Sjálfbærniskýrsla 2020

Efnahagur

Efnahagslegt virði skapað og dreift

Úr rekstrarreikningi
2020
2019
2018

Tekjur

 20.763.951

19.990.786

19.194.634

Rekstrarkostnaður

2.820.999

2.407.567

2.569.702

Laun og launatengd gjöld

3.148.164

3.081.740

2.782.533

Arðgreiðslur

800.000

800.000

800.000

Tekjuskjattur

202.642

215.136

302.507

Efnahagslegt framlag

6.971.804

6.504.443

6.454.743

 

Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri sökum loftslagsbreytinga

Bein losun gróðurhúsalofttegunda er fyrst og fremst vegna vöruflutninga og ferða starfsfólks. Ferðir og flutningar eru fyrst og fremst verkefni að takast á við án þess að teljast sérstök áhætta í starfseminni. Ferðir starfsfólk voru í mun minna mæli á árinu vegna Covid-19 og má gera ráð fyrir að þeim fari fækkandi til framtíðar í ljósi þeirra tækifæra sem sköpuðust við að nota tæknibúnað til þess að hittast á fundum, fara á ráðstefnur eða annað.

Stærsta áskorun BYKO varðandi loftslagsbreytingar er innbyggt kolefnisspor í byggingarvörum, þ.e. kolefnislosun við framleiðslu byggingarvara. Það er talið að byggingariðnaðurinn standi fyrir tæplega helmingi allrar losunar koltvísýrings í heiminum en þá er rekstur mannvirkja meðtalinn. Áskorun BYKO og samtímis tækifæri er að finna og bjóða vörur með minna kolefnisspor en þær vörur sem eru ráðandi á markaðnum í dag. Þær vörur sem eru með hátt innibúandi kolefnisspor eru t.d. steypa og múrvörur, álklæðning og einangrun eins og steinull. Tækifæri BYKO felast meðal annars í aukinni áherslu á timbur í byggingum, fjölbreyttu úrvali klæðninga með minna kolefnisspori og íslenskri steinull sem er eina steinullin í heiminum sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum (vatnsafli).

Birgjar          

BYKO skilgreinir íslenska birgja sem birgja með íslenska kennitölu. Vörur íslenskra birgja geta átt sér uppruna erlendis. Hlutfall íslenskra birgja er 34% af aðkeyptum vörum og er hlutfall erlendra birgja því 66%.

Mat á birgjum

Vöruúrval birgja hefur að hluta til verið greint með hliðsjón af því hvort vörurnar séu leyfilegar í Svansvottuð hús eða önnur vottunarkerfi eins og BREEAM eins og lýst er í kaflanum um vistvænt vöruframboð. Einstakir birgjar hafa ekki verið greindir út frá samfélagslegum sjónarmiðum svo sem nauðungar- eða barnavinnu. Birgjasamsetning hefur þó verið skoðuð út frá landfræðilegri staðsetningu þeirra. Megnið af öllum birgjum BYKO eru innan EES eða um 88% og þar af leiðandi um 12% utan EES, að mestu í Asíu. Það eru þeir birgjar sem þyrfti í byrjun að leggja áherslu á að skoða nánar en slíkt hefur ekki verið gert.

 

Efst á síðu

Samfélag

Mannauður

Hjá BYKO starfar að meðaltali 471 árið 2020 sem skiptist eftirfarandi eftir aldri og kyni

Fjöldi

Aldur
<29
30-50
50+
Samtals

KK

151

100

101

352

KVK

59

28

32

119

Samtals

210

128

133

471

 

Hlutfall eftir ráðningarformi og kyni

Kyn
Fullt starf
Hlutastarf
Samtals

KK

61%

15%

76%

KVK

15%

9%

24%

Samtals

76%

24%

100%

 

Konur eru um 24% af starfsfólki fyrirtækisins sem er sambærilegt við síðastliðin þrjú ár en þá var hlutfallið 23%. Í stjórnunarstöðum er hlutfall kvenna aftur á móti nokkuð hærra. Af fjórum framkvæmdastjórum er ein kona og eru konur 40% af verslunarstjórum og í heildina 25% af stjórnendum. Ráðningar í almenn störf árið 2020 voru 100 og skiptust 80 karlmenn og 20 konur. Það er ekki samkvæmt markmiðum BYKO og verður það skoðað nánar fyrir árið 2021 út frá jafnréttisstefnu fyrirtækisins og kjarnamarkmiði BYKO um jafnrétti kynjanna sem er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Á árinu undirbjó BYKO jafnlaunavottun skv ÍST 85:2012. Kynbundinn launamunur hefur ekki verið reiknaður út en er áætlaður um 1-2%. Markmiðið er alltaf að launamunur sé næst núlli á hverju ári. Vottunin hlaust í febrúar 2020. BYKO hefur einnig skrifað undir jafnréttisvog FKA frá fyrra ári, 2019.

