Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. BYKO skilgreindi á miðju ári 2019 hvaða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna væru viðeigandi fyrir starfsemi fyrirtækisins og hyggst hafa að leiðarljósi í framtíðinni.
Í upphafi voru þær forsendur gefnar að skipta Heimsmarkmiðunum upp í þrennt; kjarnamarkmið, mikilvæg markmið og jaðarmarkmið. Öll markmiðin skipta máli í heildarsamhenginu en það er mismunandi hversu vel þau eiga við starfsemi BYKO.
Kjarnamarkmið eru þau markmið sem eru mest viðeigandi fyrir starfsemi BYKO en styðja samtímis við þau markmið sem eru skilgreind sem mikilvæg
Mikilvæg markmið eru markmið sem BYKO verður að hafa innan sjóndeildarhringsins en unnið er að í gegnum kjarnamarkmiðin
Jaðarmarkmið eru markmið sem var erfitt að heimfæra beint með hliðsjón af starfsemi BYKO á Íslandi
Við ákvarðanatöku um það í hvaða flokki markmið lentu var litið til þess hversu viðeigandi undirmarkmið Heimsmarkmiðanna eru fyrir BYKO og hverjar helstu áskoranir eru á Íslandi eins og þær eru skilgreindar af íslenskum stjórnvöldum. Eftirfarandi fimm markmið hafa verið skilgreind sem kjarnamarkmið BYKO: 5, 8, 9, 12 og 17.
Kynjaskipting starfa á vinnumarkaði og kynbundið námsval
BYKO starfar í karllægum heimi. Hefðbundnar iðngreinar eiga undir högg að sækja og enn frekar hjá ungum konum en körlum.
Misvægi kynja í efstu lögum atvinnulífsins
Fyrir BYKO fjallar þetta um að ná jafnvægi kynja á öllum stjórnunarstigum, framkvæmdastjórnum, verslunarstjórum, öðrum stjórnunarstöðum og hjá öðrum starfsmönnum.
Hækkun hlutfalls feðra sem taka fæðingarorlof
Þar sem BYKO er karllægur vinnustaður er mikilvægt að skapa forsendur og fyrirtækjamenningu sem auðveldar karlmönnum að taka fæðingarorlof til jafns við konur.
Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag
BYKO hefur á seinustu tveimur árum lagt áherslu á að auðvelda fagaðilum að byggja á heilnæman og vistvænan hátt með því að leggja áherslu á að bjóða byggingarvörur sem nota má í Svansvottuð hús. BYKO áætlar að leggja enn meiri áherslu á þennan málaflokk sem tengist einnig nýsköpun innan mannvirkjagerðar.
Jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu
BYKO er nú þegar með jafnlaunavottun. Það má gera betur með því að jafna tækifæri allra og þá frá víðara sjónarhorni en einungis kynjasjónarmiðum.
Fyrir starfsemi BYKO fjallar þetta um undirmarkmið 9.4 þar sem segir að atvinnugreinar verði endurskipulagðar til að gera þær sjálfbærar, nýting auðlinda verði skilvirkari og að fyrirtæki innleiði umhverfisvæna tækni og verkferla eftir bestu getu. Áherslur BYKO á að auðvelda fagaðilum vistvænar framkvæmdir með umhverfisvænu vöruframboði snúa að þessu markmiði.
Innleiðing hringrásarhugsunar til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar
Hringrásarhugsunin fjallar um að vörur séu hannaðar þannig að aukaafurðir úr einu ferli eru hráefni í annað framleiðsluferli. Vörur og efni eru þannig ekki urðað eða brennt heldur endurnýtt í samfélaginu, sem leiðir til næsta punkts.
Minnkun úrgangs, aukning endurvinnslu og endurnýtingar
Sem er afleiðing hringrásarhagkerfisins.
Skilvirk og sjálfbær nýting náttúruauðlinda
BYKO er stór innflytjandi á timbri og ber ábyrgð á því að náttúruauðlindir séu nýttar á sjálfbæran máta auk þess að auka notkun á sjálfbærum byggingarefnum.
Heimsmarkmið 17 snýr að því að efla innlent og alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og er ákall til allra ríkja um að uppfylla skyldur sínar
Efla samstarf við viðskiptavini og birgja um sjálfbæra þróun til að uppfylla skyldur.
17 Herbergi
BYKO tók þátt í verkefni á vegum verkefnastjórnar yfirvalda um Heimsmarkmiðin og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. BYKO tók þátt í vinnustofu um aðgerðir varðandi heimsmarkmið 12 og 13. Með þátttöku skapast aukin þekking út í samfélagið og samstillar ákvarðanir mótast úr ólíkum áttum.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394