Sjálfbærniskýrsla 2020


BYKO var stofnað árið 1962 af þeim Guðmundi H. Jónssyni og Hjalta Bjarnasyni þar sem þeir opnuðu 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Síðan þá hefur BYKO verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingavörumarkaði sem þjónustar bæði einstaklinga og fagaðila í byggingariðnaði. BYKO rekur byggingarvöruverslanir, leigumarkað og vöruhús í Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri.

Verslanir BYKO

Covid-19 áskoranir

BYKO tókst á við miklar áskoranir við heimsfaraldurinn Covid-19. Í mars 2020 samþykkti forstjóri og virkjaði sóttvarnaráætlun BYKO. Öryggissvið BYKO sá um sóttvarnarskipulag og aðgerðir og voru sóttvarnir öflugar allt árið og í takt við faraldurinn. Virkar forvarnaraðgerðir voru varðandi salerni, snertifleti og sameiginlega aðstöðu starfsmanna. Á tímabili var alveg aðskilin aðstaða viðskiptavina og starfsmanna, viðbragðsteymi var við bæði grunuðum og staðfestum smitum, notkun ákveðinnar aðstöðu hópa á milli starfsmanna var skipt upp til að draga úr líkum á útbreiðslu smita og svo voru sjálfvirkar sprittstöðvar víðsvegar á starfsstöðvum ásamt klútum, hönskum og grímum fyrir alla.

BYKO fylgdi almennum sóttvarnarreglum í samfélaginu. Verslanir voru hólfaskiptar, lögð áhersla á tveggja metra regluna og boðið upp á spritt og grímur fyrir starfsfólk og viðskiptavini. 

Starfsfólk vann í fjarvinnu eins og kostur var og fundir færðir í fjarfundarbúnað á borð við Teams og Zoom og voru rafrænir fundir fyrsti kostur. Starfsmannasamkomur voru settar á bið en fyrirtækið tók upp á að halda rafræna viðburði til að lífga upp á tíðarandann og koma brosi á vör starfsmanna fyrirtækisins við góðar undirtektir.

Öryggissvið BYKO hefur átt í góðum samskiptum við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og skrifstofu Landlæknis og sóttvarnarlæknis. Staðfest Covid-19 smit voru alls 6 hjá félaginu árið 2020. Þegar upp komu staðfest smit var gangsett forvarnaráætlun. Sóttvarnarteymi var kallað út sem sótthreinsar starfstöð fyrir opnun, ef vafi var á dreifingu smita var starfsfólki skipt út tímabundið á starfstöð og nýr hópur kallaður út frá öðrum starfstöðum. Netverslun var stórefld til að koma til móts við þarfir viðskiptavini og stöðug fræðsla viðhöfð á innra neti BYKO Workplace til starfsmanna.

 

Efst á síðu

Umfang rekstrar

Hjá BYKO störfuðu 471 starfsmaður í um 338 stöðugildum. Það eru nokkrar árstíðarbundnar sveiflur og eru ráðnir um 40 sumarstarfsmenn ár hvert. Fjárhæðir eru í þúsundum íslenskra króna. Helstu efnahagsstærðir eru:

Úr rekstrarreikningi
2020
2019
2018

Tekjur

 20.763.951

19.990.786

19.194.634

Rekstrarkostnaður

2.820.999

2.407.567

2.569.702

Laun og launatengd gjöld

3.148.164

3.081.740

2.782.533

Arðgreiðslur

800.000

800.000

800.000

Tekjuskattur

202.641

215.136

302.507

Efnahagslegt framlag

6.971.804

6.504.443

6.454.743

 

Úr efnahagsreikningi
2020
2019
2018

Eignir

6.613.726

5.969.401

6.252.807

Skuldir

4.285.962

3.617.403

4.068.439

Eigið fé

2.327.764

2.351.998

2.184.368

Fjárfestingahreyfingar

51.271

305.390

76.826

 

Starfsmannamál
2020
2019
2018

Laun

2.557.094

2.517.286

2.306.045

Mótframlag í lífeyrissjóð

326.593

318.939

276.939

Önnur launatengd gjöld

264.476

245.514

199.550

Laun og gjöld samtals

3.148.164

3.081.740

2.782.533

Meðalstöðugildi á árinu

339

349*

324

Stöðugildi í lok árs

431

367*

337

*Uppgefin stöðugildi árið 2019 voru ranglega skráð í fyrri skýrslu og eru hér með leiðrétt

Efst á síðu

Vefverslun

Áskoranir í Covid-19 fylgdu einnig vefverslun. Vefsalan fylgdi í raun kúrfunni yfir fjölda smita. Salan jókst gífurlega í fyrstu bylgjunni og datt síðan niður þegar sú bylgja kláraðist. Ágæt sala yfir sumarmánuðina sem er vanalega góð á þeim tíma. Þegar önnur bylgjan skall á haustið 2020 þá kom hún inní bæði netdagana í nóvember og jólasöluna sem er alltaf mikil sala í vefverslun. Afleiðingin var að vefsalan jókst um tæplega 1000% yfir þessa haustmánuði.

