Samstarfs- og stuðningsverkefni

BYKO er ýmist í samstarfi við eða styður við frumkvöðla í þeim verkefnum sem fyrirtækið getur haft áhrif á til góðs. Eftirfarandi verkefni hafa verið sett á árinu 2020:

MAT Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

BYKO tekur þátt í tilraunaverkefninu MAT - Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum. Hugbúnaður MAT tengir matvöruverslanir við MAT dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Megin tilgangur þess er að spara fólki ferð í matvörubúð eftir langan vinnudag og koma í veg fyrir óþarfa magninnkaup. Hlutverk BYKO er að koma upp CLT (Cross Laminated Timber) einingarhúsi sem verður notað á lóð BYKO á Skemmuvegi á meðan þróunarvinna á sér stað. Markmið samstarfsins er að hanna og framleiða MAT dreifistöðvarnar á sem umhverfisvænasta hátt sem kostur er.

 

Visttorg - grænni skref í byggingariðnaði

Samstarf við Visttorg felur í sér þróun frumgerðar að fyrsta gagnagrunni og umhverfisgátt grænna byggingarvara hér á landi, þar sem markmiðið er að veita betri yfirsýn yfir umhverfisvænar byggingarvörur á íslenskum markaði og spara þannig tíma og auðvelda vinnu arkitekta, hönnuða, verktaka, söluaðila og hins almenna húsbyggjanda þegar byggja skal vistvænt eða umhverfisvottað hús.


Markmiðið er að Visttorg verði vettvangur grænni byggingariðnaðar og hreyfiafl til þekkingar, fræðslu og stefnumótunar allra aðila innan mannvirkjageirans á Íslandi. Hlutverk BYKO er að taka þátt í þróunarvinnu gagnagrunnsins ásamt upplýsingagjöf um umhverfisvænar byggingavörur.

 

Endurbygging gamla Gufunesbæjar

Samstarf um endurbyggingu gamla Gufunesbæjarins úr endurnýttu efni og er hlutverk BYKO að afhenda byggingaúrgang sem fellur til, gifsplötur, spónaplötur og umbúðatimbur
 

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.