Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Grilluð „bruschetta“ pizza

Grilluð „bruschetta“ pizza

Grillaðar pizzur eru ekki bara góðar – það er líka svo gaman að elda þær! Með reyk og sjóðandi heitum pizzastein kemur eitthvað alveg einstakt bragð sem þú hreinlega færð ekki á venjulegum pizzastöðunum. Hér er uppskrift að einfaldri en ljúffengri flatböku.

Grilluð pizza með fetaosti. kokteil tómötum og basil
Hráefni

Uppáhalds deigið þitt – tilbúið eða eigin uppskrift
Kornmjöl
2 msk. hvítlauksolía
U.þ.b. 1 dl. pizzasósa
100 gr. rifinn mozzarella (eða eftir smekk)
70 gr. fetaostur

Bruschettu-blanda

250 gr. kokteiltómatar
2 hvítlauksrif
½ rauðlaukur
1 msk. ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk

Degið flatt út með kornmjöli
Hráefnið tilbúið
Aðferð

1. Byrjaðu á að gera bruchettu-blönduna. Það er gott að leyfa henni „að taka sig,“ þess vegna yfir nótt. Skerðu tómatana í fernt, fínsaxaðu rauðlaukinn og pressaðu hvítlauk. Blandaðu þessu saman í skál ásamt olíu, salti og pipar.

2. Settu pizzasteininn á 200-230° gráðu heitt grillið.

Blöndunni hrært saman í skál
Pizzan bökuð

3. Þegar steinninn er orðinn heitur, setur þú útflatt deigið ásamt sósu á steininn. Gott er að nota kornmjöl til að fletja út deigið, en þá festist pizzan síður á steininum. Penslaðu kantana með hvítlauksolíu.

4. Þegar botninn er aðeins byrjaður að brúnast dreifir þú ostinum yfir. Penslaðu kantana aftur með restinni af hvítlauksolíunni. Lokaðu þá grillinu og leyfðu ostinum að bráðna.

Pizzadeigið er sett á heitan steininn og ostinum sáldrað yfir
Gjörið svo vel

5. Þegar deigið er næstum því bakað skal dreifa bruchetta-blöndunni yfir ásamt fetaosti. Leyfið því að hitna um stund.

6. Pizzan er tekin af grillinu. Steinninn er skilinn eftir og honum leyft að kólna inn í grillinu.

7. Gott er að bera pizzuna fram með balsamík gljáa og ferskum basil. Gleðilegt grill!

Undir lok er bruschettu-blöndinni og fetaost dreift yfir
Napoleon grill

Napoleon hefur um áratugaskeið framleitt hágæða grill sem hafa sannað sig með einstaklega löngum líftíma og ótal skemmtilegum eiginleikum þegar kemur að notkun þeirra. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1976 en þá sem framleiðandi á stáli. Því er ekki að undra að mikil áhersla sé lögð á fyrsta flokks efni við smíði þeirra. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá stofnun og einkennist allt starfið enn af ástríðu og metnaði.

Skoða nánar

Maður stendur við Napoleon grill
Valmynd