Það er fátt betra en góður grillmatur. En grillið er samt svo miklu meira en bara tæki til að elda mat. Því fylgir alveg sérstök stemning og útivera, það leiðir fólk saman og býr til notalegar stundir með fjölskyldu og vinum.


Napoleon hefur um áratugaskeið framleitt hágæða grill sem hafa sannað sig með einstaklega löngum líftíma og ótal skemmtilegum eiginleikum þegar kemur að notkun þeirra. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1976 en þá sem framleiðandi á stáli. Því er ekki að undra að mikil áhersla sé lögð á fyrsta flokks efni við smíði þeirra. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá stofnun og einkennist allt starfið enn af ástríðu og metnaði.GÆÐI ALLA LEIÐ


Napoleon grillin eru smíðuð úr fyrsta flokks efnivið, eins og ryðfríu stáli sem þolir einstaklega vel hita, högg, veður og tæringu. Þá er steypt ál líka gjarnan notað, en það ryðgar ekki. Engin sterk eða heilsuspillandi efni eru notuð við framleiðsluna hjá Napoleon. Grillin eru smíðuð eins og við viljum hafa þau – tæki sem endast og endast og ryðga ekki!
BRENNARARNIR


Brennararnir eru í raun hjarta grillsins. Þess vegna er vandað til verks – með einstöku framleiðsluferli og vísindi að vopni.


Brennararnir eru gerðir úr styrktu, ryðfríu stáli með það fyrir augum að búa til einstaklega endingargóða vöru. Þeir þola bæði gríðarlegan hita og allt það sem fylgir því að elda mat: fitu, vökva, reyk, salt o.s.frv.Hvaða annar framleiðandi getur svo lofað því að hægt sé að keyra yfir brennarana á vörubíl án þess að þeir skemmist?


Brennararnir dreifa hitanum jafnt og vel en eru engu að síður hagkvæmir þegar kemur að gasnotkun. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun þannig að fullkomið jafnvægi náist á milli orkunotkunar og hita. Næst það einning fram með hönnun á grillinu sjálfu: Einangrun, flæði loftsins og efnisnotkun.EINSTAKT KVEIKIKERFI


Þú getur treyst því að Napoleon grillið þitt sé áreiðanlegt. Enda hvað er meira áreiðanlegt en grill sem kviknar á hratt og örugglega?


JETFIRE™ kveikikerfið skýtur neista á alla brennara grillsins í einu á örskotsstundu. Þú þarft aldrei að skipta um batterí eða sinna öðrum slíkum viðhaldi. Þetta er mjög öruggt kerfi og ef svo ólíklega vill til að slokkni á brennara kveikir JETFIRE™ strax aftur á honum. Einfaldlega snjallt og þægilegt!


Napoleon grillin

Skoða öll grill


„SIZZLE ZONE™“


Innrauða „SIZZLE ZONE™“ svæðið gjörbreytir eldamennskunni. Það hitnar upp í allt að 800° gráður og lokar þannig kjötinu og brúnar það fullkomlega.


Þessi tækni hefur lengi verið notuð á veitingastöðum en er nú loks aðgengileg almenningi. Kjöt sem er grillað á þennan máta heldur allt að 35% meiri safa en það sem eldað er með hefðbundnum leiðum. Nú er það leikur einn að fá fallegt og bragðmikið „kröst“ á steikina.

BYLGJURNAR


Það sést ekki bara utan á grillinu að það sé frá Napoleon. Grindurnar sem bylgjast inn í því eru líka orðnar vel þekktar á meðal matgæðinga.


En bylgjurnar eru ekki bara gerðar fyrir augað heldur gegna ýmsum hlutverkum. Þær stuðla að jafnari hita, koma í veg fyrir að minni bitar detti af grindinni og auðvelda þrifin á grillinu. Í raun má segja að grindurnar séu nærri viðhaldsfríar, enda gerðar úr ryðfríu og sterku stáli.
LOK ER EKKI BARA LOK


Meira að segja lokin á Napoleon grillunum byggja á einstöku hugviti. Þau eru fest nær miðjunni en hefðbundið er og opnast ekki aftur á bak eins og á öðrum grillum.


Lokið tekur minna pláss þegar það er opið og mun auðveldara er að opna það og loka. Með hönnuninni heldur grillið líka hitanum betur svo maturinn fær jafnari eldun. Þá er engu til sparað þegar kemur að smíði þess, hönnun og val á efnivið.
GRILLLJÓSIN


Napoleon Prestige PRO™ grillin koma öll með innbyggðri lýsingu. Segjum bless við vasaljósið í símanum!


Líftími LED ljósanna í grillinu er mjög langur og hægt er að stýra lit og birtustigi þeirra. Ljósin slokkna svo sjálfkrafa ef þú gleymir þér yfir máltíðinni sjálfri. Þannig verður auðvelt að grilla þegar rökkva tekur – allt árið um kring!

Fylgihlutir fyrir grillið

Skoða fylgihluti

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.