Sjálfbærniskýrsla 2020

Sjálfbærnistefna

Byggingar eru ábyrgar fyrir 40% af orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og getur byggingarmarkaðurinn aukið sjálfbærni og dregið úr loftlagsáhrifum með aðgerðum. Hann getur lágmarkað kolefnisspor mannvirkja með því að velja byggingarefni með lágt kolefnisspor og BYKO er þar með hluti af virðiskeðjunni að geta boðið markaðnum upp á vistvæn byggingarefni og stuðlað að betri framtíð.  

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma.

BYKO hefur sett sér heildstæða sjálfbærnistefnu byggða á þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækið vinnur að. BYKO mun leggja áherslu á sjálfbærni sem tekur á umhverfis- félagslegum- og efnahagsmálum.

Skipting sjálfbærnistefnu

  • BYKO sem vinnustaður
    Jafnréttismál og umhverfismál
     
  • Viðskiptavinurinn
    Þjónusta, fræðsla, samstarf og vistvæn byggingarefni
     
  • Aðfangakeðjan
    Birgjar, mannréttindi og vinnuréttindi
     

Með því að skipta stefnunni niður þá sést betur hvernig fyrirtækið stendur sig gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og birgjum. Þá er auðveldara að greina hvar fyrirtækið getur bætt sig.

Opna sjálfbærnistefnu BYKO

 

Efst á síðu

Umhverfisstefna

BYKO hefur töluverð umhverfisáhrif í sinni eigin starfsemi. Mest eru umhverfisáhrifin þó í gegnum þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Fyrirtækinu ber því skylda að leggja áherslu á vöruframboðið ekki síður en eigin starfsemi. Umhverfisstefna BYKO hefur þrjú meginþemu, vistvænt vöruframboð, fræðslu til viðskiptavina og innra starf.

Umhverfisstefnuna er að finna á heimasíðu BYKO ásamt ýmis konar fræðslu um vistvæn byggingarefni og vöruframboð BYKO á þeim, þýðingu umhverfismerkja, upplýsingar um vottunarkerfin BREEAM og Svaninn og upplýsingar um vottað timbur. Einnig er að finna nákvæma flokkunarhandbók fyrir byggingarúrgang sem nýtist bæði starfsfólki BYKO sem og öðrum á byggingarmarkaðinum. Við skilgreiningu á vistvænu vöruframboði BYKO komu upp ákveðin álitamál sem snerta rétta upplýsingagjöf til viðskiptavina. Það er hluti af skyldu okkar að fræða viðskiptavini um umhverfismál, sú fræðsla verður samtímis að vera rétt og hlutlaus. Álitamálin fjalla annars vegar um það hvernig hægt er að segja að vara sé leyfileg í Svansvottað hús án þess að varan sé sjálf Svansvottuð og hins vegar hvort og þá hvernig skuli vinna með rekjanleika svo hægt er að staðfesta að timbur komi frá sjálfbærri skógrækt.

Umhverfisstefna BYKO
 

 

 

Vistvænar vörur

BYKO leggur áherslu á í gegnum umhverfisstefnu fyrirtækisins að geta boðið viðskiptavinum upp á vistvænt vöruúrval í öllum vöruflokkum.


Svanurinn

Svanurinn merkiBYKO býður upp á vöruúrval sem er leyfilegt í Svansvottaðar byggingar, hvort sem þær vörur séu Svansvottaðar eða hafa þá fengið samþykki frá Umhverfisstofnun sem leyfilegar vörur sem Svanurinn samþykkir. Í stuttu máli þýðir það að efna- og byggingavörur mega ekki vera flokkaðar eða innihalda efni sem eru skilgreind sem krabbameinsvaldandi, geta valdið erfðabreytingum eða haft áhrif á starfsemi innkirtla. Auk þess bannar Svanurinn vissa efna- eða vöruflokka sem af öðrum ástæðum eru talin sérstaklega varasöm fyrir heilsu fólks eða umhverfið. Ástæða fyrir þessari áherslu BYKO er að kröfur fyrir vörur sem eru leyfilegar í Svansvottuð hús eru strangari en flest önnur vottunarkerfi gera ráð fyrir. Í verslunum BYKO eru leyfilegar vörur þær vörur sem Svanurinn hefur samþykkt að megi nota í Svansvottuð hús og þýðir eingöngu að vörurnar hafa verið rýndar með tilliti til hvort þær innihaldi ákveðin skaðleg efni samkvæmt efnalöggjöf Evrópusambandsins. Nánari greining á vörunum hefur ekki farið fram.

