Liberon

/

83102532

Liberon Wax and Polish remover

1.966 kr.

Fjarlægir gamalt vax, ýmis konar áburð, óhreinindi og tóbaksreyk af gömlum og nýjum húsgögnum, hurðum handriðum og fl. Án þess að skemma upprunalega áferð og lit. Þetta einstaka efni ætti ekki að skemma spón eða opna viðaræðar sem gerir að verkum að það hentar mjög vel á viðkvæma fleti. Notað til að fjarlægja mörg lög af mismunandi vaxi sem geta valdið slikju og útfellingum á yfirborði.

Best er að bleyta Liberon Ultra Fine Steel Wool (0000) (stálull) í Wax and Polish Remover, kreista úr stálullinni umframefni og þvo varlega yfirborðið með viðaræðunum eins og hægt er. Leyfið efninu að vinna í nokkrar mín. Á meðan yfirborðið er ennþá rakt, notið þá hreina lófría tusku til að þurrka upp allt gamalt og mjúkt vax. Endurtakið þetta þar til allt gamalt vax hefur verið fjarlægt. Látið meðhöndlað yfirborðið þorna alveg í 24 tíma áður en flöturinn er aftur yfirborðsmeðhöndlaður með viðeigandi efni.

Lesa meira

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.