Samfélagsskýrsla 2019

Umhverfismál

BYKO hefur sett sér eftirfarandi markmið fyrir árið 2020 til að vinna markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem valin voru viðeigandi fyrir starfsemi fyrirtækisins:

 • Kolefnisbinding í skógrækt BYKO. Mat á kolefnisbindingu skógræktar og náttúrulegra birkiskóga í landi Drumboddsstaða 2 í Biskupstungum með viðurkenndum vísindalegum aðferðum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að gera áætlun um kolefnisjöfnun starfsemi BYKO.
   
 • Minnkun pappírs um 50%. Markmið BYKO er að draga úr notkun skrifstofupappírs (A4) um 50%, þ.e. niður í 4.000 kg.
   
 • Minnkun eldsneytisnotkunar um 6%. Markmið BYKO er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (CO2eq) vegna tækja og bifreiða um 6% eða niður í 285 tonn CO2eq.
   
 • Minnkun plastpokanotkunar. Ekki verði keyptir nýir plastburðarpokar á árinu. Kaup á nýjum litlum plastpokum verði minni en 5.000 stk. Að minnsta kosti 95% af litlum pappírspokum séu úr endurunnum pappír.

 • Blandaður og grófur úrgangur undir 250 tonn. Úrgangur hefur aukist síðustu ár og ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þrátt fyrir aukna flokkun en markmið er að snúa þeirri þróun við.
 

Efst á síðu

Mannauðsmál

 • Hækka hlutfall kvenna af millistjórnendum upp í 40% á næstu tveimur árum. Hlutfall kvenna af millistjórnendum er 27% í dag.
   
 • Launamunur kominn undir 1% í lok árs 2020. Á árinu undirbjó BYKO jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 og kom þar fram kynbundinn launamunur sem nam 2,45%. BYKO setur sér það markmið að í úttekt 2020 verði launamunur kominn  undir 1%.
   
 • Starfsfólk fái fræðslu BYKO skólans innan fjögurra mánaða frá fyrsta starfsdegi. Á árinu var þróuð námslína fyrir nýtt starfsfólk sem heitir BYKO skólinn og setur BYKO sér það markmið að fræða starfsfólk um allt fyrirtækið.
   
 • Auka fjölda starfsfólks upp í 50 á mánuði með samgöngusamning. BYKO býður starfsfólki upp á samgöngusamning í samræmi við reglur Ríkisskattstjóra. Á árinu 2019 höfðu 35 einstaklingar nýtt sér þann möguleika eða að jafnaði um 30 starfsmenn í hverjum mánuði. BYKO setur sér það markmið að auka fjöldann upp í 50 fyrir árslok.
   

Efst á síðu

Öryggismál

 • Vörurýrnun í verslunum BYKO verði minni en 50% af meðalvörurýrnun í smávöruverslun á Íslandi.
   
 • Fyrir árslok 2020 skal vera búið að innleiða hugbúnað hjá BYKO sem getur mælt rýrnun, flokkað niður á tekju-/kostnaðareiningar og vöruflokka.
  Þegar hugbúnaður er kominn er hægt að setja töluleg markmið.
  • Tekju-/kostnaðareiningar:
   • Verslanir, timbursala, lagnaverslun, leigumarkaður og vöruhús.
   • Hlutfall af veltu á kostnaðarverði.
   • Hlutfall af sölu.
     
  • Vöruflokkarnir eru: 
   • Raftæki.
   • Hrávara.
   • Rafmagnsverkfæri.
   • Gólfefni.
   • Innréttingar.
   • Timbur.
   • Járn.
     
 • Markmið BYKO er að í árslok 2020 séu a.m.k 35% íslenskra smásölufyrirtækja (út frá veltu) þátttakendur í könnun SVÞ um þjófnað/rýrnun úr íslenskri smásölu en til þess að fá marktækar tölur þurfa 50% af smásölufyrirtækjum á Íslandi taki þátt í slíkri könnun.
   
 • Markmið BYKO er að meta kostnað vegna öryggismála samanborið við sambærileg fyrirtæki á Norðurlöndum eins og t.d. BYGMA, Húsasmiðjan, Bauhaus, Jem & fix o.s.frv.
   
 • Markmið BYKO er að taka í notkun hugbúnað fyrir skilavörur og ferla skil með skilvirkari hætti. Skilavöruferlar og innleiðing hugbúnaðar eiga að klárast á árinu 2020 og vera komið í fulla notkun í öllum verslunum BYKO í janúar árið 2021.
   
 • Markmið BYKO er að með aðstoð rafræns hugbúnaðar og netfundarbúnaðar verði mæting 100% og að 50% allra fræðsluerinda fari fram á rafrænu formi en rafræn innleiðing á öryggisfræðslu fer fram á árinu.

 

Efst á síðu

Fyrri kafli - Mælikvarðar
Næsti kafli - GRI Tilvísunartafla

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.