Meðalstarfsaldur karla er nokkuð hærri en meðalstarfsaldur kvenna hjá BYKO eða 6,3 ár hjá körlum samanborið við 5,0 ár hjá konum. Meðalfjarvistir vegna veikinda voru 4,2% en það hefur ekki verið greint eftir kyni eða vegna mögulegra vinnutengdra veikinda.

Starfsmannamál og fræðsla

Mannauðsmál á árinu 2020 lituðust mikið af Covid-19 og breyttist forgangsröðun verkefna, verkefni tengd þjálfun og fræðslu urðu minni vegna samkomutakmarkanna. Árið 2021 verða teknar upp nokkrar nýjungar, mikið af fræðslumálum er að færast á rafrænt form og hefur BYKO fjárfest í búnaði til að taka upp fræðslu og er þegar hafin framleiðsla á efni.

BYKO skólinn sem var stofnaður í lok árs 2019 hefur náð að festa sig í sessi og var hann haldinn þrisvar sinnum á árinu 2020. Áhuginn á skólanum hefur verið mikill og hafa margir eldri starfsmenn sýnt skólanum áhuga og hafa óskað eftir að fá setjast á skólabekkinn. Skólinn er hugsaður sem fræðsla fyrir nýja starfsmenn þar sem þeir fá kynningu á rekstrarumhverfi BYKO, gildi fyrirtækisins, sögu þess, hlutverk deilda, söluþjálfun og sjálfstyrkingu. Í þessi þrjú skipti hafa um 30 starfsmenn setið skólann.

Í lok árs 2020 var fenginn ráðgjafi í samstarfi við stéttarfélögin til að útbúa fræðsluáætlun fyrir árið 2021. Sú vinna var unnin með rýnhópavinnu og voru tekin samtöl við 40 starfsmenn og þeir beðnir um að tala um hvað ætti að leggja áherslur á í fræðslu. Niðurstöður úr þessar vinnu eru stjórnendaþjálfun, þjálfun á tölvukerfi og vöruþekkingarnámskeið.

Sérstök fræðsla og þjálfun var haldin fyrir sölusóknarhóp BYKO um BREEAM vistvottunarkerfið og starfsmenn þjálfaðir upp í að þekkja skil á umhverfisvænum byggingarefnum og tilgang. Markmiðið er að geta aðstoðað viðskiptavini  með  þekkingu og þar sem þekkingin á Íslandi er af skornum skammt komin þá er BYKO að bera ábyrgð sem hluti af virðiskeðjunni um vistvænt vottunarkerfi. Í október 2020 var síðan haldin almenn kynning á BREEAM nýjungina fyrir öllu starfsfólki, kynningin var sú fyrsta sem var haldin rafræn í beinni útsendingu á vefnum og tókst vel til og var vel sótt.

BYKO býður starfsmönnum reglulega upp á flensusprautur og heilsufarsmælingar í samstarfi við Vinnuvernd. Í heilsufarsmælingunni er farið yfir mittismál, blóðþrýsting, blóðfitu, blóðsykur, hreyfingu, tóbaksnotkun og álag í starfi. BYKO fær skýrslu með upplýsingum um heildarástand starfsmanna fyrirtækisins (meðaltöl) en ekki niðurstöður fyrir hvern og einn. Samtals nýttu 89 starfsmenn sér heilsufarsmælinguna. Samkvæmt samantekt skýrslunnar kemur starfsfólk BYKO ágætlega út úr heilsufarsmælingunum. Flest meðaltöl eru með svipuð gildi og meðaltöl úrtakshóps Vinnuverndar ehf.

