Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Fermacell

Fermacell trefjagips

Fermacell®  trefjagipsplata er fjölnota byggingarplata sem sparar pláss við uppsetningu.

Svefnherbergi málað í nýjum, grænum lit
Fermacell

Fermacell®  trefjagipsplata er fjölnota byggingarplata sem sparar pláss við uppsetningu, fæst í mörgum stærðum og þykktum með hvoru tveggja köntuðum og frammjókkandi brúnum (spartlkanti).
 

Platan er ein með öllu. Hana má nota bæði í veggi og á gólf, hún minnkar blautvinnu á verkstað og býður upp á aukinn sveigjanleika í hönnun. Verkið vinnst fljótt og vel og byggingareglugerðir eru uppfylltar og gott betur en það.

Skoða fermacell vörur

Fermacell rými
Mikill sveigjanleiki í hönnun

Þurr uppsetning er frábær valkostur í stað hlaðinna veggja og skilar sér í byltingarkenndum frágangi innanhúss. Nútímalegir skilveggir gefa nánast endalausa möguleika í hönnun innanrýmis með mismunandi grunnmyndum meðan á byggingu stendur og síðar.
 
Skilveggina má setja hvar sem er í rýmið og auðvelt er að breyta uppsetningu eftir hentugleika. Þar sem gipsveggir eru tiltölulega léttir þarf ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir til að auka kyrrstöðustyrk.

fermacell þurr uppsetning
Betri en hefðbundin gipsplata

Fermacell® trefjagipsplata hefur margt umfram hefðbundnar gipsplötur.
 
Plöturnar okkar tryggja góða hljóðvist, eld- og höggvörn. Með því að nota fermacell® klæðningu minnkar þörfin fyrir styrkingar fyrir hald á hlutum/búnaði hengdum á vegg og tryggir endingargott skipulag herbergis. Þykktin á veggplötunum okkar sparar mikilvægt pláss til að hámarka nýtingu rýmisins.

Fermacell trefjagipsplata
Ein með öllu!

Þegar unnið er með hefðbundnar gipsplötur þarf margs konar útfærslur eftir því hvað er verið að gera, fermacell® trefjagipsplötur má nota jafnt í veggi og loft og í stað hefðbundinnar plötu, sem vörn gegn eldi og raka eða sem hljóðeinangrun.

Maður að negla
Sterk og stíf

Plöturnar eru tilvaldar til að nota í stál- eða timburramma. Einstök samsetning fermacell® trefjagipsplötunnar tryggir mikla þéttni og stöðugleika ásamt miklu burðarþoli (allt að 50 kg fyrir hverja festingu, 150 kg á hvern lengdarmetra).
 
Hvað varðar styrk koma okkar plötur betur út en bæði gipsplötur og hlaðnir veggir.

Fermacell herbergi
Auðveldar og fljótlegar í uppsetningu

Fermacell® gipsplöturnar uppfylla eða fara fram úr kröfum byggingareglugerða þegar kemur að hljóðeinangrun, brunamótstöðu og stöðufræði þynnri skilrúma. Þetta þýðir að minna efni er notað á verkstað (oft eitt lag í stað tveggja laga af gipsplötum) og styttri uppsetningartíma.
 
Okkar plötur eru þeim kostum búnar að hægt er að setja þær upp áður en byggingin er orðin vatnsþétt sem bæði flýtir fyrir og auðveldar uppsetningu.
 
Með því að nota trefjagipsklæðningu má spara bæði tíma og peninga án þess að slegið sé af gæða- eða burðarþolskröfum.

fermacell þurr uppsetning
Umhverfisvæn lausn

Fermacell® trefjagipsplötur eru mikilvægur liður í umhverfis- og vistvænum húsbyggingum. Milliveggirnir okkar eru að miklu leyti úr endurunnum efnum og eru búnir til með náttúrulegum efnum (endurunnum pappír, gipsi og vatni) án aukalímefna.
 
Plöturnar okkar eru nánast útstreymislausar og innihalda engin spilliefni eins og formaldehýð.
 
Sjálfbærniupplýsingar fermacell® trefjagipsplatnanna hafa verið vottaðar af Byggingarlíffræðistofnuninni í Rosenheim (e. Institute for Building Biology in Rosenheim) og einnig af hinni virtu stofnun Cologne eco Institute þar sem við fengum vottun um „Útstreymislitla vöru“.

Greninál í skógi
Veljum umhverfisvænni kostinn

Í BYKO finnur þú gott úrval af umhverfisvænum vörum, málningu og vottuðu timbri. Þannig getur þú valið að gera framkvæmdirnar sjálfbærari og heilsusamlegri fyrir ykkur öll.

Skoða nánar

Sjálfbær nytjaskógur
Valmynd