Svansvottaðar vörur hafa aftur á móti farið í gegnum lífferilsgreiningu þar sem að skoðuð hafa verið umhverfisáhrif vörunnar á öllum stigum hennar, framleiðslu, notkun og förgun. Kröfurnar á bak við umhverfisvottaðar vörur eru því mun strangari en fyrir vörur sem eru eingöngu leyfilegar í Svansvottað hús.

Munur á milli Svansvottaðra og leyfilegra vara veldur ákveðnum vandamálum í upplýsingagjöf. BYKO vill ekki gefa til kynna að leyfilegar vörur séu umhverfisvottaðar en samtímis benda á að þarna eru samt vörur sem er búið að greina út frá ákveðnum eiginleikum.

  • Leyfilegar vörur má augljóslega ekki merkja með Svaninum en þarf samt að gefa til kynna á einhvern máta. BYKO velti fyrir sér á árum áður að gera sér merki yfir leyfilegar vörur. Slík sérmerki geta ruglað neytendur og gefið í skyn að vörurnar séu vottaðar. Ákveðið var því að hafa við þessar vörur textann „Leyfilegt í Svansvottað hús“ án allra merkja


Munurinn á milli vottaðra og leyfilegra vara er eftirfarandi:

  • Umhverfisvottun nær yfir allan líftíma vörunnar, framleiðslu, efnainnihald, notkun og förgun
  • Leyfilegar vörur ná eingöngu yfir efnainnihald vörunnar

 

BYKO tók þátt í verkefni með Visthús, þar sem fyrsta Svansvottaða einbýlishúsið var byggt árið 2017. Þaðan spratt mikill lærdómur og þekking á Svansvottuðum verkefnum og á árinu 2020 fór BYKO í samstarf á öðru slíku verkefni með Visthönnun. Eigendur Visthönnunar munu leggja lokahönd á byggingu þessa einbýlishúss á árinu 2021.

www.visthus.is
Visthönnun á Facebook


BREEAM vistvottunarkerfi

Á árinu 2020 fór fyrirtækið að skoða vöruframboð fyrirtækisins fyrir vistvænar vörur sem væru nothæfar í BREEAM vottuð verkefni.  Vistvottunarkerfið tekur á mörgum þáttum eins og byggingarefnum, gæða- og umhverfisstjórnun, heilsu og vellíðan, orku, samgöngum, vatnsnotkun og nýtni, úrgang, landnotkun, mengun og nýsköpun. Kerfið byggist á stigagjöf þar sem frammistaða er metin út frá ofangreindum þáttum. Flest allar byggingar falla undir viðmið BREEAM, skólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði en hingað til hefur ekki BREEAM fallið undir íbúðabyggingar enn sem komið er.


Vistvænt vöruframboð

BYKO ber ábyrgð á að koma upplýsingum til neytenda á framfæri. Vistvænt vöruframboð er sýnilegt og aðgengilegt á heimasíðu fyrirtækisins. Á árinu hefur verið unnið mikið í kortlagningu á vistvænum vörum, hvaða vörur bera með sér ákveðin gögn sem eru áreiðanleg, ýmsar vottanir og umhverfisyfirlýsingar sem eiga við stigagjöf í BREEAM vistvottunarkerfið, sem gerir þá viðskiptavinum kleift að sækja þau gögn í gegnum heimasíðu BYKO. Með þessu vill fyrirtækið stuðla að sjálfbærni, geta útvegað réttar byggingarvörur fyrir rétt vottunarkerfi og þjónustað viðskiptavinina með því að afla réttra gagna fyrir vörurnar.

