Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Rammahús

BYKO er með lausnina til þess að auðvelda vinnuna við að byggja timburhús fyrir margs konar starfsemi, svo sem frístundahús, íbúðarhús, veiðihús, sjálfstæðar kennslustofur og margt fleira. 

Sumarbústaður undir fjalli
Loftmynd af rammahúsum í sumarbústaðabyggð
Um húsin

Rammahús BYKO eru hönnuð með tilliti til íslenskra aðstæðna og í samræmi við íslenska byggingareglugerð. Hönnuður þeirra er Magnús H. Ólafsson arkitekt, FAÍ, hjá Markstofu ehf., mjög reyndur hönnuður á sviði verksmiðjuframleiddra húsa.

Forsniðnar grindur Rammahúsa eru framleiddar hjá BYKO LAT í Lettlandi. Allt efni sem BYKO LAT notar við framleiðslu í húsagrindur Rammahúsa er gæðavottað samkvæmt íslenskum og evrópskum stöðlum.

Rammahús BYKO eru byggð upp úr forsniðnu efni sem sett er saman á verkstað, allar festingar sýnilegar.

Skoða bækling

Rammahúsin koma í ýmsum stærðum
Teikning af burðarvirki rammahúss
Heilsárshús, sumarhús og gistihús

Innifalið í efnispökkum BYKO er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess ásamt afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Raflagna- og pípulagnateikningar eru ekki innifaldar.  

Þegar viðskiptavinur hefur skilað inn afstöðumynd af lóð og ósk um stærð húss og nýtingu þess, mun arkitekt koma með tillögu, í samráði við viðskiptavin, sem rúmast innan ákvæða deiliskipulags. Endurskoðun á upphaflegu tillögunni er innifalin í verði. Semja þarf þó sérstaklega um vinnu vegna umfangsmikillar hönnunar að mati arkitekts.  

Nánari upplýsingar veita sölumenn timburversluna BYKO í síma 515-4000 eða með tölvupósti á serlausnir@byko.is 

Gistiheimili þar sem rammahús frá BYKO er nýtt
Fallegt sumarhús í skógarkjarri
Valmynd