Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Pallaefni

Dreymir þig um að byggja pall? BYKO býður upp á breitt úrval af timbri fyrir draumapallinn þinn. Hvort sem það er hin klassíska, gagnvarða fura eða nýstárlegra pallefni úr WPC þá eigum við lausnina fyrir þig.

Gagnvarin fura sem pallaefni

Gagnvarin fura

BYKO selur gagnvarða furu skv. norrænum stöðlum í flokkum NTR AB og NTR A. Viðurinn er afhentur sléttheflaður. Framleiðsluaðferðin veitir góða fúavörn, en timbrið þarfnast þó fljótlega meðhöndlun eftir að hafa verið lagt, s.s. með viðarvörn. Meðhöndlun á viðnum stýrir að stærstu leiti lit og áferð hans.

Gagnavörnin minnkar veðrunaráhrif auk þess að verja timbrið fyrir fúa. Gagnvarið pallaefni hefur verið notað í áratugi á Íslandi með afbragðs árangri. Timbrið kemur úr sjálfbærri skógrækt og er FSC og/eða PEFC vottuð frá framleiðendum. Fjölbreytt úrval af stærðum er í boði.

Stærðir:

Fjöldi stærða í boði, sjá verðlista.

Sjá verðlista.

Skoða AB-gagnvarið

Girðing úr gagnvarinni furu
Vörumynd: Gagnvarin fura
Sorptunnu skápur úr gagnvarinni furu

Wimex pallaefni

Viðhaldsfrítt og slitsterkt WPC efni frá danska fyrirtækinu Wimex, sem ekki þarf að slípa eða olíubera, einungis þrífa reglulega.

Pallaefnið kemur í þremur litum:

- Matt svart
- Matt brúnt
- Matt "umber"

Stærðir:

22x140x3600 mm.

Sjá verðlista.

Pallaefnið er búið til úr 1. flokks endurunnu plasti, en 60% af innihaldi þess eru þó timburtrefjar. BYKO hefur selt efnið í fjölda ára og hefur það fengið frábær viðbrögð frá viðskiptavinum. Góðar leiðbeiningar fylgja um uppsetningu og umhirðu pallsins.

Pallaefnið er fest niður með földum festingum (T-clips). Efnið þarfnast lágmarks viðhalds og er auðvelt í lagningu. Efnið hefur mikinn endingartíma og klofnar ekki.

Efnisinnihald:
30% HDPE (plastefni sem er unnið úr endurunnu plasti). 60% Timburtrefjar (FSC vottað). 10% Íblöndunarefni (bindi- og litarefni). Efnisblandan sér til þess að gró, mygla og sveppir þrífast aðeins á yfirborðinu en grafa sig ekki ofan í kjarnann og eyðileggja þannig fjalirnar.

Skoða Wimex

Vörumynd: Wimex
Efnið lagt á pall
3 útgáfur af efninu lagðast saman

Pallaráðgjöf

Svanfríður Hallgrímsdóttir landslagsráðgjafi veitir viðskiptavinum ráðgjöf um framkvæmdir í garðinum. Tilgangur ráðgjafarinnar er að auðvelda fólki útfærslur á palli og girðingum með efni og vörum frá BYKO.

Tími hjá Svanfríði kostar 9.995 kr. og þú færð þá upphæð til baka í formi inneignar upp í pallaefni hjá BYKO.

Þegar fólk hefur pantað tíma í ráðgjöf er því bent á að senda auka myndir og önnur gögn á pallaradgjof@byko.is.

Innifalið er: 45 mínútna viðtal við Svanfríði hvort sem er í verslun Breidd eða í fjarfundi í gegnum Teams.

