PVC gluggar búa yfir ýmsum frábærum eiginleikum. Gluggarnir eru unnir úr plasti, en hafa þó sama útlit og timburgluggar. Óþarfi er að mála þá og koma þeir í ýmsum litum. Þeir veita góða einangrun og henta íslenskri veðráttu einkar vel.
Everluxx Classic PVC gluggarnir eru dönsk hágæðaframleiðsla úr gluggaefni frá Rehau (Nordic Design Plus).
Nordic Plus er sérstaklega hannað fyrir norðurlöndin og hefur útopnandi fög, tvöfalda þéttingu og háeinangrandi gler.
Gluggarkarmunrinn er 120 mm. á dýpt og hefur útlit hefðbundins tréglugga. Efnið í karminum er úr RAU-FIPRO® PVC efni sem gefur þessum gluggum mikinn styrk og fallegt útlit.
RAU-FIPRO® er nýjung hönnuð af Rehau byggð á fíbertrefjum sem gefur glugganum mikinn styrk án þess að þurfa að setja stál inn í prófílinn eins og tíðkast hefur áður með PVC glugga.
Framleiðsluábyrgð er 10 ár og afgreiðslutími er u.þ.b. 6-8 vikur frá staðfestri pöntun.
Gluggarnir eru sérsmíðaðir eftir teikningum.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394