Styrkþegar september 2019

Í september hlutu fjögur verkefni úthlutun styrkja frá Samfélagssjóði BYKO. 

  • Rauði krossinn; Frú Ragnheiður, aðstoð við ungmenni í neyslu
  • Rauði krossinn; Krakkanám, aðstoð við börn af erlendum uppruna
  • Ratatam; Leiksýningin SUSS
  • Mín velferð; Foreldrafærni, úrræði vegna barna í vanda

 

Frá vinstri: Jóhanna Guðmundsdóttir - Rauði krossinn, Árni Reynir Alfredsson frá stjórn samfélagssjóðs BYKO, Guðmundir Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir og Guðrún Bjarnadóttir - Ratatam, Agnes Þorsteinsdóttir - minvelferd.is Sigríður Gröndal frá stjórn Samfélagssjóðs BYKO, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

Nánar um verkefnin

Frú Ragnheiður; aðstoð við ungmenni í neyslu - Rauði krossinn

Markmiðið Frú Ragnheiðar verkefnisins er að ná til jaðarsettra einstaklinga sem nota vímuefni í æð og húsnæðislausra einstaklinga. Verkefnið fer fram í sérinnréttuðum bíl og veitir skaðaminnkandi þjónustu í formi nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Jafnframt fá skjóstæðingar næringu, hlýjan fatnað, svefnpoka, sálrænan stuðning og ráðgjöf. 

Styrkurinn frá Samfélagssjóð BYKO felur í sér að ná sérstaklega til einstaklinga í aldurshópnum 18-20 ára á höfuðborgarsævðinu og bjóða þeim aukinn stuðning og þjónustu, tengja þau við heilbrigðis- og félagsleg úrræði og veita málum þeirra eftirfylgni í kerfinu. 

 

Krakkanám; aðstoð við börn af erlendum uppruna - Rauði krossinn

Krakkanám sinnir námsaðstoð fyrir börn á mið- og unglingastigi grunnskóa á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á fjöltyngd börn. Börn af erlendum uppruna eiga oft erfitt með að sækja aðstoð við námsefni á íslensku heima við. Markmið verkefnisins er að sjá til þess að öll börn á Íslandi óháð uppruna njóti jafnra tækifæra til aðstoðar við nám.

Úthlutun samfélagssjóðs september 2019 - Rauði krossinn
Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Jóhanna Guðmundsdóttir frá Rauða krossinum

 

Leiksýningin SUSS - Ratatam

Hópurinn Ratatam í samstarfi við Borgarleikhúsið, Barnaheill, Kvennaathvarfið, Heimilisfrið, Stígamót, Neyðarmótttökuna og Barkarhlíð heldur fjórar sýningar á verkinu Suss á nýja sviði Borgarleikhússins í nóvember 2019. Sýningin fjallar um heimilisofbeldi og öllum sýningum verður fylgt eftir með umræðum þar sem sérfræðingar frá helstu stofnunum sem fást við heimilisofbeldismál og afleiðingar þeirra taka þátt. Frítt er inn á þessar fjórar sýningar þar sem markmiðið er að ná til þeirra sem alla jafna fara ekki í leikhús og/eða þarf mest á því að halda að sjá svona sýningu. Tvær af fjórum sýningum verða á ensku til að auðvelda innflytjendum aðgengi að sýningunni.

Úthlutun frá Samfélagssjóði BYKO september 2019 - Ratatam - Leiksýningin Suss
Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson frá leikhópnum Ratatam og Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

 

Mín velferð; Úrræði vegna barna í vanda

Hugmyndafræðin er að gefa foreldrum í vanda tækifæri til þess að auka foreldrafærni sína og hæfni til að sjá um börn sín. Í stað þess að vista barn/börn utan heimilis fá foreldrar tækifæri til að auka hæfni sína með eins miklum stuðningi og mögulegt er. Foreldrar fá úthlutaða íbúð þar sem þau búa tímabundið með barni/börnum sínum á meðan þau fá aðstoð með þann vanda sem vinna þarf með hverju sinni líkt og að tileinka sér viðeigandi uppeldisaðferðir, viðunandi umönnun eða annað þannig að börnin megi búa við viðunandi aðstæður og þroskvænleg uppeldisskilyrði.

Úthlutun úr Samfélagssjóði BYKO september 2019 - Mín velferð
Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Agnes Þorsteinsdóttir frá Mín velferð

Úthlutanir úr Samfélagssjóð BYKO

Samfélagssjóður BYKO ses. hefur starfað frá árinu 2007, fyrst sem Styrktar- og menningarsjóður Norvikur ses.

Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl BYKO við samfélagið og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja forvarnar- og æskulýðsstarf, menntun og önnur verkefni sem tengjast börnum og unglingum. 

Þriggja manna stjórn mótar stefnu sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutanir hverju sinni. 

Smelltu hér til þess að lesa nánar um sjóðinn og senda inn umsókn.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.