Handflekamót

Rasto/Takko handflekamót

Rasto og Takko mót eru í grunninn það sama en munurinn liggur í stærð og gatafjölda flekanna. Mótin eru sterk en á sama tíma létt.

Mótin henta líka þeim sem ekki hafa aðgengi að krana þar sem stærstu flekarnir eru aðeins 76 kg (90x300). Til í mörgum stærðum.

Rasto mótin henta vel til að gera sökkla því að mótin passa saman við Takko flekana sem er sérhannað sökkulmótakerfi. Mótin eru sterk með 12 cm stálprófíl og þola steypuþrýsting allt að 60 kN/m2.

Þessu mótakerfi fylgja réttskeiðaklemmur sem gera dregara/réttskeiðar óþarfar.

Hægt er að sérpanta fleka í stærðinni 240x300 en þá krefst vinnan við flekann aðgengi að krana. 

Með 3 m háum flekum má nota sama verklag og þekkist hérlendis við notkun á kranamótum þ.e steypa upp fyrir efri brún á plötu án þess að nota upphækkunarfleka. 

Frá því að Byko leiga hóf að kynna þetta mótakerfi árið 2004 hafa mótin notið sívaxandi vinsælda. 

  • Létt og sterk mót
  • Hægt að setja upp án krana
  • Góður endingartími

Hér er að finna upplýsingabækling og notkunarleiðbeiningar

Upplýsingabæklingur

Notkunarleiðbeiningar

Rasto G2

Uppfærsla af Rasto mótum.

Með nýjum viðbótum.

Upplýsingabæklingur

Notkunarleiðbeiningar

Handflekamót Rasto Takko

Tengiliðir

Pétur Jónsson

Sölustjóri

Enok Valsson

Sölufulltrúi steypumót, pallar o.fl.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.