Í fyrstu bylgjunni voru 3-4 sendibílar á vegum BYKO sem sinntu akstri innanbæjar, Pósturinn og Flytjandi sáu um sendingar út á land. Haustið 2020 var samið við TVG Express um sendingar innanbæjar og 1 sendibíll var á vegum BYKO sem var í innanbæjar akstri þegar þörf var á viðbótarþjónustu.

Starfsmenn í fyrstu bylgju voru í kringum 15 til 20 og var auðveldara að fá inn aukafólk þar sem skólar voru lokaðir.

Í seinni bylgjunni voru 10 starfsmenn sem unnu fram á kvöld og tók um 8 helgar í röð til að vinna niður gífurlega fjölda pantana. Ein af ástæðunum fyrir þessum mikla fjölda var að boðið var upp á fría heimsendingu á öllum pöntunum í vefverslun í nóvember og desember.

Samanburður milli ára

Sala í vefverslun BYKO
2019-2020

Janúar

-20%

Febrúar

90%

Mars

239%

Apríl

962%

Maí

303%

Júní

298%

Júlí

209%

Ágúst

202%

September

105%

Október

336%

Nóvember

691%

Desember

251%

 

Efst á síðu

Stjórnskipulag

Í stjórn BYKO eru 5 manns, 2 karlmenn og 3 konur. Stjórnin tekur allar stefnumarkandi ákvarðanir, þar með talið ákvarðanir sem tengjast samfélags- og umhverfismálum.  Forstjóri BYKO er yfirmaður umhverfismála. BYKO er með einn starfsmann sem er ábyrgur fyrir umhverfismálum og innleiðingu samfélagsábyrgðar og sjálfbærni og er starfsmaðurinn staðsettur hjá Viðskiptaþróun.

  • Guðmundur Halldór Jónsson - stjórnarformaður
  • Jón Helgi Guðmundsson
  • Iðunn Jónsdóttir
  • Brynja Halldórsdóttir
  • Anna Rún Ingvarsdóttir

 

Nýtt skipurit tók gildi í ágúst 2020. Breytingin fólst í því að framkvæmdastjóri rekstrarsviðs lét af störfum og nýr framkvæmdastjóri tók við starfinu tímabundið. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipurit fyrirtækisins.

Skipurit BYKO 2020

Framkvæmdastjórn samanstendur af forstjóra og framkvæmdastjórum fyrirtækjasviðs, vörustjórnunar- og markaðssviðs og rekstrarsviðs.
 

Framkvæmdastjórn 2020

  • Sigurður Brynjar Pálsson - forstjóri og framkvæmdastjóri smásölusviðs
  • Gísli Jón Magnússon - framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
  • Eggert Kristinsson - framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
  • Sigríður Gröndal - framkvæmdastjóri vörustjórnunar- og markaðssviðs

 

Opna núverandi stjórn og skipurit á vef BYKO

Stjórnarhættir eru óbreyttir frá skýrslu fyrir rekstrarárið 2019 og eru allar upplýsingar þar að finna. Smelltu hér til að skoða.

Efst á síðu

Aðfangakeðja

Vörustjórnunarsvið er ábyrgt fyrir aðfangakeðjunni. Á vörustjórnunarsviði starfa 9 vöruflokkastjórar sem hver um sig ber ábyrgð á ákveðnum vöruflokkum, innkaupum, samningum og samskiptum við birgja. Aðföng BYKO má skipta á eftirfarandi máta:

  • Innlendir birgjar, framleiðendur eða íslenskir umboðsmenn erlendra aðila
  • Erlendir birgjar í eigu systurfélaga BYKO. Þetta eru fyrst og fremst Bergs Timber og BYKO Lat sem eru að hluta til í eigu Norvik, móðurfélags BYKO. Frá þeim birgjum eru keyptir inn gluggar, hurðir og byggingartimbur
  • Aðrir erlendir birgar

 

Hlutfall íslenskra birgja með íslenska kennitölu hækkar milli ára og fer úr 27% í 34% af aðkeyptum vörum og hlutfall erlendra birgja lækkar því milli ára og fer úr 73% í 66%. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að vegna Covid-19 var mikið um seinkanir frá erlendum birgjum og mikil söluaukning hjá BYKO. Því var tekið á það ráð að kaupa vörur frá fleiri innlendum birgjum. 

