Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma.
Hugtakið sjálfbærni er sú hugsun að búa til virði til langs tíma fyrir umhverfið, félagslegu þættina og stjórnarhætti.
Oft er talað um stoðirnar þrjár “ESG” (environmental, social and governance) eða á íslensku er það kallað “UFS” (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir)
Þetta þýðir að fyrirtæki greina hvaða áhrif starfsemin hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Sjálfbærni býr þannig til hvata til þess að skoða heildina, ekki eingöngu þá hluti sem fyrirtækið er að gera vel heldur einnig hvað má betur fara og hvaða tækifæri eru til staðar.
BYKO hefur því sett sér heildstæða sjálfbærnistefnu sem er byggð á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og vinnur í átt að sjálfbærni því út frá þessu þremur stoðum.
BYKO tók þátt í byggingu á fyrsta Svansvottaða einbýlishúsinu á Íslandi árið 2016. Í kjölfarið var sett saman umhverfisnefnd innan BYKO sem fór í greiningar- og áætlunarvinnu með umhverfisráðgjafa. Nefndin skilaði af sér starfsáætlun í umhverfismálum og umhverfisstefnuna Vistvæn saman sem fyrirtækið starfar nú eftir.
Ákveðið var að kortleggja kolefnislosun fyrirtækisins og sú kortlagning leiddi í ljós að losun af eigin starfsemi var um 450 tonn árið 2018. Eigin starfsemi er eitthvað sem við getum haft bein áhrif á; það felur í sér eldsneytiskaup, flugferðir, losun vegna úrgangs o.fl.
Vinna hófst árið 2018 við að yfirfara og endurskilgreina ýmsa hluti í okkar starfsemi eins og eldsneytisnotkun okkar, pappírsnotkun, plastnotkun, rafmagnsnotkun, úrgangsmál o.fl.
Með aðgerðum er hægt að draga úr kolefnissporinu og hefur náðst árlegur árangur
Allar upplýsingar um árangur er að finna í árlegu sjálfbærniuppgjöri hér að ofan
Flokkunaraðstaða á öllum starfsstöðvum okkar voru yfirfarnar árið 2019 og tillögur að úrbótum settar fram. Í dag er ákveðin grunnflokkun á hverri starfsstöð bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
Við hönnuðum og útbjuggum okkar eigin flokkunaraðstöðu í verslunum okkar.
Við hönnuðum okkar eigin merkingar fyrir úrgangsflokka sem fara á ílát okkar. Merkingarnar eru á íslensku, ensku og pólsku.
Flokkunarhandbók fyrir starfsfólk var gefin út í ágúst 2019. Hún er aðgengileg hér á vefnum fyrir alla sem vilja nálgast hana.
Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er nokkuð margþætt og nær einnig til þess að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Helstu aðgerðir sem tryggja að auðlindum sé haldið í hagkerfinu eru að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.
Úrgangsflokkun er því afleiðing af hringrás. Við hófum árið 2022 samstarf við Plastplan sem eru frumkvöðlastarfsemi sem fæst við að endurnýta plast sem fellur til í BYKO og búa til vöru úr því. Fyrsta varan sem var framleidd í tilefni 60 ára afmæli BYKO voru blómapottar þar sem viðskiptavinir fengu að gróðursetja í og taka með heim.
BYKO stuðlar að því að tryggja vellíðan fólks og bjóða upp á öruggt og heilbrigt umhverfi. Áhersla verður lögð á vistvæn sjónarmið í okkar eigin byggingum og þar með auka lífsgæði þeirra sem þarf fara um.
Við höfum verið með verktakafundi víðsvegar um landið þar sem við kynnum umhverfisvottaðar og vistvænar vörur fyrir byggingarmarkaðinn og einnig höfum við haldið sambærilegar kynningar og fundi með einstaka verktökum og fasteignafélögum.
Eitt af markmiðum okkar er að auka og efla stöðuga þekkingu meðal starfsfólks í umhverfismálum til að þau geti leiðbeint og miðlað sinni þekkingu áleiðis til viðskiptavinarins. Til að efla þekkingu starfsfólks höfum við sett niður fræðsludagskrá og fór fyrsti áfangi á henni af stað í byrjun árs. Við gerum ekki ráð fyrir að allt starfsfólk okkar verði sérfræðingar í umhverfismálum og geti svarað öllum fyrirspurnum en við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar segi rétt frá og að þau viti hvert skuli leita að upplýsingum standi þau á gati.
BYKO vinnur eftir góðum stjórnarháttum með því leiðarljósi að nýta fjármagn með sem hagkvæmasta hætti og verklag innan félagsins einkennist af góðu viðskiptasiðferði, heilbrigðum viðskiptaháttum og ábyrg.
Við viljum vera hvetjandi fyrir okkar birgja, innlenda sem erlenda, að vinna eftir siðareglum, við erum í ferli að skoða aðfangakeðjuna og greina þá sóun og finna tækifæri í að draga úr kolefnisspori og hafa áhrif á að birgjar okkar vinni réttmætilega að mannréttindamálum og vinnuréttindum.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394