Útlitsmyndir af hönnuninni eru sendar samdægurs. Endanleg hugmyndabók með þrívíðum teikningum ásamt málsetningum sendar u.þ.b. viku eftir ráðgjöf

Bóka tíma

Ólituð þrívíddarteikning af palli fyrir viðskiptavin
Pallu teiknaður í þrívídd
Teikning af palli

Bitus - Linax Decking

Gagnvarin fura skv. norrænum stöðlum í flokki NTR AB. Timbrið er meðhöndlað með línolíu sem þrýst er inn í viðinn. Þessi framleiðsluaðferð minnkar vatnsupptöku viðarins og viðhaldsþörfina. Yfirborð er rásað og því síður hált í bleytu. 7 ára ending áður en tími kemur að frekara viðhaldi. 20 ára ábyrgð er gegn fúa.

2 litir í boði: Linax Brun og Linax Grey.

Þetta pallaefni er svansmerkt. Timbrið kemur úr sjálfbærri skógrækt og er FSC og/eða PEFC vottuð frá framleiðendum.

Stærðir:

28x145 mm.

Skoða Linax

Gránuð fura
Furuborð frá Bitus Linax
Dökkbrún fura á palli við sundlaug

Lunawood Decking - Thermowood

Áferð Therowood (Lunawood-D, greni) er ljósbrún en viðurinn er einnig burstaður. Þetta timbur er svansvottað,umhverfisvænt og sérlega endingargott. Faldar festingar tryggja fágað yfirborð því engin nagla- eða skrúfugöt eru sjáanleg. Viðurinn er varinn á þann hátt að hann verður síður fyrir formbreytingum eða rakaskemmdum.

Stærðir:

28x145 mm.

Með hitameðhöndlun er ending pallaefnisins aukin án nokkurra íblöndunarefna. Thermowood þarfnast lítils viðhalds, jafnvel í óblíðri veðráttu eins og á Íslandi. Þörf er á að olíubera hann reglulega eða nota á hann viðarvörn til að halda upprunalegum lit. Ef viðurinn er ekki olíuborinn tekur hann á sig fallegan, silfraðan lit. Áætlaður endingartími Thermowood er allt að 30 ár.

Þótt viðurinn sé sagaður eða unnið með hann á annan hátt breytast ekki eiginleikar hans, þar sem allar fjalir eru meðhöndlaðar inn í kjarna. Þó ber að gæta þess að þegar unnið er með viðinn skal meðhöndla hann líkt og um harðvið væri að ræða, þótt hann sé mun mýkri og þægilegri í meðferð.

Skoða Thermowood

Burstað Lunawood timbur
Þrep smíðuð úr Lunawood
Fallegur pallur á góðum sumardegi

Bangkirai

Ljósbrúnn endingargóður harðviður frá Asíu. Rásað yfirborð. Áralöng afbragðsreynsla á Íslandi.

Bangkirai gránar fallega með tímanum. Þetta er afar þéttur viður og lifir mun lengur fyrir vikið.

Stærðir:

19x90 mm.

21x145 mm.

Skoða Bangkirai

Bangkirai er afar þéttur og endingargóður viður
Pallur með skemmtilegu mynstri
Pallur úr Bangkirai harðviði

Cumaru

Gullinbrúnn harðviður frá Suður Ameríku sem notið hefur mikilla vinsælda og sannað endingu sína á norrænum slóðum. Til að halda upprunalegum lit viðarins þarf að olíubera hann reglulega.

Stærðir:

21x145 mm.

Skoða Cumaru

Dökkbrúnt pallaefni úr Cumaru við
Vörumynd: Cumaru
Cumaru pallaefni með fallegri, náttúrlegri áferð

Kebony

Ljósbrún áferð er á Kebony við. Kebony er í raun fura sem er búið að meðhöndla á sérstakan og nýstálegan hátt þannig að það fær endingu á við harðvið. Timbrið er svansvottað, umhverfisvænt og meðhöndlað með vistvænum efnum. Yfirborðið er slitsterkara og líftími þess lengri. Kemur bæði sléttheflað og rásað. Yfirborðir er viðhaldsfrítt og þarf eingöngu þrífa. 3 ára ábyrgð eru á pallaefninu á gegn fúa.

Stærðir:

28x120 mm.

Skoða Kebony

Fallegur pallur úr Kebony efni
Pallur og girðing úr Kebony
Dökkur, brúnn viður úr Kebony
Valmynd