BYKO lét líka framkvæma samfélagslegt áhættu mat í lok árs 2020. Það mælir álag og tíðni áreitnis og eineltis. Helstu niðurstöður þessara könnunar að margir starfsmenn voru að upplifa töluvert álag árið 2020 sem skrifast að hluta til á Covid-19 sem hafði mikil á hrif á vinnuumhverfi starfsmanna. Mikið um breytingar og söluaukning mikil. Hins vegar hefur starfsánægja aukist á árinu. Í mælingu VR í byrjun árs 2020 var starfsánægja 4,1 á 5 punkta kvarða en í samfélagslega áhættumatinu var starfsánægjan 4,22. Það var svo ákveðið í lok árs 2020 að taka aftur upp HR Monitor mælingar þar sem starfsánægja er mæld þrisvar sinnum á ári.

Starfsmönnum hefur boðist að gera samgöngusamning við BYKO síðustu 2 ár og í árslok nýttu 37 starfsmenn sé þann möguleika. Markmiðið var að ná upp í 50 starsmenn fyrir árið 2020 en Covid-19 spilaði ansi stóran þátt í því að það gerðist ekki. Styrkurinn er 7.500 kr á mánuði. Starfsmönnum stendur einnig til boða líkamsræktarstyrkur upp á 25.000 kr.

Dagleg upplýsingagjöf og fræðsla er í gegnum Workplace. Árið 2019 voru um 90% starfsmanna búnir að fá boð um aðgang að Workplace. Í lok árs 2020 voru allir starfsmenn búnir að fá boð um að stofna aðgang og um 90% þeirra búnir að stofna aðgang. Upplýsingum er einnig streymt á skjái á skrifstofusvæðum og oftar en ekki með léttu ívafi til að létta lund og ná fram brosi.

Öryggi og vinnuvernd

Öryggissvið BYKO sér um málefni vinnuverndar hjá BYKO og starfa þriggja manna öryggisnefndir á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Nefndirnar eru sjö talsins og í þeim er öryggistrúnaðarmaður starfsfólks (kosinn af starfsmönnum), stjórnandi á starfsstöð (öryggisvörður) og öryggisstjóri BYKO.

Meginverkefni öryggissviðs og -nefnda eru:
  • Stefnumörkun, þróun og umbótastarf í öryggis- og vinnuvernd
  • Þjálfun og fræðsla
  • Vinnuvernd og öryggi starfsmanna
  • Innra og ytra eftirlit með vörurýrnun
  • Rekstur öryggiskerfa
  • Áhættumat, innleiðing og eftirlit

 

Forgangsmál ársins voru gerð áhættumats, endurunnin áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og innleiðing á þeirri áætlun. Á árinu var áhættumat framkvæmt, neyðaráætlun útbúin sem og öryggishandbók. Allir fulltrúar í öryggisnefndum hafa einnig fengið viðeigandi námskeið í öryggis- og vinnuverndarmálum.

Heimsfaraldur Covid-19 farsóttarinnar gjörbreyttu öllum áætlunum í starfseminni og voru fyrirhugðum fræðslufundum í langflestum tilfellum frestað um ófyrirséðan tíma.

Öryggisstefna og vinnuverndarstefna voru samþykktar af forstjóra og gefnar út samhliða öryggishandbókum. Á árinu voru haldin 12 öryggisnámskeið fyrir starfsmenn og sóttu um 100 starfsmenn námskeiðin. Mun færri námskeið voru haldin en fyrirhuguð voru og mun færri starfsmenn sem þau sátu en undir eðlilegum kringumstæðum og er það heimsfaraldur sem hefur stýrt aðgengi að fræðslu á árinu og því ákveðið að fara áfram með rafræna fræðslu sem getur þá haldið áfram óháð ástandi í heiminum.

Mannauðssvið BYKO undirbýr á árinu 2021 innleiðingu á rafrænu fræðslukerfi og þagnað mun öll rafræn fræðsla öryggissviðs fara inn og vera bæði skyld að hluta en einnig valkvæð fyrir starfsmenn.  Stjórnendur hafa fengið eigin fræðsluflokka og fræðsluefni og er sérstök áhersla lögð á öryggismenntun stjórnenda á árinu 2021.

