Fagþekking í umhverfismálum

Fagmennska og áreiðanleiki

Við leggjum mikið upp úr því að fagmennska og áreiðanleiki einkenni okkar störf og að viðskiptavinir geti treyst ráðgjöf okkar varðandi umhverfismál og framkvæmdir. Þessi fagmennska á við um alla viðskiptavini, hvort sem það eru stórir verktakar eða einstaklingar. 

Við höfum verið með verktakafundi víðsvegar um landið þar sem við kynnum umhverfisvottaðar og vistvænar vörur fyrir byggingarmarkaðinn og einnig höfum við haldið sambærilegar kynningar og fundi með einstaka verktökum og fasteignafélögum.

Í apríl héldum við umhverfisdag BYKO í fyrsta skipti og buðum viðskiptavinum áhugaverða örfyrirlestra um umhverfismál ásamt öðrum áhugaverðum uppákomum yfir daginn. Smelltu hér til þess að horfa á fyrirlestrana frá umhverfisdeginum.

Eitt af markmiðum okkar er að auka og efla stöðuga þekkingu meðal starfsfólks í umhverfismálum til að þau geti leiðbeint og miðlað sinni þekkingu áleiðis til viðskiptavinarins. Til að efla þekkingu starfsfólks höfum við sett niður fræðsludagskrá og fór fyrsti áfangi á henni af stað í byrjun árs. Við gerum ekki ráð fyrir að allt starfsfólk okkar verði sérfræðingar í umhverfismálum og geti svarað öllum fyrirspurnum en við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar segi rétt frá og að þau viti hvert skuli leita að upplýsingum standi þau á gati. 

Fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi

Við erum mjög stolt af því samstarfsverkefni sem við tökum þátt í með Finni Sveinssyni og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur sem byggðu fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi.

Það var draumur hjá Finni og Þórdísi í mörg ár að byggja vistvænt hús á Íslandi. Finnur er viðskiptafræðingur frá HÍ sem venti sínu kvæði í kross og skellti sér árið 1995 til Gautaborgar til að læra umhverfisfræði. Gautaborg varð fyrir valinu þar sem Þórdís fór í sérnám á Östra sjúkrahúsinu (nú Sahlgrenska) í hjartalækninum. Þau bjuggu í 12 ár í Partille (margir kannast við Partille Cup í handbolta) áður en þau fluttu aftur til Íslands árið 2007.

Við hvetjum þig til þess að fræðast meira um Visthús á heimasíðunni www.visthus.is.

Visthús

Sú vinna sem starfsfólk BYKO lagði í þetta samstarfsverkefni skilaði miklu virði til fyrirtækisins í formi fagþekkingar, vitundarvakningar og við lærðum mikið um hversu mikið af vöruframboði BYKO flokkaðist þá þegar undir vistvænar vörur. Einnig lögðum við mikla vinnu í að bæta ferla innanhúss, útvega vottunarskjöl og finna fleiri vistvænar vörur í vöruframboð okkar. Eða hreinlega skipta út vörum. 

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.