Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Sjálfbærni

FSC vottun

FSC vottun

FSC vottun snýst um votta að skógrækt sé sjálfbær og hægt sé að rekja timbur frá framleiðanda til viðskiptavinar.

Merki FSC - Forests for all forever
Timbur úr sjálfbærum skógum

FSC vottun stendur fyrir enska heitið Forest Stewardship Council. FSC vottun er tvennskonar. 

Vottun á skógrækt, þ.e. að timbrið sé ræktað samkvæmt ákveðnum sjálfbærniviðmiðum

Vottun á rekjanleika, þ.e. að hægt er að rekja timbur eða skógarafurðir til ákveðinnar sjálfbærrar skógræktar.  Til þess að hægt sé að selja FSC vottað timbur þá þurfa allir milliliðir sem vinna úr timbri, meðhöndla það eða selja að vera með rekjanleikavottun. Eina undantekningin frá þessu er ef timburvörur eru seldar óbreyttar (ómeðhöndlaðar og timburbúnt ekki brotin upp) enda er þá timburbúntið enn merkt með FSC merkinu og viðeigandi upplýsingum.

Byko er ekki með rekjanleikavottun en allir helstu birgjar BYKO eru með rekjanleikavottun. Því getum við sagt að við kaupum rekjanleikavottað timbur. Við getum aftur á móti ekki sagt að við seljum rekjanleikavottað timbur þar sem við erum ekki með FSC rekjanleikavottun.

Nánari upplýsingar um FSC vottun er að finna á www.fsc.org

Nytjaskógur í Evrópu
Valmynd