Sjálfbærni og umhverfi

Hvað erum við að gera til að stuðla að bættu umhverfi?

BYKO tók þátt í byggingu á fyrsta Svansvottaða einbýlishúsinu á Íslandi.

Í kjölfarið var sett saman umhverfisnefnd innan BYKO sem fór í greiningar- og áætlunarvinnu með umhverfisráðgjafa. Nefndin skilaði af sér starfsáætlun í umhverfismálum og umhverfisstefnuna Vistvæn saman sem fyrirtækið starfar nú eftir. Hér getur þú séð þau atriði sem við erum að vinna að.

Við minnkum kolefnissporið

  • Ákveðið var að kortleggja kolefnislosun fyrirtækisins og sú kortlagning leiddi í ljós að losun af eigin starfsemi var um 450 tonn árið 2018. Eigin starfsemi er eitthvað sem við getum haft bein áhrif á; það felur í sér eldsneytiskaup, flugferðir, losun vegna úrgangs o.fl.
  • Vinna er hafin við að yfirfara og endurskilgreina ýmsa hluti í okkar starfsemi eins og eldsneytisnotkun okkar, pappírsnotkun o.fl.

Plast vs. pappír og fjölnota

  • Í apríl 2019 skiptum við úr plastburðarpokum yfir í burðarpoka úr pappír og bjóðum jafnframt upp á kaup á fjölnota burðarpokum. Einnig skiptum við smápokunum okkar úr plasti yfir í bréfpoka. 
  • Við klárum plastpokana sem við eigum til en seljum þá dýrari til að hvetja viðskiptavini okkar að velja frekar bréfpokana.
  • Við höfum tekið ákvörðun að hætta alfarið sölu á plastpokum árið 2020.
  • Við skiptum út öllum kaffimálum úr frauðplasti fyrir jarðgeranleg pappamál og postulínsbolla.

 

Bætum flokkun og minnkum sóun

  • Flokkunaraðstaða á öllum starfsstöðvum okkar hafa verið yfirfarnar og tillögur að úrbótum settar fram. Það verður ákveðin grunnflokkun á hverri starfsstöð bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
  • Við hönnuðum og útbjuggum okkar eigin flokkunaraðstöðu í verslunum okkar.
  • Við hönnuðum okkar eigin merkingar fyrir úrgangsflokka sem fara á ílát okkar. Merkingarnar eru á íslensku, ensku og pólsku.
  • Starfsfólki mun standa til boða að losa sig við lífrænan úrgang sem safnast hefur á heimilum þeirra í viðeigandi ílát á starfsstöðvum.
  • Flokkunarhandbók fyrir starfsfólk var gefin út í ágúst 2019. Hún er aðgengileg hér á vefnum fyrir alla sem vilja nálgast hana.
     

Flokkunarhandbók BYKOOpna Umhverfis- og flokkunarhandbók BYKO

Fleiri rafmagnsbílar og lyftarar

  • Bílaflotinn fer úr því að vera knúinn af jarðefnaeldsneyti yfir í að vera rafmagnsdrifinn. Árið 2019 tókum við í notkun tvo rafmagnsbíla ásamt einum tengiltvinnbíl.
  • Tækjaflotinn okkar (lyftarar o.þ.h.) verður einnig rafvæddur.

Hleðslustöðvar við verslanir

  • Í apríl 2019 opnuðum við formlega tvær hleðslustöðvar fyrir utan verslunina í Breidd og í maí 2019 opnuðu tvær stöðvar, þar af ein hraðhleðslustöð við verslunina á Selfossi. Í nóvember 2019 var svo opnuð hleðslustöð við verslunina á Akureyri.
  • Settar voru upp fjórar starfsmannahleðslur fyrir starfsfólk á Skemmuvegi í apríl 2019 en þar getur allt starfsfólk á rafbíl sótt um aðgang að hleðslustöðvunum sér að kostnaðarlausu. Í desember 2019 var bætt við tveimur starfsmannahleðslum til viðbótar til að koma til móts við eftirspurn. 
  • Á öllum starfsstöðvum þar sem hlöðurnar voru settar upp var gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum og getum við því auðveldlega bætt við hleðslustöðvum eftir þörfum.

Samgöngu- og heilsuefling

Við teljum að samgöngu- og heilsuefling sé mikilvægur liður í umhverfismálum og bjóðum upp á ýmsar leiðir fyrir starfsfólk í þeim málum.

 

Við hvetjum til vistvænni ferðamáta

  • Starfsfólk getur gert samgöngusamning en til þess að uppfylla þann samning þarf einstaklingur að mæta fjórum sinnum í viku á öðru farartæki en einkabíl í vinnuna.

