Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Stærðir á reiðhjólum

Hvaða stærð af hjóli hentar þér?

Í þessum einföldu leiðbeiningum getur þú fundið hárrétta stærð á hjóli fyrir þig eða barnið þitt. Kynntu þér málið hér að neðan!

Vel búinn reiðhjólamaður úti í íslenskri náttúru

Dekkjastærð

Þetta er það fyrsta sem þú ættir að mæla þegar þú kaupir nýtt hjól

Til að finna viðeigandi dekkjastærð horfðum við fyrst til aldurs og hæðar hjólreiðamanns. Þá er innanmál mælt, en það er lengd fótleggja frá nára niður í gólf. Með þessi tvö atriði í huga má finna réttu dekkjastærðina.

Ljósmynd af dekki á fjallahjóli

Hæð hnakks

Innanmálið ræður öllu!

Þegar hæð hnakksins er ákvörðuð er það lengd innanmálsins sem ræður öllu. Fyrir byrjendur ætti að stilla hnakkinn þannig að hæðin frá gólfi sé jafn há og innanmálið. Þannig er auðvelt að ná niður á jörð þegar hjólið er ekki á ferð. Fyrir reyndari hjólreiðamenn ætti hnakkurinn að vera 5-8 cm. hærri en innanmálið. Fólk sem fer reglulega í lengri hjólaferðir vill gjarnan stilla hnakkinn örlítið hærra en það. Er þá hnakkurinn stilltur eftir innansaum niður að petala en ekki jörð.

Innanmálið ræður öllu þegar kemur að hæð hnakksins

Hönnun hjólsins

Ræðum aðeins lögun á stellinu

Lögun á stellinu sjálfu hefur mikil áhrif á hvernig fólk stendur við hjólið. Fyrir þægindi ætti fólk að hafa a.m.k. 5 cm. pláss á milli nára og stangarinnar á hjólinu. Þá ætti stýri að vera í hæfilegri fjarlægð frá hnjám þegar fætur eru á petala og hjólað er um.

Hönnun hjólsins hefur mikið um að segja við valið

Þyngd hjólsins

Hreyfanleiki og skriðþungi ættu að fara hönd í hönd

Þumalputtareglan er sú að hjólið ætti aðeins að vera 20% af þyngd hjólreiðamanns. Barnahjól ættu þó að vera þyngri, u.þ.b. 40% af þyngd barnsins.

Fátt er betra en hjólreiðatúr í kvöldsólinni
Valmynd