Á árinu var farið í kynningarherferð á þessari nýjung varðandi aðgengileg gögn fyrir BREEAM vistvottunarkerfið og beindust fyrstu samtölin við verkfræðistofur og arkitektastofur. Með því að eiga það samtal skapast meiri þekking milli viðskiptavina og fyrirtækis og er það hlutverk BYKO að koma á framfæri þeim upplýsingum sem viðkoma byggingarefnum.

Á heimasíðu BYKO má finna þær vörur sem bera Svansvottun eða eru leyfilegar í Svansvottaðar byggingar og þær vörur sem henta í BREEAM vottunarferlið. Þær eru að finna undir flokknum “Byggingarvörur” þar sem búið er að raða saman öllum vottuðum vörum undir heitið “Grænni byggingar” til að auðvelda aðgengi viðskiptavina. Þegar smellt er á vöru má finna hvort varan sé vottuð, rekjanleg eða beri önnur gögn sem nýtast í viðkomandi vistvottunarferli. Þar má ýmist finna EPD umhverfisyfirlýsingu, VOC vottun eða FSC vottun. Vörulista sem er vísir að vöruvali fyrir byggingu á vistvænu húsi er einnig að finna á vefsvæði BYKO.

Áherslan á árinu 2021 er að auka framboð af vistvænum vörum og hefur BYKO greint vöruframboð nokkurra lykilbirgja með hliðsjón af viðmiðum Svansins annars vegar og BREEAM hins vegar.

Grænni byggingar

 

Rekjanleiki timburs

Allt timbur sem BYKO kaupir inn kemur úr sjálfbærri skógrækt. Helstu merki fyrir sjálfbæra skógrækt eru Forest Stewardship Council (FSC) og Programme forthe Endorsement of Forest Certification (PEFC).

Vottun er tvenns konar:
  • Vottun á sjálfbærri skógrækt (FSC)
  • Vottun á rekjanleika í virðiskeðju (PEFC)

Fyrri hlutinn felur í sér að skógræktin þar sem trén vaxa verður að fylgja ákveðnum viðmiðum um sjálfbæra skógrækt. Seinni hlutinn er að allir þeir sem koma að því að vinna timbrið eða að meðhöndla það verða að hafa rekjanleikavottun.  Meðhöndlun felur meðal annars í sér að brjóta upp timburbúnt og selja borð eða lektur í stykkjatali.  Um leið og búntin eru brotin upp eða gögnin fjarlægð þá hverfur rekjanleikinn. Rekjanleikavottun felur í sér að hafa verkferla sem sýna fram á að keypt timbur er frá sjálfbærri skógrækt og hvernig uppruni timburs er rakinn frá innkaupum til sölu. Allir milliliðir í virðiskeðjunni verða að hafa rekjanleikavottun.

Allt timbur sem BYKO kaupir kemur úr sjálfbærri skógrækt og er með rekjanleikavottun. BYKO er ekki með rekjanleikavottun. Strangt tiltekið getur BYKO því ekki sagt að það selji FSC eða PEFC vottað timbur nema þegar selt er í búntavís eða óbrotnum einingum. BYKO hefur aftur á móti komið upp verkferlum fyrir aðila sem eru að byggja Svansvottuð hús. Þessi ferill er ekki vottaður af FSC en er samþykktur af Svaninum þegar byggja á Svansvottuð hús.

Efst á síðu

Heimsmarkmiðin

Á árinu 2020 var hafist handa við að innleiða þau 5 kjarnamarkmið sem BYKO skilgreindi árið 2019 sem væru viðeigandi fyrir starfsemi fyrirtækisins og var gert grein fyrir þeim í skýrslu fyrir rekstrarárið 2019. Í þeirri skýrslu var upphaflega talað um 4 kjarnamarkmið en markmið 17, Samvinna um markmiðin, var sannarlega eitt af kjarnamarkmiðunum. Þær upplýsingar hafa því verið uppfærðar og skilgreind sem 5 markmið. 

