Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Gljástig á málningu

Gljástig á málningu

Gljástig segja til um hve glansandi málningin er á kvarðanum 0 til 100 þar sem 100 er mest glansandi. Hversu glansandi málningu þú ættir að nota fer eftir mati á því hvað er hentugt og hvað þér þykir fallegt.

Rými
Matt eða glansandi?

Með glansandi málningu sjást ójöfnur greinilegar og undirlagið þarf meiri grunnvinnu, en að sama skapi er glansandi yfirborð slitsterkt og auðveldara að halda hreinu.

Mött málning felur ójöfnur í undirlaginu og veitir glæsilegan og nútímalegan árangur. Óhreinindi og ryk eiga auðveldar með að setjast á matta málningu og það er þess vegna sem frekar er ráðlagt að nota glansandi málningu á eldhús og bað.

Veggur
Gljástigið breytir tilfinningunni fyrir herberginu

Mattir veggir virðast vera lengra í burtu en glansandi virðast vera nær. Langur og þröngur gangur verður styttri ef notuð er glansandi málning á styttri vegginn og mött málning á lengri vegginn.

Ef þú vilt hafa meira líf í herberginu getur þú málað einn vegg með öðru gljástigi í stað gagnstæðs litar. Þú nærð svipuðum áhrifum, aðeins með fínna birtingaformi.

Rými
Rými
Mismunandi gljástig

5% - Matt: Hentar vel á loft og á fleti sem ekkert álag er á. Nánast öll útimálning hefur u.þ.b. 5% gljástig en einnig er hægt að nota hana innandyra.

10% - Silkimatt: Algengasta gljástigið innan dyra, notað á svefnherbergi, stofur, hol og á fleti sem ekki mikið álag er á.

20% - Silkimatt: Þar sem meira álag er á veggjum, td. í eldhúsum, geymslum, bílskúrum og göngum.

40% - Hálfglansandi: Þar sem mikið álag er á veggjum og raki mikill, t.d. í baðherbergjum, þvottahúsum, hurðum, listum, gluggum o.þ.h.

90% - Glansandi: Er í raun lakk og er þá yfirboðið orðið mjög sterkt, hefur háglans. Það hentar á alla fleti þar sem krafist er mikils slitþols og ef fólk vill hafa mikinn gljáa.

Veggur
Hvernig gljástig á að velja á rýmið?

Loft: Venjulega ætti að mála loft í möttum lit til að fela ójöfnur og forðast flekki. Silkimatt er notað fyrir þilloft í stofu og í eldhúsi.

Veggur: Mött málning er best fyrir steypta veggi, gifsveggi, þilveggi og strigaveggi. Í barnaherbergi og á ganginum auðveldar silkimött málning þrif. Í eldhúsi ætti að nota silkimatta málningu. Einnig er mælt með silkimattri málningu á þilveggi.

Listar og karmar: Mælt er með silkimattri/hálfglansandi málningu fyrir hurða- og gluggakarma ásamt öðrum listum og körmum. Ef þú vilt ekki draga fram loftlistana er hægt að mála þá með sömu málningu og lotið.

Bað: Í baðherberginu er notuð hentug málning fyrir blautherbergi. Slík málning er venjulega hálfglansandi og í henni er efni gegn myglusvepp og efnið lokar litlum götum betur. Þilveggir í baðherbergi eru meðhöndlaðir á sama hátt og í þurrum herbergjum. Bæði er mælt með silkimattri og hálfglansandi málningu.

Gólf: Við mælum með hálfmattri málningu fyrir allar gerðir af gólfum, en það gerir gólfið slitsterkara og auðveldara er að hreinsa það.

Valmynd