  • Starfsfólk getur keypt samgöngukort á sérkjörum.
  • Við stefnum á hjólavottun fyrir allar starfsstöðvar okkar og hefur ein starfsstöð þegar fengið silfurvottun.

 

Við hvetjum til heilsueflingar

  • BYKO tók þátt í Hjólað í vinnuna og endaði í fjórða sæti í sínum flokk. Við vorum einnig með keppni innanhúss og allir sem tóku þátt fóru í pott og áttu möguleika á að vinna veglega vinninga.
  • Við bjóðum starfsfólki upp á heilsufarsskoðun hjá Vinnuvernd.
  • Við bjóðum starfsfólki upp á líkamsræktarstyrki.

LED lýsing á starfsstöðvum

  • LED lýsing hefur ýmsa hagnýta eiginleika og því höfum við ákveðið að allar verslanir okkar skipti yfir í LED lýsingu. 
  • Um 80% orksusparnaður fæst við notkun á LED perum í samanburði við hefðbundar glóperur og þær innihalda ekki kvikasilfur.
  • Endingartími á LED peru er mikið lengri en endingartími venjulegrar glóperu, að minnsta kosti 25x lengri, en það skilar sér í betri nýtingu á perunum.
  • Í kjölfarið fylgir minni úrgangur þar sem ekki þarf að skipta um eins oft á perunum og því er minna gengið á auðlindir.

Fræðsla starfsfólks

  • Við teljum að stöðug fræðsla og aukin þekking sé mikilvægur liður í umhverfismálum enda er mikilvægt að starfsfólk okkar viti ástæðuna á bakvið umhverfisstefnu BYKO og geti miðlað sinni þekkingu áleiðis til viðskiptavinarins.
  • Í byrjun árs 2019 fórum við af stað með fyrsta fasa af umhverfisfræðslu starfsfólkar en um 200 starfsfólk, af rúmlega 340 stöðugildum, sat umhverfisnámskeiðið. Á námskeiðinu var farið yfir hvað BYKO hefur gert í umhverfismálum og hvað er á döfinni, en ásamt því var farið yfir umhverfisvottuðu vörurnar sem við erum með til sölu, hvaða upplýsingar liggja þar á bakvið og hvernig þau geta frætt viðskiptavini um þá vistvænu kosti sem BYKO býður upp á.
  • Í kjölfarið var stofnuð síða fyrir umhverfismál inni á innri vef fyrirtækisins sem er upplýsingaveita og góður umræðurvettvangur fyrir umhverfismál meðal starfsfólks.

Vöruframboð

  • Við ætlum að auðvelda vistvænar framkvæmdir og vera skýr valkostur viðskiptavina þegar kemur að umhverfisvænum lausnum
  • Verið er að yfirfara vöruframboð okkar og tilgreina hvaða vörur eru umhverfishæfar og vottaðar. Við leggjum áherslu á að umhverfisvottuðu vörurnar okkar séu vottaðar af óáháðum aðilum og að umhverfismerkið sé því viðurkennt merki.

 

Með viðurkenndu umhverfismerki er átt við merki sem eru starfrækt í samræmi við alþjóðlega staðla svosem ISO 14026. Megin einkenni slíkra merkja er að kröfurnar eru settar fram af óháðum og hlutlausum aðilum, yfirleitt í samstarfi atvinnulífs, opinberra aðila og umhverfissamtaka.

 

Þau viðurkenndu umhverfismerki sem við leggjum áherslu á í vöruframboði okkar eru

  • Norræna umhverfismerkið Svanurinn / Svansvottun
  • Evrópublómið
  • Blái Engillinn

 

Ásamt því tilgreinum við þegar vörurnar okkar koma frá sjálfbærri skógrækt

  • FSC
  • PEFC

 

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um hvað stendur á bakvið hverja umhverfismerkingu.

 

Við höfum lagt áherslu á að merkja allar umhverfisvottuðu vörurnar í verslunum okkar til þess að einfalda viðskiptavinum okkar að velja vistvænt.

Á vefsíðunni eru þessar vörur merktar sérstaklega með grænu auðkenni og auk þess settum við upp sérstaka undirsíðu fyrir umhverfismerktar vörur. Með því að skoða vöruna nánar fær viðskiptavinurinn upplýsingar um hvaða umhverfisvottun varan hefur og nálgast fylgiskjöl. Einnig er hægt að lesa um algengar spurningar um umhverfismerkingarnar hér.

 

Smelltu hér til að nálgast undirsíðu með umhverfismerktum vörum.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.