Sjálfbærnistefna BYKO
Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma.
Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni. Hugtakið sjálfbærni tengir saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Það þýðir að fyrirtæki fari að greina hvaða áhrif starfsemin hefur á umhverfið, félagslega þætti, menningarlega þætti, siðferði og rekstur. Sjálfbærni býr þannig til hvata til þess að skoða heildina, ekki eingöngu þá hluti sem fyrirtækið er að gera vel heldur einnig hvað má betur fara og hvaða tækifæri eru til staðar.
Byggingar eru ábyrgar fyrir 40% af orkunotkun og 1/3 af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og getur byggingariðnaðurinn aukið sjálfbærni og dregið úr loftlagsáhrifum með aðgerðum. Hann getur lágmarkað kolefnisspor mannvirkja með því að velja byggingarefni með lágt kolefnisspor og BYKO er þar með hluti af virðiskeðjunni að geta boðið markaðnum upp á vistvæn byggingarefni og stuðlað að betri framtíð. Starfsemi BYKO tekur mið af þessu þar sem lögð sé áhersla á umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni.
Til að stuðla að umhverfislegri sjálfbærni mun fyrirtækið draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri. Nýta skal náttúruauðlindir með ábyrgum hætti og leita leiða til að draga úr notkun þeirra ásamt því að hámarka hlutfall endurnýjanlegar orku. Þá skal lágmarka notkun á vörum sem eru skaðlegar umhverfinu og leggja áherslu á að draga úr magni sorps og auka flokkun. Lögð verður áhersla á að minnka neikvæð umhverfisáhrif með því að hvetja og styðja viðskiptavini með því að bjóða upp á vistvænt vöruframboð og útvega þau gögn/vottanir sem til þarf í vottunarkerfi sem byggt er eftir. Einnig verður lögð áhersla á bindingu kolefnis með skógrækt í landi fyrirtækisins.
Til að stuðla að félagslegri sjálfbærni skal tryggja vellíðan fólks og öruggt og heilbrigt umhverfi. Áhersla verður lögð á vistvæn sjónarmið í okkar eigin byggingum sem og okkar viðskiptavina og þar með aukin lífsgæði þeirra sem þar fara um. Mannréttindi eru ein af grundvallarstoðum samfélagsins og fylgir BYKO þeim mikilvægum grunngildum er varða mannréttindi í allri sinni starfsemi. Hvers kyns spilling, mútur af einhverju tagi eða önnur ólögleg starfsemi er ekki liðin.
Nýta skal fjármagn með sem hagkvæmustum hætti og verklag innan félagsins einkennist af góðu viðskiptasiðferði, heilbrigðum viðskiptaháttum og ábyrgð.
Lögð verði áhersla á að samþætta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og rekstur fyrirtækisins. BYKO mun leggja megináherslu á 5 kjarnamarkmið: Jafnrétti kynjanna, Góð atvinna og hagvöxtur, Nýsköpun og uppbygging, Ábyrg neysla og framleiðsla og Samvinna um markmiðin. Einnig hafa verið sett mælanleg markmið og viðmið um upplýsingagjöf. Árangur verður mældur með reglulegum og markvissum hætti. Starfsmenn, stjórnendur, viðskiptavinir og eigendur verða upplýstir um markmiðin og þann árangur sem næst. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri fyrirtækisins og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar. Á árinu 2021 verða settar siðareglur BYKO fram þar sem allir starfsmenn, birgjar og samstarfsaðilar skulu kynna sér þær reglur, staðfesta þær og framfylgja þeim. Þá skal einnig unnið að stöðugum úrbótum á sviði sjálfbærni með fræðslu, upplýsingagjöf og frekari þróun.
Sjálfbærnistefna BYKO er útfærð með eftirfarandi þremur megináherslum:
BYKO sem vinnustaður - Jafnréttismál, umhverfismál
Viðskiptavinurinn - Þjónusta, fræðsla, samstarf, vistvæn byggingarefni
Aðfangakeðjan - Birgjar, mannréttindi og vinnuréttindi
Með því að skipta stefnunni niður þá sést betur hvernig fyrirtækið stendur sig gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum. Þá er auðveldara að greina hvar fyrirtækið getur bætt sig.
Fyrsta áherslan fjallar um BYKO sem vinnustað, sem nær yfir hvernig vinnustaður fyrirtækið vill að það sé, hvernig hugað er að jafnréttismálum og hvernig staðið er í umhverfismálum.
Önnur áherslan fjallar um viðskiptavinina, hvernig er hugað að þjónustu. Fræðsla, upplýsingaöryggi, samstarf, hlutverk þróunar á vistvænum byggingarefnum og hvernig fyrirtækið hjálpar viðskiptavinum að beita tækninni til að auka skilvirkni og verða umhverfisvænni.
Þriðja áherslan fjallar svo um aðfangakeðjuna, hvernig unnið er með birgjum til þess að bregðast við vandamálum í aðfangakeðjunni og hvernig þeir eru að vinna t.d. í mannréttindum og vinnuréttindum.
Upplýsingar um markmið og árangur af starfi BYKO skulu vera gagnsæar og aðgengilegar árlega í gegnum sjálfbærniskýrslur fyrirtæksins. Stefna BYKO er unnin í samstarfi við aðra hagsmunaaðila svo sem önnur fyrirtæki, yfirvöld, sveitarfélög, ráðgjafa, verktaka og birgja. Það er meðal annars í samræmi við 17 Heimsmarkmiðið um “samvinnu um markmiðin”
Forstjóri er ábyrgur fyrir sjálfbærnistefnu BYKO. Kröfur og markmið eru í sífelldri þróun og skal stefna þessi og markmið hennar vera yfirfarin árlega. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á sjálfbærnistefnu fyrirtækisins í daglegum rekstri og skulu setja markmið fyrir hverja einingu sem stuðla að því að ná settum markmiðum. Allir starfsmenn BYKO fá fræðslu sem gerir þeim kleift að skilja áhrif starfa þeirra á sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.
Sjálfbærnistefna BYKO
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394