Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Pallur og garður

Grassáning og mosi

Grassáning og mosi

Af hverju erum við að bera áburð á garðinn? Jú, flötin þarf góða næringu. Gott er að gefa tvisvar sinnum um sumarið. Mikill mosi getur kæft grasið og þá er gott að nýta góð ráð til þess að losna við hann.

Grassáning hjálpar við að losna við mosa

Nokkur góð ráð gegn mosa

Grisjið hávaxin tré og hleypið þannig birtu að grasflötinni.

Notið mosaeyði og/eða mosatætara til að fjarlægja mosann.

Gatið flötina og setjið 3-5 cm lag af sandi yfir.

Berið áburðarkalk (náttúrukalk) á grasflötina, u.þ.b. 15 kg/100 m2 og blákorn/graskorn u.þ.b. 5 kg/100 m2. Blákorn skal síðan bera á einu sinni í mánuði yfir sumartímann en skammturinn minnkaður um 1 kg í hvert skipti.

Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að leggja drenrör í lóðina til að minnka rakann í jarðveginum. Mosi dafnar best á rökum og skuggsælum stað.

Að lokum kemur hér gamalt húsráð: Látið krakkana leika sér á lóðinni og traðka mosann niður.
Mosi rifinn upp og grasfræjum sáð í stað hans

Grassáning

Hvenær berum við áburð á garðinn?

Gott er að bera á garðinn að vori þegar farið er að hlýja. Gott er að gefa tvisvar sinnum yfir sumarið, margir miða við miðjan maí og miðjan júní.

Hvernig berum við okkur að?

Það fyrsta sem við gerum er að taka okkur hrífu í hönd og byrjum á því að tæta upp mosann.

Við ýfum vel upp grassvörðinn, rökum saman mosanum og setjum hann í fötu og færum hann yfir í moltugerð.

Þar næst tökum við moldarpoka og grasfræ og sáum yfir flötinn.

Tökum kalk og graskorn og dreifum vel yfir grasflötinn.

Að endingu vökvum við garðinn með vatni.

Gras sem er kominn tími á að slæa
Valmynd