BYKO Leiga býður upp á kranamót frá tveimur Birgjum, MANTO veggjamót frá Hünnebeck og ROBUSTO veggjamót frá FARESIN.
MANTO veggjamót (kranamót) eru sterk og auðveld í notkun ef menn hafa krana á verkstað. Hægt er að fá mótin í ýmsum stærðum, algengasta hæðin er 3m og eru breiddir frá 30-240cm. Vegna sterkra festinga er hægt að hífa allt að 40 m2 af samsettum mótum í einu lagi. Mótin eru sérstaklega sterk með 14 cm stál prófíl og þola steypuþrýsting í allt að 80 kN/m2.
Mót í mörgum stærðum, allt að 3,30 m á hæð
Öll mót geta verið notuð bæði lárétt og lóðrétt sem gera þau auðveld í samsetningu.
Einstaklega sterkar festingar
Hünnebeck Manto (pdf)
Hünnebeck Manto notkunarleiðbeiningar (pdf)
Hünnebeck Vinnupallaknekti (pdf)
Hünnebeck Vinnupallaknekti notkunarleiðbeiningar (pdf)
ROBUSTO veggjamót (kranamót) frá FARESIN eru sterk og einföld í notkun ef menn hafa krana á verkstað. Steypumótin frá Faresin hafa þann kost að geta gengið með steypumótum frá öðrum framleiðendum eins og t.d. frá Peri. Hægt er að fá mótin í ýmsum stærðum, hæðir sem eru í boði eru 3m og 3,30 m og eru breiddir frá 30-240 cm. Mótin eru sérstaklega sterk með 12 cm stál prófíl og þola steypuþrýsting allt að 80 kN/m2.
• Öll mót geta verið notuð bæði lárétt og lóðrétt sem gera þau auðveld í samsetningu.
• Passa saman við aðrar mótagerðir
Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri reynslu í sölu á kranamótum og veita þér enn frekari upplýsingar. Sendu okkur línu og við svörum þér um hæl!
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394