Öryggisstjóri stýrir sviðinu sem telur fimm starfsmenn með vörutalningarhópi. Á skrifstofu BYKO er einnig starfsmaður sem hefur innra eftirlit að sínu aðalstarfi og heyrir hann undir öryggisstjóra félagsins. Hlutverk hans er að hafa eftirlit með því að viðeigandi verklagsreglum sé fylgt í daglegum rekstri félagsins. Í því skyni er m.a. beitt sérhæfðum upplýsingakerfum. Starfskona bættist við öryggissvið í lok árs, hennar hlutverk er að skipuleggja, útbúa og innleiða sí talningar hjá öllum deildum BYKO og heyrir hún undir öryggisstjóra. Staðföst trú fyrirtækisins er að stöðugar daglegar vörutalningar gefi besta mynd af raunstöðu birgða og rýrnun hjá félaginu heilt yfir og gefi færi á snörum viðbrögðum við óvæntum aðstæðum sem geti bætt flæði varnings og aukið hagnað félagsins.

Markvissar daglegar úttektir á birgðastöðu auðvelda birgðastýringu og eflir innkaupa- og pöntunarferli fyrirtækisins.

Áhættumat og hætta á spillingu

BYKO gerir úttektir á helstu áhættuatriðum í rekstri fyrirtækisins á 6 mánaða fresti. Helstu áhættuþættir sem hafa verið greindir í þessum úttektum eru misnotkun afsláttar í sölukerfi, misferli starfsmanna, aðgangur óviðkomandi að lagersvæðum og svikatilraunir í gegnum tölvupóst og netsamskipti.

Fyrirtækið leggur áherslu á að minnka möguleg misferli á ýmsan máta. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp á öllum starfsstöðvum þar sem slíkt er heimilt út frá persónuverndarsjónarmiðum. Stjórnendur, næstráðendur og lykilsstarfsmenn hafa fengið fræðslu um verklagsreglur gegn spillingu. Fjórir birgjar hafa verið í samstarfi við BYKO til að greina mögulega áhættu á svikastarfsemi auk þess sem hluti verktaka sem annast störf á athafnasvæði BYKO hafa fengið fræðslu varðandi áhættu á spillingu.

Á árinu komu 953 mál á borð öryggisdeildar. Langstærstur hluti þessara mála eru tengd þjófnaði viðskiptavina eða um 71%. Um 24% eru öryggisatvik og óhöpp. Sum þessara öryggisatvika eru atvik sem eru BYKO óviðkomandi, svo sem árekstrar eða sambærilegt á bílastæðum utan við verslanir BYKO. Engin atvik leiddu til þess að viðskiptasamningum var sagt upp. Aftur á móti fengu 5 starfsmenn áminningu eða uppsögn vegna atvika á árinu og þar af uppsögn eins stjórnanda í ábyrgðarstöðu.

Efst á síðu

Samkeppni

Samkeppnishamlandi hegðun

Með ákvörðun dagsettri 15. maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að BYKO hefði brotið gegn samkeppnislögum og var Norvík, móðurfélagi BYKO, gert að greiða 650 millj. kr. vegna hinna ætluðu brota. Með úrskurði áfrýjunarnefndar sammkeppnismála í október 2015 var fjárhæðin lækkuð í 65 millj. kr. Þeirri niðurstöðu var mótmælt af báðum aðilum málsins, annars vegar gerði Samkeppniseftirlitið þá kröfu að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og hins vegar höfðuðu BYKO/Norvík til  ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar og að sekt verði felld niður eða að hún verði lækkuð verulega. Héraðsdómur hækkaði sekt félagsins árið 2018 í 400 millj. kr. og var þeirri niðurstöðu áfrýjað til Landsréttar og á árinu 2019 lá fyrir niðurstaða Landsréttar þar sem sektin var lækkuð í 325 millj. kr. Niðurstaða Hæstaréttar í upphafi árs 2021 var að sekt yrði að nýju hækkuð í 400 millj. kr. og telst sú fjáhæð endanleg. Fjárhæðin hefur verið greidd og eru 75 millj. kr. færðar meðal annars rekstrarkostnaðar á árinu 2020.

Efst á síðu

Umhverfi

Efnisnotkun

Gerð er grein fyrir efnisnotkun í daglegri starfsemi BYKO en vörur til endursölu eru ekki taldar með.

Prentefni

Árið 2020 var prentun á BYKO blaðinu minnkuð úr 7 í 5 blöð á árinu. Árin þar á undan gaf BYKO út að meðaltali 10 blöð á ári. Markmið fyrir árið 2020 var að minnka notkun pappírs enn frekar og auka vægi rafrænna útgáfna sem hefur verið framfylgt. Allt prentefni var keypt frá prentsmiðjunni Litla Prent sem er Svanvottuð prentsmiðja.