Vörustjórnunarsvið stjórnar aðfangakeðjunni en hluti hennar er útvistað til 3. aðila

  • Flutningar til Íslands eru með íslenskum skipafélögum, auk þess leigir BYKO flutningaskip til timburflutninga
  • BYKO rekur eitt vöruhús fyrir grófvöru en útvistar einnig lager til vöruhússins Bakkans
  • Flutningur milli vöruhúsa og verslana er útvistað sem og flutningar frá BYKO til viðskiptavina

 

Vöruúrval BYKO felur í sér um 38 þúsund vörutegundir sem eru keyptar inn frá 720 birgjum. Vörunar er mest fluttar sjóleiðis til safnstöðva BYKO sem eru í Rotterdam, Immingham og Arhus. Þar er vörunum safnað saman í heila gáma sem fluttir eru til landsins með Eimskip eða Samskip. Einnig leigir BYKO sín eigin skip og flytur vörur frá Lettlandi með viðkomu í öðrum löndum eins og Svíðþjóð til að sækja vörur. Þegar vörunar koma til landsins fara þær í vöruhús BYKO sem eru þrjú talsins og í öllum vöruhúsunum er farið eftir umhverfisstöðlun og flokkun:

  • Vöruhúsið Kjalarvogur þar sem allar grófari og stærri byggingavörur eru hýstar
  • Lagnalager þar sem lagnir og tengdar vörur eru geymdar
  • Bakkinn vöruhús Festi þar sem verslunarvaran er hýst

 

Áherslur BYKO á vöruúrval eru þær að geta boðið viðskiptavinum vörur í öllum vöruflokkum sem leyfilegt er að nota í Svansvottuð hús og BREEAM vottaðar byggingar. Starfsmaður BYKO sótti BREEAM námskeið til að geta þjónustað fagaðila betur varðandi slíka vottun. Þegar BYKO velur birgja þá horfir fyrirtækið í átt að sjálfbærni og umhverfismálum og hvernig og hversu langt birgjar eru komnir í sjálfbærni. Vörustjórnunarsvið mátar sig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna varðandi innkaup en BYKO vinnur eftir 5 kjarnamarkmiðum er snúa að þeim.

Aðfangakeðja

Inbound ferlið á við flutninga, geymslu og afhendingu vöru sem kemur inn í fyrirtæki.

Outbound ferlið snýr að því að geyma, flytja og dreifa vörum til verslana þar sem viðskiptavinir nálgast vöruna. Miðlægar pantanir í vörugeymslu fara til afhendingar í verslun eða beint til viðskiptavinar.

Skipulagning á Inbound og Outbound ferlum sameinast innan stjórnun aðfangakeðjunnar, þar sem stjórnendur leitast við að hámarka áreiðanleika og skilvirkni dreifikerfa með það að leiðarsljósi að lágmarka flutninga- og geymslukostnað.

Efst á síðu

Alþjóðlegt frumkvæði og samfélagsþátttaka

Á árinu 2020 var lögð áhersla á að hefja innleiðingu á 5 kjarnamarkmiðum sem BYKO leggur áherslu og eru hluti af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi kjarnamarkmið voru valin út frá starfsemi BYKO og er gerð grein fyrir þeirri vinnu í kaflanum um Heimsmarkmiðin.

Áherslur BYKO eru

  • Að minnka losun gróðurhúsaloftegunda í virðiskeðjunni. Það er fyrst og fremst gert með því að skipta út bensín/dísel -bílum, -tækjum og -vélum yfir í farartæki sem nýta umhverfisvænni orkubera eða rafmagn
  • Að auka framboð af minna skaðlegum byggingarefnum, þ.e. byggingarefnum sem ekki eru flokkuð eða grunuð um að innihalda krabbameinsvaldandi efni, hormónatruflandi efni eða hafi áhrif á frjósemi.  Áhersla BYKO er að geta boðið viðskiptavinum byggingarefni og vörur sem má nota í hús vottuð með norræna umhverfismerkinu Svaninum og fyrir vistvottunarkerfið BREEAM
  • Að leggja til gögn til vottunar á þeim vistvænu vörum sem bera mismunandi kröfur á bakvið sig. Umhverfisyfirlýsingar, rekjanleikavottanir og önnur gögn sem vænst er til vottunar í Svaninum og BREEAM
 

