Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Innanhúss

Myglusveppur í húsum

Myglusveppur

Myglusveppur getur verið hættulegur mönnum og því nauðsynlegt að bregðast við leiki grunur um að hann sé til staðar.

Herbergi í íbúð
Almennt um myglusveppi

Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist, geta þeir verið afar óheilsusamlegir.

Hvaða skilyrði eru sveppinum hagkvæm?

Til þess að myglusveppir geti þrifist í híbýlum þurfa þeir raka, súrefni og fæðu. Myglusveppir geta myndast á aðeins 24-48 klukkustundum við rétt skilyrði, til dæmis ef leki hefur komist að híbýlum. Þeir breiðast oft hratt út. Myglusveppirnir geta nýtt sér nánast öll lífræn efni sem í boði eru sem fæðu. Algengast er að finna myglusveppi í kjöllurum, baðherbergjum, þvottahúsum, í skápum undirvöskum og öðrum stöðum þar sem hætta er á langvarandi raka.

Sjáanlegur myglusveppur á vegg
Mygglusveppur sem vaxið hefur á vegg
Helstu einkenni í fólki & algengustu tengundir
Hver eru helstu einkenni fólks sem býr eða vinnur í húsum sem sýkt eru af myglusvepp?

Myglusveppir gefa frá sér gró og aðra sveppahluta sem berast út í loftið. Þessir sveppahlutar geta innihaldið skaðleg efni, svokölluð sveppaeiturefni (e. mycotoxin) en þau eru afleidd efnasambönd sem þeir seyta. Þessi eiturefni geta haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.

Eiturefni frá myglusveppum geta borist inn í líkamann við öndun, með snertingu eða í gegnum húð. Oft gerist það álöngum tíma þannig að einkennin koma fram smám saman. Áhrif myglusveppa á heilsu fólks eru bæði mismunandi á milli sveppategunda og eins eru þau mjög einstaklingsbundin en þau eru gjarnan flokkuð í ofnæmi, ertingu og eitranir.

Einkennin líkjast oft flensueinkennum og því getur verið erfitt að greina orsök slappleikans. Algengt er að einkennin tengist efri hluta öndunarvegar, séu höfuðverkur, erting í augum, stíflað nef og hósti. Einnig getur fylgt magaverkur og óþægindi í maga svo nokkur dæmi séu nefnd. Sumar algengar tegundir myglusveppa geta valdið ofnæmi og astma eða gert astma verri hjá þeim sem þjást af honum.

Því lengur sem fólkið dvelur í húsi þar sem myglusveppir hafa hreiðrað um sig þeim munmeiri verða áhrifi n en ungum börnum, gömlu fólki og þeim semglíma við sjúkdóma er mest hætta búin.

Hverjar eru algengustu skaðlegu sveppategundirsem fyrirfinnast hér á landi í híbýlum manna?

IAQ sveppaprófið greinir þá sveppi sem framleiðandinn hefur skilgreint sem varasama fólki, en þeir fyrirfinnast meira eða minna allir í íslenskum húsum. Algengustu ættkvíslir sem finnast í íslenskum húsum og eru skilgreindar sem varasamar:

Stochybotrys (Chartarum og echinata): Oft talað umStochybotrys Chartarum sem „svarta sveppinn“ þótt mjög margir myglusveppir séu svartir að sjá. Framleiðir sveppaeiturefni og er talinn mjög varasamur mönnum.

Aspergillus: Margar Aspergillus tegundir geta framleittsveppaeiturefni; sum hver eitruðustu sveppaeiturefnin sem þekkjast. Aspergillus tegundin veldur ofnæmi. IAQgreiningarprófið greinir einungis Aspergillus tegundir sem framleiðandi telur varasamar (dæmt út frá þekkingu þeirravísindamanna)

Penicillium: Margar Penicillium tegundir geta framleitt sveppaeiturefni. Penicillium tegundir geta valdið ofnæmi.

Chaetomium (bara ein undirtegund: globosum): Framleiðir sveppaeiturefni. Algengur á Íslandi.

Ein ættkvísl sem kallast Cladosporium er ekki greind með sveppaprófinu. Þetta er algengur sveppur í húsum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Framleiðandinn tók þá ákvörðunað láta greiningarprófin ekki nema hann, vegna þess hve afskaplega sjaldgæft er að hann valdi vandamálum í fólki. Það er þá helst ofnæmi, en jafnvel það er ekki algengt.

Hafa ber í huga að ef myglusveppur er sjáanlegur með berum augum í húsnæði og hann greindur sem hættulaus, þá erþað samt sem áður merki um það að aðstæður í viðkomandi húsnæði séu ákjósanlegar til myglusveppavaxtar. M.ö.o. aðstæður eru þá greinilega slíkar að hættulegu tegundirnar geta auðveldlega blossað upp.

Valmynd