Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Málningardagar

Málningardagar

Nú eru málningardagar hjá BYKO. 25% afsláttur af innimálningu og innilakki til 11. september. Við kynnum einnig nýtt og hlýlegt haustlitakort!

Innimálning á afslætti

Málning á 25% afslætti

Öll innimálning og innilakk á 25% afslætti.

Skoða úrvalið

Gjöco Málning

Haustlitakort Jóhönnu

Ég blandaði nokkra fallega jarðliti fyrir haustlitakortið. Kryddaði þá með dassi af hlýju og hristi blönduna vel.  Útkoman eru dempaðir, hlýlegir jarðlitir, sumir ljósir en aðrir dökkir sem eru góðir einir og sér en saman mynda þeir einnig fallega heild.

Innblásturinn er haustið með öllum sínum fögru litum en svo er einnig horft til stefnu og strauma en það er óneitanlega þannig að heimilin hafa tekið á sig annan og hlýrri blæ undanfarin ár og eru þessir litir í takt við ríkjandi tíðaranda.  

Drappaðir, brúnleitir og grænir litatónar eru ríkjandi litir í þessu haustlitakorti.

Jóhanna Heiður, litaráðgjafi.

- Athugið að litir birtast ekki alltaf réttir á skjá. Komdu til okkar og fáðu prufur. 

Haustlitakort Jóhönnu Heiðar

Vanillulatte

Liturinn Vanillulatte er hlýr, ljós litur með rauðleitum „beige“ undirtón. Litur sem gefur rýminu mikla mýkt. Það er eitthvað svo agalega mikið gott í þessum.

Vanillulatte litakort

Núggat

Liturinn Núggat er millidökkur og hlýlegur brúnleitur litur. Líkt og uppáhalds bitinn minn í konfektkassanum þá á hann við allsstaðar og gefur öllum rýmum fallegan blæ.

Núggat litakort

Kakí

Liturinn Kakí er litur sem gleður.  Hann er örlítið „tanaður" eða roðagullinn og er mjög hlýlegur. Minnir á haustið og sólkysstar dömur í ljósum kakí kápum. Því ekki að taka þennan lit á veggina líka?

Kakí litakort

Sandsteinn

Liturinn Sandsteinn er hlýr, ljós litur með gulleitum og gráum undirtónum. Ég er búin að leita lengi að rétta litnum í dröppuðu deildinni og ég held svei mér þá að ég sé búin að finna minn tón. Þessi er hlýr og fer vel með öllu.

Sandsteinn litakort

Mór

Liturinn Mór er fremur dökkur jarðlitur sem minnir á þurran mó í íslenskri náttúru. Mjúkur brúntóna litur sem skiptir litum eftir birtustigi en hallast að rauðum. Mjög fallegur litur í svefnherbergi.

Mór litakort

Upphaf

Liturinn Upphaf er fremur dökkur, grænn litatónn með örlitlum gráma sem mér finnst vera ómótstæðilegur.  Tilvalinn í svefnherbergið, heimaskrifstofuna, stofuna - já eða hvar sem er. Þessi er að fara upp um alla veggi hjá mér.

Upphaf litakort

Grádrapp

Liturinn Grádrapp er ljós litur með jafnt af gráum og brúnum tónum sem myndar hlutlausan lit sem er góður á alrýmið eða með öðrum dekkri litum.  Fremur hlýr grár litur.

Grádrapp litakort

Jarðbundinn

Jarðbundinn er dökkur, brúnleitur litur með gráum undirtón sem minnir á jörðina. Góður litur einn og sér og þá sérstaklega í svefnherbergi en einnig með ljósari litum t.d. með Grádrapp.  

Jarðbundinn litakort
Valmynd