Skrifstofupappír

Notkun skrifstofupappírs má skipta í þrennt; reikninga og greiðsluseðla, Rent-A-Prent og síðan aðra skrifstofuprentun. Heildarnotkun á þessu var um 1,3 milljón blöð sem samsvarar 6.597 kg af pappír en á árinu á undan 1,6 milljón blöð eða 8.010 kg. Allur pappír er merktur með Evrópublóminu.

Heildarnotkun

Ár
2020
2019
 

Fjöldi blaða í milljóna stk

1.301.600

1.604.000

Þyngd pappírs í kg

6.597

8.010

 

Reikningar eru um 77% af pappírsnotkun og ekki eru lengur sendir út greiðsluseðlar. Stefnt var að því að minnka pappírsnotkun um að minnsta kosti 50% á árinu 2020 frá fyrra ári en raunminnkun er 18%. Markmið fyrir 2021 er ennþá að minnka um 50% frá árinu 2019. 

Rent A Prent

Prentun í gegnum Rent A Prent minnkaði um 281.460 blöð milli áranna 2019-2020 og hefur þar Covid-19 áhrif á þar sem fjöldi starfsmanna var í fjarvinnu. Árið áður hafði prentun minnkað um rúmlega 170 þúsund blöð milli áranna 2018-2019.

Ár
2020
2019
2018

Fjöldi blaða í þúsundum stk

162.500

443.960

613.973

 

Pokanotkun

BYKO notaði plastpoka í tvennum tilgangi, annars vegar sem burðarpoka og hins vegar sem sjálfsafgreiðslupokar fyrir smávörur svo sem skrúfur. Á árinu voru engir plastpokar keyptir en birgðir kláraðar. Engin plastpokanotkun eftir árið 2020.

Notkun poka var eftirfarandi

Tegund
2020
2019
2018
 

Plastburðarpokar

49.301

67.808

87.478

 

Bréfburðarpokar

18.663

17.300

 

 

Litlir plastburðarpokar

 

56.900

135.700

 

Litlir bréfpokar

123.066

155.630

20.000

 

Þar af endurunnir

121.500

149.600

20.000

 

Fjölnotapokar

254

459

693

 

Hnútapokar rúllur (100)

87

1.000

1.500

áætlaðar tölur

 

Ræstingar

Ræstingar eru aðkeypt þjónusta fyrir verslanir og skrifstofur BYKO. Eftirfarandi þjónustuaðilar þjónusta BYKO:

AÞ-Þrif ehf Svansvottun
  • BYKO Breidd               
  • BYKO Grandi                
  • BYKO Kjalarvogur         
  • BYKO Þórðarhöfði        
  • BYKO Selfoss            

Á árinu 2020 voru keypt af þjónustuaðilanum: 71,3 lítrar af ræstiefnum og þar af var 94% umhverfisvottað

Allt Hreint ræstingar ehf
  • BYKO Suðurnes  

Á árinu 2020 voru keypt af þjónustuaðilanum: 55,0 lítrar af ræstiefnum og þar af var 13% umhverfisvottað

Þrif og ræstivörur ehf
  • BYKO Akureyri             

Á árinu 2020 voru keypt af þjónustuaðilanum: ​54,0 lítrar af ræstiefnum og öll efni vottuð af ISO14001 og WEIR

 

Orkunotkun

Eldsneytisnotkun

Eldsneytisnotkun stafar fyrst og fremst vegna eigin bíla og tækja og skiptist í bensín og gasolíu (litaða og ólitaða). 

Ár
2020
2019
2018
2017

Eldsneyti í dm3

113.373

115.405

122.327

123.963

Losun CO2 í tonnum

299,4

304,4

323,3

327,1

 

Áherslur fyrirtækisins á því að skipta út hluta tækja- og bílaflota úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn virðist því vera að skila árangri. Þrátt fyrir árangur og minnkun á eldsneytisnotkun þá hefði minnkunin venjulega orðið lægra en vegna Covid-19 þá jókst vefverslun og þar af leiðandi eldsneyti á bíla í heimkeyrslu.

Rafmagn og upphitun

Tölur um rafmagn og upphitun eiga við um allar starfstöðvar BYKO með undantekningu fyrir lager leigudeildar að Þórðarhöfða og verslun BYKO á Granda þar sem fasteignir eru ekki í eigu fyrirtækisins.