Heimsmarkmið BYKO

Vegferðin

Við ákvörðunartöku um val á kjarnamarkmiðum var litið til hversu viðeigandi undirmarkmið Heimsmarkmiðanna væru fyrir BYKO og hverjar helstu áskoranir eru á Íslandi eins og þær eru skilgreindar af íslenskum stjórnvöldum. Vegferðin árið 2020 var sú að innleiðing hófst með því markmiði að ná fram breyttri hugsun starfsfólks, breyttri hegðun og að hver og einn starfsmaður fyrirtækisins myndu máta sig inn í markmiðin til að greina hvar fyrirtækið stendur og sjá tækifærin til úrbóta.

Kjarnamarkmið

Í upphafi voru önnur kjarnamarkmið valin út frá röksemdum og sjónarmiðum en eftir endurskoðun var lagt áherslu á aðra sýn en þó með því móti að unnið er að mörgum mikilvægum Heimsmarkmiðum í gegnum þau kjarnamarkmið sem leggja á þungann á. Markmiðin voru gerð sýnileg á öllum starfsstöðvum á veggjum og kynning á starfsmannaskjám. Fræðsla var haldin fyrir alla stjórnendur fyrirtækisins í gegnum TEAMS í miðjum covid-19 faraldri og flest alla aðra starfmenn. Þeir starfsmenn sem ekki höfðu tök á að sækja fræðsluna hafa aðgang að henni í gegnum innra net fyrirtækisins. Lögð verður enn meiri áhersla á árinu 2021 á áframhaldandi innleiðingu og þjálfun á að vinna eftir markmiðunum til framtíðar. 

Þau kjarnamarkmið sem BYKO hefur að leiðarljósi eru eftirfarandi:

 

  Jafnrétti kynjanna - markmið 5

Jafnvægi kynja á öllum stjórnunarstigum

  Góð atvinna og hagvöxtur – markmið 8

Aukin framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag

  Nýsköpun og uppbygging – markmið 9

Sjálfbærar byggingar – stuðla að nýsköpun, taka þátt í frumkvöðla- og sprotaverkefnum

  Ábyrg neysla og framleiðsla – markmið 12

Loftlagsbreytingar
Allt timbur úr sjálfbærri skógrækt

  Samvinna um markmiðin – markmið 17

Efla samstarf við viðskiptavini og birgja um sjálfbæra þróun til að uppfylla skyldur

Tengt ofangreindum heimsmarkmiðum og áskorunum á Íslandi er BYKO að setja sér mælanleg og tímasett markmið. Röksemdir fyrir vali á þessum kjarnamarkmiðum er að finna hér. 

Efst á síðu

Mannauðsstefna

BYKO leggur áherslu á að búa til bestu mögulegu aðstæður fyrir starfsfólk og einstaklingsmiðaða nálgun á starfsþróun og fræðslu. BYKO hefur það markmið að besta heildarupplifun starfsfólks á vinnustaðnum.

Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðsport og sterka ímynd. BYKO er eitt virtasta og þekktasta vörumerki á Íslandi. Með því að vera með virka mannauðsstefnu stuðlar BYKO að því að viðhalda þessari ímynd bæði sem vörumerki og vinnustaður.

Mannauðsstefna BYKO er samansett úr þremur stefnum:

  • Jafnlaunastefna var vottuð á árinu. Byggt á jafnlaunastefnunni er aðgerðaráætlun í jafnréttismálum í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 
  • Starfsmannastefna byggir á þeim meginþáttum sem snúa að ánægju, starfsþróun, þjálfun, jafnrétti og faglegri stjórnun 
  • Persónuverndarstefna snertir hvoru tveggja mannauð fyrirtækisins og viðskiptavini
     

Efst á síðu

Innleiðing stefnu

BYKO hóf innleiðingu sjálfbærnistefnu í lok árs 2020 og var hún formlega undirrituð af stjórn í apríl 2021.
Opna Sjálfbærnistefnu BYKO

Innleiðing á umhverfisstefnu árið 2019 sem fólst í nokkrum verkefnum. Settar voru tölulegar upplýsingar í fyrstu samfélagsskýrslu fyrirtækisins fyrir rekstarárið 2019 sem áttu að verða síðan grunnur að markmiðasetningu fyrirtækisins á næstu árum. Allar upplýsingar um innleiðingu þeirra verkefna sem voru framkvæmd á því ári eru að finna í finna í samfélagsskýrslu 2019.

