Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Grillaður lax með jurtum og fetaosti

GRILLAÐUR LAX MEÐ JURTUM OG FETA

Þegar fólk hugsar um grillmat kemur kjöt oftar en ekki upp í hugann. En fiskur er alls ekki síðri valkostur og er lax sérstaklega góður grillaður! Þessi uppskrift er allt í senn bragðgóð, einföld, létt í maga og bráðnar í munni.

Grillaður lax borinn fram á viðarbretti

Hráefnið

1 flak af laxi (fyrir 2-4 manns)
¼ rauðlaukur, fínsaxaður
3 stilkar af basil
3 stilkar af dilli
10 strá af graslauk
1-2 hvítlauksrif
1 krukka af fetaosti
½ sítróna
Salt og pipar

Grillaður fiskur eru engu síðri en steik!

Aðferð

1. Hitið grillið í 200° c. Fiskurinn er grillaður á grindinni með roðið niður.
2. Saxið kryddjurtirnar og laukana og myljið fetaostinn saman við.
3. Saltið og piprið laxinn en munið að osturinn er líka saltur. Kreystið sítrónusafa yfir.

Jurtum blandað við fetaostinn

Fiskurinn á grillið

4. Grillið laxinn með roðið niður yfir beinum hita í 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn fer að losna auðveldlega í sundur.
5. Berið fram með uppáhalds grænmetinu ykkar, stökkum kartöflum og sítrónubátum.

Jurtum og osti dreift yfir fiskinn - sítróna kreist yfir

Napoleon grill

Napoleon hefur um áratugaskeið framleitt hágæða grill sem hafa sannað sig með einstaklega löngum líftíma og ótal skemmtilegum eiginleikum þegar kemur að notkun þeirra. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1976 en þá sem framleiðandi á stáli. Því er ekki að undra að mikil áhersla sé lögð á fyrsta flokks efni við smíði þeirra. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá stofnun og einkennist allt starfið enn af ástríðu og metnaði.

Skoða nánar

Maður stendur við Napoleon grill
Valmynd