Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Þjónusta

Um BYKO

Saga BYKO

Saga BYKO

Árið 1962 opnuðu Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun.

Mynd úr verkfæradeild BYKO fyrir rúmum áratug
Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason
Siggi Sigurjóns í gamalli auglýsingu frá BYKO með plankastrekkjara

Sagan

Árið 1962 opnuðu Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun.

Árið 1972 var verslunin flutt að Nýbýlavegi 6 og varð hún strax leiðandi verslun á sínu sviði.  Árið 1988 flutti verslunin í nýtt og rúmbetra húsnæði í Breiddinni. Nokkru áður, eða árið 1980, var stórt athafnasvæði fyrir timbursölu tekið í notkun við Skemmuveg í Kópavogi þar sem nú er Timburverslun BYKO í Breiddinni.

Loftmynd af verslun BYKO í Kópavogi í kringum 1970

Stækkun BYKO

BYKO í Hafnarfirði var opnað árið 1984.  Verslun BYKO á Hringbraut var svo opnuð árið 1991.  Árið 1995 var aðalskrifstofa BYKO flutt af Nýbýlaveginum inn í Breidd, þar sem hún er staðsett enn þann dag í dag.

Árið 1995 keypti BYKO hlut í Trésmiðjunni Akri á Akranesi. Opnuð var verslun BYKO á Akranesi í kjölfarið í húsnæði Akurs árið 2003. Árið 1996 keypti BYKO rekstur verslunarinnar Járn og skip í Keflavík og hefur síðan rekið þar verslun undir nafninu BYKO Suðurnes.  Árið 1997 keypti BYKO rekstur Metró að Furuvöllum á Akureyri.  Þar var rekin timbursala, lagnadeild og leigumarkaður en ný 2.000 m² smávöruverslun var opnuð í nóvember árið 2000 á Glerártorgi.

Árið 2001 var tekið í notkun nýtt vöruhús fyrir starfsemi BYKO í Kjalarvogi við Sundahöfn.  Nú er öll vöruhúsastarfsemi BYKO komin undir eitt þak í um 10.000 m² byggingu.

Timburlager BYKO fyrr á árum
Verslun BYKO Breidd í jólabúning í desember

Frekari stækkun

Móðurfélag BYKO, Norvik, hefur á síðari árum haslað sér völl erlendis og rekur nú öflugt fyrirtæki í Lettlandi, BYKO-LAT.  Þar er unnið timbur og ýmsar timburafurðir sem fluttar eru út til ýmissa Evrópulanda auk Íslands. 

BYKO-LAT er eitt af stærstu fyrirtækjum Lettlands í útflutningi á timbri. Árið 2003 opnaði glugga- og hurðaverksmiðja þar en áður hafði sú framleiðsla farið fram á Íslandi. Verksmiðjan framleiðir glugga og hurðir úr timbri svo og álklædda timburglugga. Árið 2003 var fyrirtækið Sia CED í Lettlandi keypt og jukust afköst í timburframleiðslu verulega við það. 

Ný og endurbætt verslun í Breidd

Ný og endurbætt verslun í Breidd opnaði í september árið 2002 og var stærsta verslun sinnar tegundar á Íslandi. Í apríl árið 2003 opnaði ný og glæsileg verslun BYKO á Reyðarfirði. 

Þann 26.júní 2004 opnaði BYKO verslun sína á Selfossi. Þetta er 4.400 m² verslun og timbursala með hlaðbraut (drive-through). BYKO Selfoss er stórglæsileg verslun og er hún mjög lík í útliti og verslun BYKO í Breidd.

Þann 1. júlí 2006 sameinaði BYKO verslun og timbursölu á Akureyri undir einu þaki við Óðinsnes 2. Þar var opnuð stórglæsileg 6500 m² verslun með timbursölu, lagnadeild og leigumarkaði. Timbursalan er stórglæsileg með hlaðbraut (drive-through) þar sem hægt er að fá timbur og aðrar byggingavörur afgreiddar beint í bílinn eða kerruna innandyra. 

Inn í timburverslun BYKO í Breidd

Fleiri nýjar verslanir

BYKO opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ þann 9. nóvember 2007.  Sú verslun tók við af verslun BYKO í Hafnarfirði sem lokaði  þann 8. nóvember eftir að hafa þjónað Hafnfirðingum og Garðbæingum, ásamt öðrum landsmönnum, vel í 23 ár. 

Verslun BYKO opnaði á Grandanum í Reykjavík þann 24. apríl 2008.  Hún leysti af verslun BYKO á Hringbraut.  Þessi glæsilega verslun er hönnuð sérstaklega með markaðssvæði sitt í huga, að þjóna fyrst og fremst viðhaldsmarkaði.

Verslun BYKO á Granda um jól
Valmynd