Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

CLT einingahús

CLT einingahús - krosslímt timbur

Byggingar úr CLT timbureiningum eru að ryðja sér rúms um allan heim og nú býður BYKO upp á þessa lausn. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af húsum hönnuð og teiknuð af Andersen & Sigurdsson arkitektum. CLT hús hafa marga frábæra kosti: Þetta er hagkvæm og fljótleg leið til að reisa og loka húsum, þau koma tilsniðin og tilbúin til uppsetningar á verkstað og eru í ofanálag vistvæn lausn.

Hafa samband

CLT einingahús - sumarhús
CLT BYKO hús

Húsin fást öll í mismunandi stærðum og mögulegt er fyrir viðskiptavini að hafa áhrif á innra fyrirkomulag í samstarfi við arkitekt, til að mynda við stærð og fjölda svefnherbergja og snyrtinga.

Sérsniðið að þínum þörfum

Krosslímdu timbureiningarnar koma tilsniðnar með öllum úrstökum sem óskað er eftir og tilbúnar til uppsetningar til viðskiptavinar á verkstað. Þegar einingarnar hafa verið reistar eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með klæðningu að eigin vali. Innveggina og loft þarf í raun ekki að klæða, timbureiningarnar geta verið sýnilegar en einnig er hægt að klæða með gipsplötum eða öðru efni að innan.

Boðið er upp á nokkrar tegundir af timbri sem lokayfirborð eininganna. Meðal annars er hægt að fá furu, greni, lerki, þin, birki og eik sem lokayfirborð eininganna.

Kynntu þér ferlið

Fallegt CLT sumarhús með grasi á þakinu
Innandyra í fallegum sumarbústað úr CLT
Traust byggingarefni

Timbur er afar traust byggingarefni sem sýnir sig einna helst í þeirri staðreynd að í dag er verið að reisa háhýsi úr timbri (CLT einingum) víða um Evrópu.

Krosslímt timbur er framleitt undir miklum þrýstingi þar sem plötur eru byggðar upp af timburlögum sem eru límd saman þvert á hvert annað. Þessi aðferð gefur af sér afurð sem er með mjög hátt burðarþol.

Efnið í CLT-einingunum er umhverfisvænt og bindur kolefni sem skiptir miklu máli núna þegar við erum sífellt að leita að umhverfisvænni kostum í allri byggingagerð.

Unnið að því að reisa CLT hús
Unnið innandyra í nýju CLT húsi frá BYKO
Hentugt á jarðskjálftasvæðum

Miðað við stálið þá er CLT sterkara hvað varðar þyngd og eðlismassa. Krosslímda timbrið er einnig afar hentugt á jarðskjálftasvæðum og hafa byggingar úr CLT gefist vel í Japan þar sem jarðskjálftar eru bæði tíðir og öflugir. Einangrunargildi CLT er að sama skapi mun meira í samanburði við steinsteypu upp á þykktina að gera.

Góð einangrun

Mikilvægt er að takmarka kuldabrýr í húsum, sér í lagi sumarhúsum sem standa mörg hver tóm stóran hluta ársins og hitna og kólna með veðurfarinu. Krosslímda timbrið kemur þar sterkt inn og heldur hita mun betur en önnur byggingarefni. Einnig mælum við með að nota loftristar í gluggum sem auka jöfn loftskipti, koma hreyfingu á loftið og stuðla að betriloftgæðum, sem takmarkar enn fremur rakamyndun í hýbýlum.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Hasslacher

CLT sumarhús klætt með ljósum við
CLT sumarhús með verönd
Mismunandi gerðir BYKO CLT einingahúsa

Hér getur þú skoðað þær gerðir húsa sem í boði eru hjá BYKO. Hafðu samband eða komdu við í næstu verslun BYKO fyrir nánari upplýsingar.

Hafa samband

Valmynd