Innleiðing á mannauðsstefnu var sú að vottun fékkst á jafnlaunavottunina í upphafi árs 2020.

 

Bílar, tæki og hleðslustöðvar

Á árinu 2020 var ekki farið í útskipti á bifreiðaflota fyrirtækisins en nýir bílar sem teknir voru í notkun voru rafdrifnir. Á árinu 2020 voru ekki rafvædd nein tæki og vélar og er staðan eins og árið á undan, 62 af 96 tækjum og vinnuvélum orðin rafvædd eða 63%.

BYKO býður viðskiptavinum sínum upp á hleðslustöðvar frá Orku náttúrunni fyrir utan verslanir sínar í Breidd, Selfossi og Akureyri en þær stöðvar voru opnaðar árið 2019. Á öllum starfsstöðvum þar sem hlöður hafa verið settar upp er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum og því auðveldlega hægt að bæta við eftir þörfum og verður þörfin endurmetin á árinu 2021.

Sex hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla starfsfólks voru settar upp á Skemmuvegi árið 2019 þar sem starfsfólk hefur getað hlaðið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Mikil fjölgun rafmagnsbíla starfsmanna voru á árinu 2020, eða fóru úr því að vera 8 starfsmenn yfir í 15. Engar viðbótarstöðvar voru settar upp á árinu en á árinu 2021 verður metin þörf fyrir fjölda hleðslustöðva ásamt því að hámarka nýtingu fjárfestinganna.

Orkunotkun húsnæðis

BYKO hefur gripið til aðgerða til að draga úr notkun á hita og rafmagni. Framkvæmt er reglubundið eftirlit með loftræsingum, snjóbræðslu og hitablásurum til að koma í veg fyrir orkusóun og hægt sé að grípa til aðgerða sé þess þörf. Loftræstikerfi eru keyrð niður á nóttunni á flestum stöðum fyrirtækisins og útiljósin eru stýrð með birtuskynjara sem slekkur á þeim þegar er orðið bjart.

Á árinu 2019 var skipt út ljósgjöfum fyrir LED ljósgjafa en um 80% orkusparnaður fæst við notkun á LED perum í samanburði við hefðbundnar glóperur. Í kjölfarið fylgir minni úrgangur þar sem ekki þarf að skipta jafn oft um perur og því minna gengið á auðlindir. LED lýsing hefur því ýmsa hagnýta eiginleika og allar verslanir BYKO hafa því skipt yfir í þessa lýsingu, sumar að öllu leyti og tvær verslanir eiga eftir að ljúka við útskiptingu og verður það klárað á árinu 2021.

Til að gefa glögga mynd á sparnað þá er ábataútreikningur fyrir verslun BYKO á Selfossi áætlað 120 þúsund kWh á ári. Húsnæði annarra verslana eru ekki í eigu BYKO en í skoðun með húseigendum.

Vistvænt vöruframboð

Í umhverfisstefnu BYKO er ein af áherslum sú að bjóða upp á vistvæna valkosti í öllum vöruflokkum. Hlutverk BYKO er að vera skýr valkostur viðskiptavina þegar kemur að umhverfisvænum lausnum. Umhverfisvænt vöruframboð BYKO er tilgreint á heimasíðu fyrirtækisins með umhverfismerkingum sem upplýsingagjöf til að leiðbeina viðskiptavinum. Stefnt var að því á árinu 2020 að koma öllu umhverfisvænu vöruframboði sýnilegu á heimasíðu til að þróa þar með auðveldara aðgengi viðskiptavina að vöruvali. Að mörgu leyti tókst það verkefni en ekki að öllu leyti, en sú vinna er í gangi árið 2021 að yfirfara þau fjölmörgu vörunúmer og merkja þau þeim umhverfismerkingum sem við eiga.

