Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Minnislistar fyrir málun

Minnislistar fyrir málun

Áður en málað er innandyra er gott að vera vel undirbúinn. Hér finnur þú nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Veggur
Áður en hafist er handa

Mæla stærð flatarins sem á að mála áður en málningin er keypt.

Undirbúningur skiptir miklu máli svo vel gangi - spartla, þrífa og setja málningarlímband þar sem við á.

Velja rétt viðgerðarefni og þrífa öll óhreinindi, t.d. fitu og ryk.

Gömlu málninguna sem glansar þarf að gera matta með milligrófum sandpappír.

Velja þarf málningu sem á við í hverju herbergi, það gljástig sem hentar rýminu og þeirri tilfinningu sem þú vilt skapa.

Gjöco Málning
Þegar þú málar

Gott er að bletta yfir viðgerð með þeim lit sem mála á með áður en málun hefst.

Þú færð góða hulu með því að fara 2 umferðir en það fer eftir aðstæðum og tegund málningar.

Gott er að geyma rúllu og pensla í plastpoka milli umferða og spara þannig óþarfa þvott.

Ef notað er málningarlímband þarf að fjarlægja það af fletinum eins fljótt og auðið er. Ef líður meira en sólarhringur getur orðið vandamál að fjarlægja það.

Ekki þarf að dýfa penslinum meira en 1/3 - 2/3 ofan í málninguna. Þá fer málning síður til spillis sem annars þyrfti að þrífa úr penslinum.

Gjöco Málning
Veggur
Minnislisti: Innimálun

Hanskar / Hreinsiklútar
Hlífðargleraugu
Rykgríma ef verið er að slípa
Málningartape
Dúkahnífur
Bakkar / rúllur / penslar
Skaft
Sandpappír (og slípibretti) - misgrófir
Hræruprik
Plast / motta / pappír til að hylja gólfið
Rauðspritt / innihreinsir
Spartl (eða spartlspaði)
Stigatröppur

Finndu vörurnar sem vanta

Rými
Minnislisti: Lakkvinna

Hanskar / hreinsiklútar
Hlífðargleraugu
Rykgríma ef verið er að slípa
Málningartape
Dúkahnífur
Bakkar / rúllur / penslar
Sandpappír (og slípibrettir) - misgrófir
Vélapappír (er í verkfæradeild)
Hræruprik
Plast / motta / pappír til að hylja gólfið
Rauðspritt / innihreinsir
Spartl (eða spartlspaði)

Finndu vörurnar sem vanta

Valmynd