Heildartölur:

Tegund orku
2020
2019
2018

Rafmagn (kWh)

2.562.570

*2.783.331

2.922.264

Losun CO2 í tonnum

25,11

27,28

26,88

 

 

 

 

Heitt vatn (m3)

76.632

**93.164

91.370

Losun CO2 í tonnum

39,34

48,34

46,91

Losun C02 í tonnum skv. Umhverfisstofnun

***0

***0

***0

 

*Tölur frá 2019 (kWh) eru breyttar frá fyrra ári þar sem álestur hefur verið uppfærður
**Tölur frá 2019 (m3) eru breyttar frá fyrra ári þar sem álestur hefur verið uppfærður
***Losunarstuðlar 3ja útgáfa 2020 https://ust.is/loft/losun-grodurhusalofttegunda/losunarstudlar/

Losun er reiknuð út frá stuðlum fyrir hvert ár fyrir sig frá Umhverfisstofnun.

Greining á notkun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla starfsmanna

Settar voru upp fjórar hleðslustöðvar í apríl 2019 og tveimur bætt við í desember 2019. Mælingar hófust þó ekki fyrr en í desember 2019 og voru þá tekin saman gögn fyrir sex hleðslustöðvar. Á árinu 2020 hafa fleiri starfsmenn skipt yfir í eigin rafmagnsbíla og hafa þá geta nýtt sér að hlaða sér að kostnaðarlausu og glöggt má sjá aukninguna milli mánaða þrátt fyrir fjöldi starfsmanna fór í heimavinnu á Covid-19 tímum.

Niðurstaðan fyrir árið, 17.804,2 kWh, samsvarar meðalnotkun 4-5 heimila á ári.

Rafmagn (kWh)
2020
2019

Janúar

1.941,1

 

Febrúar

1.620,2

 

Mars

950,0

 

Apríl

686,6

 

Maí

1.358,0

 

Júní

1.085,8

 

Júlí

993,7

 

Ágúst

1.230,6

 

September

2.012,3

 

Október

1.931,7

 

Nóvember

1.968,2

 

Desember

2.026,0

867,3

Samtals fyrir árið

17.804,2

867,3

 

Flugferðir starfsmanna

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir flugferðum starfsmanna innanlands og erlendis. Flugferðum fækkaði á árinu vegna Covid-19. Ekki hafa verið greindar tölur fyrri ára fyrir innanlandsflugið en tölur frá fyrri árum vegna flugferða innanlands gefa til kynna að losun BYKO vegna innanlandsflugs var 10% af losun vegna flugs erlendis. 

2020
Flug innanlands
Flug erlendis
Samtals

Fjöldi ferða

170

24

194

Losun CO2 í tonnum

6,8

8,8

15,6

 

Með fjölda ferða er átt við ferðir til og frá Íslandi. Losun á við allar flugferðir, þar með talið á milli áfangastaða erlendis.

Vöruflutningar

Vöruflutningar eru flutningar til landsins og innanlandsflutningar. Vöruflutningar til landsins eru sjóflutningar en þar nýtir BYKO bæði Samskip og Eimskip en er einnig með leiguskip sem flytur timbur og járn frá Lettlandi. Eldsneytistölur koma frá Eimskip og Samskip. Tölur frá Eimskip eru skipaflutningar til landsins en tölur Samskipa eru skipaflutningar með forflutningum erlendis. Tölur fyrir leiguskipið eru losunartölur reiknaðar út frá greiddu eldsneytisgjaldi sem þarf ekki að endurspegla nákvæma eldsneytisnotkun. Vöruflutningar innanlands eru flutningar á milli starfstöðva BYKO.

Upplýsingar sem eru enn sem komið er utan við umfang BYKO eru hraðsendingar til landsins með flugi sem og flutningar frá starfsstöðvum BYKO til viðskiptavina.

Heildarvöruflutningar til landsins námu um 50.291 tonni og var losun gróðurhúsalofttegunda vegna þeirra 3.680 tonn af CO2e.

Losun vegna vöruflutninga til og frá landinu og vegna flutninga til vöruhúsa
Eimskip, Samskip, timburskip. Tölur vegna fraktflugs er ekki meðtalið.

