Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Þjónusta

Sjálfbærni

Umhverfisstefna BYKO

Umhverfisstefna BYKO

BYKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingarvörumarkaði fyrir fagmenn og einstaklinga sem eru í framkvæmdahug.  Vistvænt BYKO er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini.

Teiknuð mynd af jörðinni
Nytjaskógur í Evrópu

Vistvæn saman

BYKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingarvörumarkaði fyrir fagmenn og einstaklinga sem eru í framkvæmdahug.  Vistvænt BYKO er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini.  Þannig minnkum við stöðugt vistspor fyrirtækisins og í virðiskeðjunni. Til að ná árangri fylgir BYKO eftirfarandi meginreglum:

Við auðveldum vistvænar framkvæmdir

Í samstarfi við birgja bjóðum við upp á hagkvæma og vistvæna valkosti í öllum vöruflokkum. Við auðveldum viðskiptavinum að finna og velja vörur sem hægt er að nota í vistvænar byggingar, óháð vottunarkerfi.

Við erum fagleg og framsækin

Við búum yfir þekkingu og reynslu og leggjum metnað í að fagmennska og áreiðanleiki einkenni störf okkar. Starfsmenn fá stöðuga endurmenntun svo viðskiptavinir geti treyst ráðgjöf okkar varðandi umhverfismál og framkvæmdir.

Við setjum okkur markmið

Við setjum okkur tímasett markmið með framkvæmdar- og tímaáætlun.

Við gerum betur

Í eigin starfsemi fylgjum við lögum og reglum og bjóðum vörur og lausnir sem eru umfram það sem lög og reglur krefjast.

Við berum ábyrgð

Við berum ábyrgð á umhverfisáhrifum fyrirtækisins í öllum stigum virðiskeðjunnar og væntum þess að birgjar og aðrir hagsmunaaðilar geri það einnig.

Valmynd