Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla 2021

Sjálfbærniskýrsla 2021

Við í BYKO gerum okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að innleiða sjálfbærni í reksturinn og taka þar af leiðandi ábyrgð á að komandi kynslóðir ættu ekki vera verr settar en núverandi kynslóðir varðandi hag og velferð manna og dýra í framtíðinni.

5 kjarnamarkmið BYKO úr Heimsmarkmiðum SÞ
Sjálfbærniskýrsla BYKO 2021 - Grafík
Skýrsla ársins

BYKO gaf út í fyrsta sinn samfélagsskýrslu fyrir rekstrarárið 2019 og breytti heiti skýrslunnar í sjálfbærniskýrslu frá rekstrarári 2020 þar sem hugtakið sjálfbærni tekur á fleiri þáttum sem við eiga í skýrslugerðinni. Skýrslan fylgir meginatriðum (core) í viðmiðum Global Reporting Inititative (GRI) sem tóku í gildi 1.júní 2018. Sjálfbærniskýrslur taka á þáttum er snúa að efnahag, samfélagi og umhverfi og ættu að gefa lesanda glögga mynd af viðkomandi rekstrarári.

Ábyrgð okkar í BYKO snýr að okkar eigin rekstri en unnið er í gegnum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að þeim markmiðum sem samræmast hlutverki og kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Ábyrgð okkar snýr einnig að geta boðið viðskiptavinum okkar sem standa í byggingarframkvæmdum upp á valkosti sem snúa að vistvænum byggingarefnum ásamt faglegri ráðgjöf er varðar vistvottunarkerfi. 

BYKO hefur gefið út ítarlega skýrslu um sjálfbærni í eigin rekstri og þau jákvæðu áhrif sem reynt er að hafa út á við, s.s. á birgja og viðskiptavini.

Lesa skýrslu

Starfsfólk BYKO tekur við viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2022
Valmynd