Ár
2020
2019

Heildarvöruflutningar til landsins Tonn

50.291

55.000

Losun skipaflutninga Tonn CO2

2.852

3.072

Losun innanlands Tonn CO2

828

776

Heildarlosun CO2

3.680

3.848

 

Meðhöndlun úrgangs

Terra sér um megnið af úrgangsmeðhöndlun eða um 90% fyrir BYKO og taka endurvinnsluleiðir mið af þeirri þjónustu sem Terra býður. Annar úrgangur fer til Sorpu eða Íslenska Gámafélagsins.

Úrgangur kg
2020
2019
2018
2017

Blandaður úrgangur

117.077

147.652

137.691

97.275

Grófur úrgangur

149.640

198.011

161.760

179.590

Timbur - hreint

289.542

217.600

111.090

111.700

Timbur - blandað

148.280

226.350

257.150

235.500

Gips

118.220

165.940

63.710

49.100

Málmar

32.638

25.285

23.780

27.980

Jarðefni og gler

8.137

22.281

3.420

12.460

Önnur endurvinnsluefni

144.342

138.103

113.560

114.634

Jarðgerð / molta

3.633

2.127

558

916

Spilliefni og raftæki

8.897

1.748

n/a

n/a

Annað ótilgreint

4.538

8.687

n/a

n/a

Samtals

1.024.944

1.153.784

872.719

829.155

 

Um 74% af úrganginum var flokkaður og 26% ólokkaður. Þetta er bæting frá fyrra ári en árið 2019 var 70% af úrganginum flokkaður en 30% var óflokkaður. Af flokkaða úrganginum fór hluti í förgun, þ.e. urðun eða brennslu. Munar það mest um jarðefni, gler og gifs en gifs er flokkað sér og urðað þar sem ekki má urða það með öðrum úrgangi. Hlutfall úrgangs sem fór til endurvinnslu var 50%.

Ákveðið var að birta ekki tölur um losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá meðhöndlun úrgangs í þessari skýrslu. Upplýsingar frá þjónustuaðilum samanborið við tilmæli Umhverfisstofnunar hvernig beri að reikna losun eru nokkuð misvísandi. Sem dæmi má nefna að samkvæmt útreikningum frá Klöppum var losun GHL vegna úrgangs sem fór í endurvinnslu rúm 200 tonn meðan að Umhverfisstofnun segir „Þeir úrgangsstraumar sem fara í endurvinnslu valda engri losun og hafa því losunarstuðulinn 0“.

 

Losun gróðurhúsalofttegunda

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á árinu var 4.020 tonn og skiptist eftirfarandi

Uppruni losunar
Tonn Co2
2020
Tonn CO2
2019
Tonn CO2
2018

Samgöngur / eldsneyti

299,4

304,4

323,3

Raforka og upphitun

25,11

27,28

26,88

Flug innanlands og erlendis

15,6

*67,3

*66,7

Vöruflutningar alls

3.680

3.848

n/a

Meðhöndlun úrgangs

n/a

n/a

n/a

Samtals

4.020,11

4.246,98

n/a

Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum

1.200

n/a

n/a

*Árið 2019 og 2018 var eingöngu reiknað fyrir flug erlendis

Sé losun fyrirtækisins sett í samband við umfang fyrirtækisins þá var velta BYKO á árinu 2020 20.763.951 milljónir. Losun í CO2eq var því 193,6 g/milljón í veltu og hefur því lækkað úr 212 g á hverja milljón í veltu eða niður um 8,7%.

 

Önnur losun

Önnur verulegu losun á sér ekki stað frá BYKO. Það á sér ekki stað nein losun á ósoneyðandi efnum. BYKO heldur ekki saman upplýsingum um losun á köfnunarefnisoxíð (NOx), brennisteinsoxíð (SOx) eða öðrum lofttegundum þar sem fyrirtækið hefur enga framleiðsluferla sem losa NOx eða SOx.  Það væri einna helst vegna skipaflutninga. Timburskipið sem BYKO er með á leigu notar gasolíu (Marin Gasoil) með brennisteinsmagni undir 0,1%. Losun í opna viðtaka svo sem vatn eða jarðveg er ekki viðeigandi. Allt frárennsli er tengt við skólpkerfi viðkomandi sveitarfélags.

Efst á síðu

Fyrri kafli - Framtíðarsýn og innleiðing
Næsti kafli - Markmið 2020

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.