Veno fjárhúsbúnaður


BYKO býður í samstarfi við Venostal í Hollandi, hágæða búnað og innréttingar fyrir sauðfé. Venostal er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu á búnaði fyrir sauðfé og geitur í Evrópu. Nú býðst íslenskum sauðfjárbændum að kaupa þennan gæða búnað og innréttingar frá Veno hjá BYKO í gegnum vefsíðu Veno. Auglýst verð á vefsíðunni er verð í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og miðað við afhendingu í Reykjavík.


Fyrst um sinn gilda verðin á síðunni ef pantað er fyrir lágmark kr. 100.000 (með VSK). Ef pantað er fyrir lægri upphæð kann að leggjast á aukagjald.


Afhendingartími getur verið frá 4 vikum og upp í 8 vikur, allt eftir því hvort varan er til á lager hjá framleiðanda.


Nánari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á bondi@byko.is.


Ef smellt er á myndir hér að neðan opnast vefsíða Venostal





Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.