Varúðarreglan

BYKO hefur rýnt varúðarregluna og metið hvaða nálgun er best til að mæta henni. Varúðarreglan er fimmtánda meginregla Ríóyfirlýsingarinnar frá 1991 en í henni segir:

„Í því skyni að vernda umhverfið skulu ríki í ríkum mæli beita varúðarreglunni eftir því sem þau hafa getu til. Skorti á vísindalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll.“

Lykilatriði í varúðarreglunni eru „skortur á vísindalegri fullvissu“ og „fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum“. BYKO telur að orkuskipti í samgöngum og vistvænar byggingaraðferðir séu komnar til að vera. Þó svo að enn sé deilt um „vísindalega fullvissu“ er það kostnaðarhagkvæmt og dæmi um góða viðskiptahætti að taka þátt í orkuskiptum og hvetja til vistvænna byggingaraðferða.

Samstarf

Á árinu gekk BYKO til liðs við FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og er þar með komið í hóp fjöldra fyrirtækja sem vinna að sama markmiði að gera betur í samfélags- og sjálfbærnimálum.

BYKO er aðili að eftirfarandi félagasamtökum

Efst á síðu

Hagsmunaaðilar

Hagsmunaaðilum BYKO má skipta í tvennt, innri og ytri hagsmunaaðila.

Hagsmunaaðilar BYKO

Innri hagsmunaaðilar: starfsfólk, viðskiptavinir, verktakar, birgjar

Ytri hagsmunaaðilar: stjórnvöld, eigendur, samstarfsaðilar, menntastofnanir, hagsmunasamtök, félagasamtök

BYKO gerir ekki sérstaka hagsmunaaðilagreiningu á forsendum samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið lætur aftur á móti gera viðhorfskannanir meðal viðskiptavina, starfsmanna og almennings á ýmsum atriðum sem snerta starfsemi fyrirtækisins.
 

Áherslur BYKO varðandi hagsmunaaðila

  • Að gera vöruframboð BYKO vistvænna, þannig að vörurnar verði leyfilegar í umhverfisvottuð hús byggð samkvæmt norræna umhverfismerkinu Svaninum og vistvottunarkerfinu BREEAM
  • Kynna vistvænar byggingaraðferðir fyrir fagfólki svo sem hönnuðum, arkitektum, verkfræðingum, verktökum, iðnaðarmönnum, ákvörðunartökuaðilum og menntastofnunum
  • Samstarf við birgja að skoða hvort núverandi vöruframboð þeirra uppfylli kröfur til að vera notaðar í Svansvottuð hús og vistvottunarkerfið BREEAM

 

Fræðslan hefur verið framkvæmd í gegnum námskeið hjá skólum, opnum fyrirlestrum, verktakafundum og samstarfsverkefnum með birgjum, námskeið voru þó í minna magni en árin áður vegna Covid-19 en rafrænar kynningar jukust og var því þátttaka BYKO með ágætum.

BRE ACADEMY - BREEAM ASSOCIATE

Starfsmaður á Fyrirtækjasviði BYKO sótti BREEAM námskeið til að afla sér réttinda sem BREEAM Associate.

Framkvæmdastjórar BYKO, vöruflokkastjórar og sölumenn á fyrirtækjasviði ásamt utanaðkomandi ráðgjafa unnu að greiningu hagsmunaaðila. Til að meta mikilvæg viðfangsefni var horft til kannana sem fyrirtækið lætur framkvæma meðal viðskiptavina annars vegar og starfsmanna hins vegar. Athugasemdir starfsmanna sem og viðskiptavina koma áleiðis í gegnum ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið, með tölvupósti og í gegnum starfsfólk í verslunum. BYKO er orðið sýnilegra og virkari á markaðnum er varðar sjálfbærniaðgerðir.

Sjónarmið viðskiptavina og starfsmanna endurspeglast meðal annars í efnistökum þessarar skýrslu. Mikilvægi viðfangsefna skýrslunnar má skipta í tvennt: Samfélagsáhrif (fjárhagsleg, umhverfisleg og félagsleg) í innra starfi BYKO og hvernig BYKO getur auðveldað viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu að tileinka sér vistvænar byggingaaðferðir. Viðfangsefnin tengjast einnig Heimsmarkmiðunum sem BYKO leggur áherslu á og er því betur lýst í kaflanum Framtíðarsýn - Heimsmarkmiðin.

