Hvað viltu finna?
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Pallur og garður

Viðhald á pallinum

Til þess að halda fallegum og góðum palli sem nýtur sín vel í garðinum er gott að viðhalda honum vel. Hér förum við yfir hvað þarf að hafa í huga áður en við hefjumst handa og hvernig best er að viðhalda pallinum.

Fallegur, ljós viðarpallur

Viðhald í nokkrum skrefum

Viðhald á pallinum er ekki flókið, en það er þó mikilvægt til að viðhalda útliti hans og lengja endingartíma.

Pallur úr gagnvarðri furu í góðu ástandi

Hreinsa

Gott er að byrja á því að taka vel til á sólpallinum, færa alla hluti og sópa vel þannig að það sé auðveldara að athafna sig. Viðarhreinsir er borinn á viðinn. Athugið að mismunandi efni geta verið með mislanga virkni. Lesið því allar leiðbeiningar vel áður en efnin eru notuð.

1

Skrúbba

Sólpallurinn skrúbbaður með stífum bursta og vatni. Ef völ er á þá er einnig gott að nota háþrýstidælu til verksins.

2

Þorna

Gefa sólpallinum tíma til að þorna. Gott er að nota rakamæli til að mæla rétt rakastig. Ákjósanlegast er 20% rakastig.

Ef viðurinn er úfinn er gott að slípa létt yfir hann með sandpappír og gæta þess að sópa vel yfir pallinn að því loknu. Mikilvægt er að vanda vel til verksins þar sem ójöfn slípun getur valdið litamun.

3

Borið á

Passa þarf að hitastig fari ekki niður fyrir 5 gráður á þurrktíma efnisins. Tryggja þarf að pallurinn sé nógu þurr áður en olía er borin á hann, helst 2 til 3 dagar í þurru veðri.

Að endingu berum við viðarolíu á allan flötinn. Hér skiptir mestu máli að bera jafnt yfir allan flötinn og varast að pollar eða taumar myndist. Í myndbandinu hér neðar á síðunni má sjá nokkrar aðferðir við að bera á.

Ef sólpallurinn er mjög þurr og illa farinn þá er um að gera að setja aðra umferð af viðarolíu pallinn.

Lokafrágangurinn snýst um að þurrka upp polla eða tauma með bómullarklút eftir áburð.

4

Vörur til að hreinsa pallinn

Wimex plastpallaefni sem þarfnast minna viðhalds en hefðbundið efni

Nánari upplýsingar

Meðhöndlun á yfirborði viðar

Viðurinn þarf að vera vel þurr (rakainnihald minna en 20%).

Best er að meðhöndla allt tréverk áður en það er sett upp utandyra. Rannsóknir staðfesta að þannig má margfalda endingu viðarvarnarefna.

Ef viðurinn er látinn standa óvarinn utanhúss valda útfjólubláir geislar sólarinnar niðurbroti á yfirborði viðarins og viðurinn verður grár. Þennan gráma verður að fjarlægja ef tryggja á góða endingu.

Leggja ber ríka áherslu á að metta endatré þannig að vatn eigi ekki greiða leið inn í opin sár viðarins.

Gagnvarinn viður þarf að standa í 3-4 mánuði áður en yfirborð hans er meðhöndlað.

Rétt þykir að vara við notkun á galvaniseruðum saumi undir ljósa liti í vatnsþynntum viðarvarnarefnum vegna hættu á ryðsmiti í gegnum málninguna. Tryggast er að nota ryðfría nagla og/eða skrúfur.

Tvær aðferðir eru algengastar við að gagnverja timbur, þ.e. A- og B-vörn. A-vörn er með grænleitum lit en B-vörnin er með olíublönduðum efnum og er litlaus.

Gagnvarið timbur

Notuð eru vatnsleysanleg og sveppaeiturefni og er sú vörn oftast nefnd þrýstifúavörn.

Yfirborðið þarf að meðhöndla á sama hátt og á öðru timbri gegn ágangi vatns og sólarljóss.

Ráðlagt er að leyfa timbrinu að þorna vel eftir að það er gagnvarið og áður en það er yfirborðsvarið.

Berið á timbrið feitan olíugrunn og síðan venjulega viðarvörn.

Varast skal að setja þekjandi viðarvörn á lárétta fleti.

Nauðsynlegt er að nota litaða viðarvörn til að minnka áhrif sólarljóss á timbrið. Ef gagnvarið efni er sagað, heflað eða unnið á annan hátt þarf að bera í sárið viðurkennt fúavarnarefni.

Yfirborð timburs má meðhöndla nokkrum dögum eftir að það er gagnvarið

Ekki er nauðsynlegt að bera feitan olíugrunn á nýlega gagnvarið timbur. Að öðru leyti gilda sömu reglur um yfirborðsmeðhöndlun á A- og B-vörðu timbri.

Vörur til að bera á pallinn

Valmynd