Sláttuvélar

tribox image

Sláttuvél HRG466 46CM

 

Vörulýsing:

Þessi öfluga drifknúna sláttuvél frá Honda er einföld og notendavæn og hentar vel fyrir meðal stórar lóðir. Hún er búin 3 í 1 sláttukerfi með grassafnara, afturkasti og Bio-klip sem getur saxað grasið ef oft er slegið og þá þarf ekki að safna því í poka og hirða.

Öflugur 4,4 hestafla mótor GCV 160.

 

Söluverð m/vsk: 127.990,-

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Drif: 1 hraði

Sjálfvirkt mótor og hnífstopp

Skurðarbreidd: 46 cm

Sláttuhús: stál

Safnari: 55 ltr.

Hraði: 1,0 m / sek.

Skurðarhæð: 19 - 73 mm ( stillingar)

Tankur: 0,77 ltr.

Mál: 1445 x 497 x 980 mm

Þyngd: 31,5 kg

tribox image

Sláttuvél HRG536 VK 53CM

 

Vörulýsing:

Þessi öfluga drifknúna sláttuvél frá Honda er einföld og notendavæn og hentar vel fyrir stórar lóðir. Hún er búin "Smart Drive" hraðastýringu og 3 í 1 sláttukerfi með grassafnara, afturkasti og Bio-klip sem getur saxað grasið ef oft er slegið og þá þarf ekki að safna því í poka og hirða.

Öflugur 4,4 hestafla mótor GCV 190.

 

Söluverð m/vsk: 173.990,-

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Drif: Smart Drive - breytilegur hraði
Sjálfvirkt mótor og hnífstopp
Skurðarbreidd: 53 cm
Sláttuhús: stál
Safnari: 61 ltr.
Hraði: 0 - 1,65 m / sek.
Skurðarhæð: 25 - 87 mm ( stillingar)
Tankur: 0,93 ltr.
Mál: 1621 x 585 x 976 mm
Þyngd: 36,8 kg

tribox image

Sláttuvél HRX537 VY 53CM

 

Vörulýsing:

Þessi öfluga drifknúna sláttuvél frá Honda er hljóðlát og auðvelt að ræsa. Hún hentar vel fyrir stórar lóðir og svæði. Vélin er búin Roto-stop® en það gerir mögulegt að stöðva hnífinn án þess að stöðva mótor td. þegar farið er á milli svæða yfir göngustíga.

VST breytilegur hraði með „Smart Drive“.

Öflug 5,1 hestafla vél, GCV 190 með sjálfvirku stoppi.

 

Söluverð m/vsk: 229.990,-

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Drif: VST - breytilegur hraði
Roto-stop®
Skurðarbreidd: 53 cm
Sláttuhús: Xenoy
Safnari: 88 ltr.
Hraði: 0 - 1,6 m / sek.
Skurðarhæð: 19 - 101 mm (7 stillingar)
Tankur: 0,91 ltr.
Mál: 1621 x 585 x 976 mm
Þyngd: 43,8 kg

tribox image

Sláttuvél HRD536 53CM

 

Vörulýsing:

Þessi öfluga Honda sláttuvél með stiglausu drifi er hljóðlát, einstaklega sterkbyggð og auðveld í gangsetningu. Hún er búin 3 í 1 sláttukerfi með grassafnara, afturkasti og Bio-klip sem getur saxað grasið ef oft er slegið og þá þarf ekki að safna því í poka og hirða. Þessi frábæra vél  hentar einstaklega vel fyrir slátt á stórum lóðum og svæðum og er vinsæl hjá fagfólki.

Hydrostatic stiglaust drif.

Öflugur 4,4 hestafla mótor  GCV 160 með sjálfvirku hnífstoppi.

 

Söluverð m/vsk: 289.990,-

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Drif: Hydrostatic- stiglaust
Skurðarbreidd: 53 cm
Boddy: Ál
Safnari: 83 ltr.
Hraði: 0 - 1,4 m / sek.
Skurðarhæð: 14 - 76 mm (6 stillingar)
Tankur: 0,91 ltr.
Mál: 1575 x 574 x 1018 mm
Þyngd: 49,3 kg

tribox image

Sláttuvél rafhlöðu
HRG 416 XB

 

Vörulýsing:

Þessi sláttuvél er með kraftmikinn kolalausan 1,0 kW mótor og búin nýrri rafhlöðutækni, þessi vél hefur sett nýjan standard í rafhlöðudrifnum sláttuvélum.

Hús vélarinnar er gert úr hágæða stáli sem er óvenjulegt fyrir rafhlöðudrifna vél, yfirleitt er húsið úr plasti. Vélin er stöðug í notkun og slær bensíndrifnum sláttuvélum ekkert eftir í afköstum.

Þessa vél er hægt að nota á lóðir sem eru allt að 350 m2, fer eftir því hvaða stærð af rafhlöðu er valin.

Sláttubreidd er 41 cm og hægt er að stilla 6 mismunandi hæðastillingar 20-76 mm. Safnpoki er 42 lítrar. Handknúin vél.

 

Söluverð m/vsk: 119.990,-

 

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Rafmótor 1,0 kW

Skurðarbreidd: 46 cm

Sláttuhús: stál

Safnari: 42 ltr.

Skurðarhæð: 20 - 74 mm (6 stillingar)

Selt án rafhlöðu og hleðslutækis

Mál: 1415 x 453 x 980 mm

Þyngd: 22,5 kg

tribox image

Sláttuvél rafhlöðu
HRG 466 XB

 

Vörulýsing:

Þessi sláttuvél er með kraftmikinn kolalausan 1,8 kW mótor og búin nýrri rafhlöðutækni, þessi vél hefur sett nýjan standard í rafhlöðudrifnum sláttuvélum.

Hús vélarinnar er gert úr hágæða stáli sem er óvenjulegt fyrir rafhlöðudrifna vél, yfirleitt er húsið úr plasti. Vélin er stöðug í notkun og slær bensíndrifnum sláttuvélum ekkert eftir í afköstum.

Þessi vél er vel hönnuð og með það að markmiði að lágmarka allt viðhald, kemur með safnpoka með miklu loftlæði sem hámarkar söfnun grassins. Mjög þægilegt er að stilla sláttuhæðina með "Versamow" stillingunni. Vélin er rakaþolin og er með IP54 staðal og því óhætt að slá gras þó það sé blautt, jafnvel ef það er rigning. Við mælum samt með því að reyna að slá í þurru veðri.

 

Söluverð m/vsk: 149.990,-

 

 

 

Tæknilegar upplýsingar:

Rafmótor 1,8 kW

Drif: 1 hraði

Skurðarbreidd: 46 cm

Sláttuhús: stál

Safnari: 50 ltr.

Hraði: 0,9 m/sek

Skurðarhæð: 20 - 74 mm (6 stillingar)

Selt án rafhlöðu og hleðslutækis

Mál: 1445 x 497 x 980 mm

Þyngd: 27,5 kg

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.