Gluggar

Við framleiðum glugga og hurðir í margvíslegum útfærslum. Sölumenn okkar veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.

Neðst á síðunni má finna skjöl, vottanir og bækling tengda gluggum.

Timburgluggar

Við bjóðum upp á viðarglugga úr furu. Gluggana er hægt að fá í fjölmörgum útfærslum, málaða eða með álkápu.

Gluggarnir eru fúavarðir og síðan yfirborðsmeðhöndlaðir með viðurkenndu akrýlþekjandi málningarkerfi þar sem hægt er að velja á milli fjölda lita. Hægt er að fá gluggana án yfirborðsmeðhöndlunar en ekki er mælt með því. Best er að bera á viðinn og yfirborðsmeðhöndla sem allra fyrst áður en hann fer undir beran himinn.

Álklæddir timburgluggar í Bæjarlind í Kópavogi

Við bjóðum upp á fullglerjaða og málaða gæðaglugga með fimm ára ábyrgð.

Á karmastykkjum og innanverðum póstum eru brúnir fræstar þannig að gluggarnir eru fallegri og nettari en þeir fást einnig án skrautprófíls að innanverðu. Allar aðrar brúnir eru rúnaðar sem dregur úr hættu á skemmdum við flutning og ísetningu. Við málun myndast þannig heil filma sem slitnar ekki á skörpum brúnum.

Öll lárétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim og allir undirlistar eru með droprauf að neðan. Hönnun álundirlistans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Þá eru fræstar í öll karmastykki vatns- og vindraufar sem einnig eru sæti fyrir gluggalamir.         

Gæði og eftirlit

Gluggarnir okkar eru með íslenska gerðavottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) sem hægt er að sækja hér á síðunni. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnsskáp. Rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í fyrirtækinu.

BYKO er aðili að NORDMARK gæðaeftirliti og hefur fengið sérstaka viðurkenningu NTR (Nordisk Trerad)

Einbýlishús í Leirvogstungu - gluggar, hurðir og bílskúrshurð

Sölumenn glugga og hurða

Kjartan Long

Sölustjóri Gluggar, hurðir og húseiningar

515 4121

821 4166

Sigurður Júlíus Jónsson

CLT einingahús, gluggar, hurðir og bílskúrshurðir

515 4034

821 4034

Sigurjón Þórhallsson

Rammahús, gluggar, hurðir og bílskúrshurðir

515 4153

821 4053

Ágúst Scheving

Gluggar, hurðir og bílskúrshurðir

515 4124

821 4081

Tengd skjöl

Hér má finna bæklinga, vottanir og leiðbeiningar tengdum gluggum.

Glugga og hurðabæklingur

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.