Verðvernd

Ef þú kaupir vöru hjá okkur og sérð sömu eða sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar, innan 20 daga, endurgreiðum við þér mismuninn og 10% af honum að auki!

BYKO tryggir viðskiptavinum sínum sama eða lægra verð en samkeppnisaðilar, selji og auglýsi þeir sömu eða alveg sambærilega vöru.

  • SAMA VARA, merkir að um sama vörumerki og vörunúmer frá framleiðanda sé að ræða. Varan þarf að vera til á lager hjá samkeppnisaðila á Íslandi.
  • SAMBÆRILEG VARA, þarf að vera gædd sömu eiginleikum, gæðum (gæðastöðlum), stærð, þyngdar, þykktar eða hvers annars sem við á. Komi upp vafamál mun BYKO (starfsmaður/verslunarstjóri) úrskurða um hvort um sambærilega vöru sé að ræða eða ekki.
  • VERÐVERND nær yfir auglýst verð eða auglýst verðtilboð frá samkeppnisaðilum, þ.m.t verðmerkingar í verslunum samkeppnisaðila.  Viðskiptavinur þarf að geta sýnt fram á að vara sé fáanleg á lægra verði hjá samkeppnisaðila.
  • 20 DAGA VERÐVERND. Finni viðskiptavinur BYKO ódýrari vöru hjá samkeppnisaðila en þá sem hann keypti í BYKO, innan 20 daga frá því kaupin voru gerð, endurgreiðir BYKO mismuninn og 10% af honum að auki. Kaupanda ber að sanna að ekki sé liðinn lengri tími en 20 dagar frá kaupum, ætli hann sér að sækja endurgreiðslu, með t.d. kvittun.
  • SAMKEPPNISAÐILAR eru verslanir á íslenska heimilis- og byggingavörumarkaðnum.
  • VERÐVERND GILDIR EKKI: Verðverndin nær ekki yfir sérstakar útsölur, rýmingarsölur, tilboð til einstakra viðskiptamanna, 2 fyrir 1 tilboð (o.þ.h.), útsölur á gölluðum vörum, vörum í takmörkuðu magni og prentvillum á tilboðum frá samkeppnisaðilum. Þá nær hún ekki yfir vöru sem boðin er til sölu notuð. Tímarit og matvæli (svo sem gos, samlokur og sælgæti) eru undaskilin verðvernd BYKO.
  • LÁGT VERÐ Á ÖLLUM VÖRUM. Skiljanlega er ekki hægt að bjóða verðvernd á vörum sem einungis fást hjá BYKO og eru sannarlega ekki sambærilegar við vörur sem seldar eru hjá samkeppnisaðilum hér á landi. BYKO mun þó kappkosta við að bjóða allar vörur á samkeppnishæfu verði.
  • ENDANLEGT VERÐ. Miða verður við endanlegt verð sem greitt er fyrir vöruna hjá BYKO.
  • VERÐKANNANIR. Í hverri viku gera starfsmenn okkar verðkannanir hjá samkeppnisaðilum. Með þessu leggjum við okkur fram um að bjóða lægra verð. Samt sem áður hvetjum við þig til þess að gera þinn eiginn samanburð því að ef þú finnur vöruna auglýsta ódýrari annars staðar innan 20 daga frá dagsetningu nótu þá endurgreiðum við þér mismuninn, og ekki nóg með það heldur greiðum við þér 10% af mismuninum að auki.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.