Áður en hafist er handa

 • Mæla stærð flatarins sem á að mála áður en málningin er keypt.
 • Undirbúningur skiptir miklu máli svo vel gangi - spartla, þrífa og setja málningarlímband þar sem við á.
 • Velja rétt viðgerðarefni og þrífa öll óhreinindi, t.d. fitu og ryk.
 • Gömlu málninguna sem glansar þarf að gera matta með milligrófum sandpappír.
 • Velja þarf málningu sem á við í hverju herbergi, það gljástig sem hentar rýminu og þeirri tilfinningu sem þú vilt skapa.

Þegar þú málar

 • Gott er að bletta yfir viðgerð með þeim lit sem mála á með áður en málun hefst.
 • Þú færð góða hulu með því að fara 2 umferðir en það fer eftir aðstæðum og tegund málningar.
 • Gott er að geyma rúllu og pensla í plastpoka milli umferða og spara þannig óþarfa þvott.
 • Ef notað er málningarlímband þarf að fjarlægja það af fletinum eins fljótt og auðið er. Ef líður meira en sólarhringur getur orðið vandamál að fjarlægja það.
 • Ekki þarf að dýfa penslinum meira en 1/3 - 2/3 ofan í málninguna. Þá fer málning síður til spillis sem annars þyrfti að þrífa úr penslinum.

 

Minnislisti: Innmálun
(loft og veggir innandyra)

Áhöld

 • Málningarbakki / fata
 • Plastábreiða
 • Málarapappi
 • Trappa
 • Límband
 • Skafa
 • Spartlspaði
 • Pensill
 • Rúlla
 • Rúlluskaft
 • Sandpappír
 • Slípibretti
 • Kíttisprauta

 

Efni

 • Hreinsiefni
 • Spartl
 • Akrýlkítti
 • Grunnur
 • Loftamálning
 • Veggmálning
 • Penslasápa

 

Persónuhlífar

 • Vinnuvettlingar
 • Rykgríma
 • Hlífðargleraugu

 

 

Minnislisti: Lakkvinna
(t.d. gluggar, skápar, hurðir)

Áhöld

 • Skafa
 • Sandpappír
 • Kíttissprauta
 • Spartlspaði
 • Málningarbakki/fata
 • Lakkpensill
 • Lakkrúlla
 • Límband
 • Glerskafa

 

Efni

 • Hreinsiefni
 • Grunnur
 • Spartl
 • Akrýlkítti
 • Lakk
 • Terpentína
 • Penslasápa

 

Persónuhlífar

 • Vinnuvettlingar
 • Rykgríma
 • Hlífðargleraugu

 

 

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.