FSC - PEFC vottun snýst um rekjanleika, að skógrækt sé sjálfbær og rekjanleiki sé á timbri frá framleiðanda til viðskiptavinar.
BYKO er bæði með FSC og PEFC rekjanleikavottun og eru allir helstu timbur birgjar BYKO með slíkar vottanir.
FSC - PEFC vottun snýst um rekjanleika, að skógrækt sé sjálfbær og rekjanleiki sé á timbri frá framleiðanda til viðskiptavinar.
FSC vottun stendur fyrir enska heitið „Forest Stewardship Council“.
PEFC vottun stendur fyrir enska heitið „Programme for the Endorsement of Forest Certification.
FSC og PEFC eru alþjóðlegar sjálfseignarstofnanir sem stuðla að ábyrgri umsjón skóga heimsins með vottun. Stofnanirnar tryggja að vörur sem bera merki þeirra komi frá skógum sem eru vistvænir, samfélagslega ábyrgir og efnahagslega sjálfbærir.
Vottun á rekjanleika, þ.e. að hægt er að rekja timbur eða skógarafurðir til ákveðinnar sjálfbærrar skógræktar. Til þess að hægt sé að selja vottað timbur þurfa allir milliliðir sem vinna úr timbri, meðhöndla það eða selja, að vera með rekjanleikavottun. Eina undantekningin frá þessu er ef timburvörur eru seldar óbreyttar (ómeðhöndlaðar og timburbúnt ekki brotin upp) enda er þá timburbúntið enn merkt með vottunar merkinu og viðeigandi upplýsingum.
BYKO er bæði með FSC og PEFC rekjanleikavottun og eru allir helstu timbur birgjar BYKO með slíkar vottanir.
BYKO certification númer:
FSC BV-COC-191600
PEFC BV-PEFC-COC-009280
Nánari upplýsingar um stofnanirnar:
FSC vottun www.fsc.org
PEFC vottun www.pefc.org
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394