Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Litakort Jóhönnu

Jóhanna mælir með þessum litum

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi BYKO, hefur valið fjóra fallega, mjúka og notalega liti sem gætu hentað þínu heimili. Þú færð þessa liti og alla aðra sem þú getur ímyndað þér í málningardeildum okkar. Litir birtast ekki alltaf réttir á skjá en þú getur séð málaðar prufur af öllum litunum í verslunum BYKO.

Litir
Illusion

Þetta er uppáhaldsliturinn minn í ljósu deildinni.  Illusion er léttur og mjúkur grádrappaður litur sem er tilvalinn í alrýmið eða sem grunnlitur á heimilinu.  Hann er einnig virkilega fallegur ef hann er lýstur um 30% fyrir þau sem vilja enn léttari tón. Ljós litatónn sem nýtur sín afskaplega vel einn og sér en einnig með með öðrum dekkri jarðlitum.

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi.

Illusion
Tunglgrár

Ljósgrár litur með örlítið grænleitum undiróni sem fer afskaplega vel sem grunnlitur með öðrum dökkgrænum litatónum.  Mér hefur alltaf þótt það skapa fallegri heildarmynd ef notaðir eru litir með sama undirtóni, þegar fleiri litir eru notaðir í sama rými.

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi.

Tunglgrár
Merkúrgrár

Þessi er mjúkur og notalegur.  Hlýlegur grábrúnn litatónn sem er grárri og dekkri en drappaður litur en samt ekki of mikið.  Hentar vel í svefnherbergið, frábær í forstofuna eða bara hvar sem er. Hlutlaus jarðlitur sem er frábær einn og sér eða með dekkri brúnleitum litatónum.

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi.

Merkúrgrár
Soft Olive

Djúpur og umvefjandi grænn litur sem bregst ríkulega við birtu.  Dökkur litur sem er tilvalinn í svefnherbergið eða í sjónvarpsherbergið en einnig þar sem mikillar birtu nýtur við. Róandi litur sem tengir mann við náttúruna.

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi.

Soft Olive
Valmynd