Þetta pönnugrill gerir það auðvelt að elda mat fyrir marga i einu á nokkrum mínútum. Þetta er hið upphaflega 36" pönnugrill sem er með mjög stóra pönnu. Nú þarf ekki lengur að standa við grillið og elda fyrir mannskapinn í nokkrum lotum og borða ekki með gestunum. Tvær niðurfellanlegar hliðarhillur auka vinnuplássið.
Til að fá sem mestan hita á grillið þá þarf að fjarlægja þrýstiskrúfur frá brennurum. Hægt er að gera þetta með einföldum hætti og tekur 5-10 mínútur. Sjá myndband
hér
Að þrífa blackstone pönnu eftir notkun
- 1. Gott að hita Blackstone pönnugrillið um 15 min fyrir notkun.
- 2. Þegar búið er að elda og slökkva á pönnunni og láta pönnuna kólna svolítið (þarf að vera heit en ekki of) er best að hella eða sprauta rólega úr brúsa smá vatni yfir og láta krauma í nokkrar sekúndur til að losa matarleifar og skafa síðan matarleifarnar og vatnið í gatið sem er fyrir miðju þar sem það safnast saman í litla skúffu fyrir aftan pönnuna. Passa að skafa ekki húðina sem myndast hefur á pönnunni.
- 3. Strjúka svo með pappírsþurrku vel yfir allan flötinn, gott að halda pappírsþurrkunni með grilltöng ef að pannan er heit.
- 4. Gott að setja síðan nokkra dropa af vatni á bletti sem ekki hafa farið og nudda yfir með Blackstone hreinsisvampi eða sambærilegu og þurrka svo aftur yfir með pappírsþurrku.
- 5. Þagar pannan er orðin hrein þá er gott að bera þunnt lag af matarolíu yfir til að verja flötinn og undirbúa hana fyrir næstu notkun.
- 6. Muna svo að tæma skúffuna aftan á pönnunni þegar vatnið í henni er orðið kalt