Á árinu 2020 var farið í þá vinnu að gera grein fyrir því umhverfisvæna vöruframboði sem tilheyrði Svaninum annars vegar og svo BREEAM hins vegar til að auðvelda viðskiptavinum að fá upplýsingar um það byggingarefni sem er gjaldgengt í þessi vistvottunarkerfi. Einnig hafa þau gögn sem fylgja skuli vörum fyrir BREEAM vistvottunarkerfi gerð aðgengileg á heimasíðu BYKO, gögn á borð við EPD umhverfisyfirlýsingar og ýmis konar vottorð. Með því móti er BYKO að þjónusta viðskiptavini betur og auðvelda þeim stigagjöf í BREEAM kerfið. Hluti bygginga fer stækkandi sem eru byggð úr umhverfisvænum vörum og henta í Svansvottaðar byggingar eða BREEAM vottaðar byggingar og innan fárra ára verður stór hluti bygginga vottaður.

 

Kolefnisbinding

BYKO hefur allt frá árinu 1987 stundað skógrækt en þá hófu eigendur og starfsmenn árlega gróðursetningu á Drumboddsstöðum II í Biskupstungum. Frá þeim tíma og fram til 2007 voru gróðursettar um 130 þúsund trjáplantna og hefur á þessum tíma náttúrulegt birki breiðst mikið út af sjálfsdáðum. BYKO fór síðan í samstarf við Skógræktina haustið 2019 til að gera úttekt og meta bindingu skógarins og fór úttektin fram á árinu 2020.

Sumarið 2020 var skóglendið á Drumboddsstöðum kortlagt og bindingin metin með viðurkenndum og vísindalegum hætti af Skógræktinni. Skóglendið var flokkað í þrjá flokka og mælifletir lagðir tilviljanakennt út í hvern flokk. Út frá trjámælingum og landgerðarmati sem fram fór á mæliflötum haustið 2020 var lífmassavöxtur og þar af leiðandi kolefnisbinding trjágróðurs áætluð ásamt bindingu í jarðvegi og sópi. Út frá þessari vinnu var hægt að áætla heildarbindingu koldíoxíðs (CO2) á árinu 2020 í skóglendi BYKO á Drumboddstöðum II samtals 1200 tonn (± 360 tonn með 95% vikmörkum).

Binding á mæliflötum í ræktaða skóginum reyndist mjög breytileg og skýrir það stærð vikmarkana. Binding í náttúrulega birkiskóginum reyndist vera meiri en áætlað var í bráðabirgðamati sem gert var haustið 2019. Skipti þar mestu að trjávöxtur var meiri en landsmeðaltal bæði í eldri birkiskóginum og nýgræðslunum sem bæst höfðu við frá 1988. Samtals var áætluð binding í náttúrulega birkinu metin 655 tonn. Spáð var fyrir bindingu fram til 2030 og gert var þá ráð fyrir að ræktuðu skógarnir yrðu ekki grisjaðir á þeim tíma. Samkvæmt spánni verður binding mjög svipuð fram til 2030 og hún var 2020 eða að jafnaði 1200 tonn CO2 á ári. Þó er merkjanleg örlítil bylgja sem þó er innan skekkjumarka sem nær hámarki í 1210 tonnum árið 2007 en er fallin aftur niður í 1200 tonn árið 2030.

Ítarleg skýrslu um úttektina

Það sem gróðursetning hefur ekki verið framkvæmd síðan árið 2007 stóð til endurvekja þá hefð sumarið 2020 en þeirri hefð var frestað um eitt ár vegna Covid-19. Til stendur að fara þessa ferð með eigendum, starfsfólki og fjölskyldum þeirra síðsumar 2021, fyrst og fremst út frá gleðilegum gildum sem einkenndu þessar árlegu ferðir en um leið í þeirri viðleitni að auka bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu.

Efst á síðu

Fyrri kafli - Um BYKO
Næsti kafli - Mælikvarðar

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.