er að fá mótin í ýmsum stærðum, hæðir sem eru í boði eru 3m og 3,30 m og eru breiddir frá 30-240 cm. Mótin eru sérstaklega sterk með 12 cm stál prófíl og þola steypuþrýsting allt að 80 kN/m2.
• Öll mót geta verið notuð bæði lárétt og lóðrétt sem gera þau auðveld í samsetningu.
• Passa saman við aðrar mótagerðir
Loftamót frá FARESIN
ALUFORT loftamót eru létt mót úr áli sem bæði eru til sölu og til leigu. Hver eining er að hámarki 20 kg sem gerir þau auðveld og hraðari í uppsetningu þar sem hægt er að lyfta þeim með handafli. Stærstu flekarnir eru 90x150 cm. Með Alufort mótunum nærðu betri nýtingu með færri einingum ásamt auknum vinnusparnaði við uppsetningu og við að fjarlægja mótin.
• Möguleiki að endurnýta fleka og bita aftur innan fárra daga.
• Passa saman við aðrar mótagerðir
Hafðu samband til að nálgast frekari upplýsingar og fá tilboð
Pétur Jónsson sölustjóri - petur@byko.is
Bartosz Wesolowski - bartek@byko.is - s: 896-6060
Róbert Helgi Ævarsson - roberthelgi@byko.is - s: 896-6060
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394