Innri áhrif
Ytri áhrif
Heimsmarkmið BYKO

Vistvænt vöruframboð og aðföng

Vistvænar byggingar

Merki - Heimsmarkmið Nýsköpun og uppbygging  Nýsköpun og uppbygging

Fræðsla vistvæn byggingarefni

Vistvænar byggingar

Merki - Heimsmarkmið Nýsköpun og uppbygging  Nýsköpun og uppbygging 
Merki - Heimsmarkmið Ábyrg neysla og framleiðsla  Ábyrg neysla og framleiðsla 

Jafnrétti

Heilbrigt samfélag

Merki - Heimsmarkmið Jafnrétti kynjanna  Jafnrétti kynjanna 

Arðbær rekstur

Heilbrigt samfélag

Merki - Heimsmarkmið Góð atvinna og hagvöxtur  Góð atvinna og hagvöxtur 

Öryggi og vinnuvernd

Heilbrigt samfélag

Merki - Heimsmarkmið Góð atvinna og hagvöxtur  Góð atvinna og hagvöxtur 

Mannauður

Fjölskylduvænt samfélag

Merki - Heimsmarkmið Jafnrétti kynjanna  Jafnrétti kynjanna 

Losun GHL og umhverfismál

Heilnæmt umhverfi

Merki - Heimsmarkmið Ábyrg neysla og framleiðsla  Ábyrg neysla og framleiðsla 

 

Efst á síðu

Um skýrsluna

BYKO gefur út í annað sinn samfélagsskýrslu í samræmi við meginatriði (core) í viðmiðum Global Reporting Inititative (GRI). Skýrslan mun þó kallast sjálfbærniskýrsla frá árinu 2020. Skýrslan fylgir viðmiðum GRI Standards sem tóku í gildi 1.júní 2018. GRI gefur út sérákvæði fyrir fasteigna og byggingariðnað (Construction and Real Estate).  BYKO skoðaði þessi viðmið en mat þau ekki viðeigandi fyrir fyrirtækið.  BYKO er birgi þessara fyrirtækja en ekki byggingarfyrirtæki.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir rekstri starfstöðva BYKO en fyrirtækið rekur verslanir á Akureyri, Suðurnesjum, Selfossi, Reykjavík og Kópavogi. Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir rekstri vöruhúsa í umsjón BYKO í Kjalarvogi og rekstri vörulagers BYKO Leigu, sem er staðsett að Þórðarhöfða í Reykjavík. Vöruhúsaþjónusta sem BYKO úthýsir til 3. aðila, Bakkinn, er ekki hluti af skýrslunni. Vöruflutningar til landsins eru hluti umfangi skýrslunnar en ekki forflutningar erlendis. Flutningar á milli starfsstöðva BYKO eru einnig hluti skýrslunnar en ekki vöruflutningar til viðskiptavina.

Skýrslan afmarkast þannig við starfsemi BYKO en ekki móður- eða systurfélaga. Ofnasmiðja Suðurnesja er rekin á sömu kennitölu og BYKO og því hluti skýrslunnar. BYKO á einnig 25% hlut í Steinullarverksmiðjunni. Steinullarverksmiðjan er hluti af samstæðureikningsskilum BYKO en utan viðfangs þessarar skýrslu.

Nýtt skipurit tók gildi í ágúst 2020. Breytingin fólst í því að framkvæmdastjóri rekstrarsviðs lét af störfum og nýr framkvæmdastjóri tók við starfinu tímabundið. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipurit fyrirtækisins.

Allar upplýsingar í skýrslunni eiga við um árið 2020 nema annað sé tekið fram. Fjárhagslegar upplýsingar í skýrslunni eru fengnar úr endurskoðuðum ársreikningi BYKO. Umhverfisupplýsingar voru fengnar gegnum gagnagátt Klappa frá birgjum BYKO. Tölur frá Klöppum voru bornar saman við upplýsingar frá birgjum. Við útreikninga á losun gróðurhúsaloftegunda er stuðst við losunarstuðla sem Umhverfisstofnun leggur til að séu notaðir til að reikna út losun frá rekstri fyrirtækja (1 útgáfa 2019). Upplýsingar um losun frá flugi eru fengnar frá alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO). Upplýsingar vegna flutninga eru frá viðkomandi flutningafyrirtæki. Gerð er grein fyrir frávikum í upplýsingum og útreikningum þar sem það á við, undir hverjum mælikvarða fyrir sig. Samfélagsupplýsingar, þar með talið mannauður eru fengnar úr innri kerfum BYKO. Umhverfis- og samfélagsupplýsingar voru rýndar af utanaðkomandi sérfræðingi í umhverfismálum, Finni Sveinssyni. 

 

Efst á síðu

Fyrri kafli - Ávarp forstjóra
Næsti kafli - Framtíðarsýn og innleiðing

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.