Hexagon, stálgrindarhús

Í samstarfi við Hexagon býður BYKO nú upp á ýmsar útfærslur af stálgrindarhúsum. Hvort heldur sem er óeinangruð eða klædd með samlokueiningum. 

Stálgrindarhús hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður og hjá Hexagon  eru húsin framleidd eftir óskum  hvers og eins. Kerfið er hannað með mjög stuttan byggingartíma í huga og býður upp á lausnir fyrir ýmsar stærðir og gerðir bygginga svo sem vélaskemmur, gripahús, verkstæðis-eða skrifstofuhúsnæði.

Hexagon hefur sérhæft sig við smíði og hönnun á stálgrindakerfi til bygginga á fjósum og öðrum gripahúsum sem uppfylla ýtrustu kröfur og staðla sem gerðar eru til slíkra bygginga.  

Tengill á heimasíðu Hexagon

DS-Stålkonstruktion, stálgrindarhús, burðarvirki o.fl.

BYKO hefur um árabil átt í samstarfi við DS Stålkonstruktion og DS Stålprofil í Danmörku um hönnun og smíði á stálgrindarhúsum. Verksmiðja fyrirtækisins er búin fullkomnum CNC búnaði sem tryggir nákvæmni í smíði húsanna. DS Stålkonstruktion hefur á að skipa fjölda hönnuða og verkfræðinga sem aðstoða við hönnun á flóknari byggingum

Tengill á heimasíðu DS Stålkonstruktion

Give Stålspær

Give Stålspær er 40 ára gamlalt danskt fyrirtæki í örum vexti. Fyrir utan það að framleiða allar gerðir og stærðir af stálgrindarhúsum hafa þeir sérhæft sig í framleiðslu á sjálfberandi stálburðarbitum (gytter sperrum) sem notaðar eru þar sem hafið á milli útveggja er mikið.

Give hefur á að skipa fjölda tæknimentaðra starfsmanna sem aðstoða við flóknari hönnun á stálbyggingum.

 

 

Fáðu verðhugmynd í stálgrindahús

Til þess að gefa verðhugmynd þurfum við teikningar og eða eftirfarandi upplýsingar:

  • Stærð stálgrindarhússins (lengd x breidd)
  • Vegghæð
  • Mænishæð eða halla í gráðum á þaki
  • Staðsetning og notkun á stálgrindarhúsi
  • Fjöldi glugga og hurða
  • Einangrun á þaki og veggjum

Hafðu samband við okkur á bondi@byko.is og fáðu verðhugmynd.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.