Hurðir

BYKO framleiðir fjölmargar gerðir af hurðum í margvíslegum útfærslum úr besta fáanlega efni sem völ er á. Starfsfólk okkar veitir ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.

Timburhurðir

Hurðirnar fást út furu, oregon furu (pine) og mahóní.

Þriggja punkta læsingar veita ekki einungis meira öryggi heldur eru þær þéttari en hefðbundnar eins punkta læsingar.

Allar innopnanlegar hurðir BYKO eru með þriggja punkta læsingu sem staðalbúnað, en þriggja punkta læsing er mikill kostur. Með henni færðu þrjár læsingar, eina uppi, eina í miðjunni og eina niðri.

Auk staðlaðra og fyrirfram hannaðra hurða BYKO sérsmíðum við einnig hurðir eftir óskum og þörfum hvers og eins.

Umfjöllun Skreytum hús um útihurð (opnast í nýjum glugga)

Stál hurðir

Byko býður upp á stálglugga og hurðir með og án eldvarnarkröfu.

Gluggarnir og hurðirnar sem Byko er að bjóða upp á koma frá Doordec í Eistlandi, hágæðavara sem sérsmíðuð er eftir málum. Einnig eigum við til lagerhurðir bæði vinstri og hægri sem eru 1000x2180mm og eru þær brunavarðar EI60.

Stálhurð með frostþolnu gleri

Starfsmenn BYKO veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.

Stálhurðirnar og gluggarnir eru vottaðir og uppfylla allar kröfur byggingareglugerðar.

Stálgluggar og hurðir frá BYKO eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Alvogen og Fosshóteli Höfðatorgi. Margar glergerðir eru í boði, t.d einangrunargler, eldvarnargler, öryggisgler og fleri.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.