Umhverfisdagur BYKO

Laugardaginn 27. apríl var haldinn hátíðlegur umhverfisdagur í öllum verslunum okkar. Í verslun Breiddinni voru fræðandi örfyrirlestrar í gangi yfir daginn en upptökur frá þeim er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Örfyrirlestrar í tilefni umhverfisdags

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndband af hverjum fyrirlestri sem var haldinn á Umhverfisdegi BYKO.

BYKO og umhverfið
Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO

BYKO hefur tekið ákvörðun, Vistvænt BYKO er komið til að vera. Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO, fjallar um stefnuna sem fyrirtækið hefur tekið í umhverfismálum ásamt þeim verkefnum sem BYKO hefur lagt af stað með til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Hleðslustöðvar og rafmagnsbílar
Berglind Ólafsdóttir, Orka náttúrunnar - ON

Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Orku Náttúrunnar, fjallar um hvaða aðgerðir ON er að taka í þágu umhverfisins í starfsemi sinni.

Hvað eru umhverfisvottanir?
Guðrún Lilja, Umhverfisstofnun

Guðrún Lilja frá Umhverfisstofnun segir okkur frá hinum ýmsu viðurkenndu umhverfisvottunum sem allir ættu að þekkja.

Fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi
Finnur Sveinsson

Finnur Sveinsson ræðir við okkur um hvernig það var að byggja fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið á Íslandi. Hann fer yfir ferlið ásamt því að ræða við okkur hvernig það er að búa í umhverfisvottuðu húsi.

Umhverfisvottuð málning
Jón Bjarnason, Málning hf.

Jón Bjarnason, efnaverkfræðingur hjá Málning hf., ræðir um hvernig ferlið var til að fá málninguna sína Svansvottaða og hvernig það gekk hjá þeim.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.