Ráðstafanir í verslunum BYKO vegna COVID-19

Vinsamlega kynnið ykkur afgreiðslutíma allra verslana og þjónustu hér.

Við minnum á grímuskyldu í öllum verslunum okkar frá og með laugardeginum 6. nóvember 2021.
Grímuskylda í verslunum

Fjölda / fjarlægðartakmarkanir og hreinlæti

  • Við merkjum gólf fyrir framan afgreiðsluborð sem marka tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga.
  • Handspritt er við inn- og útganga og kassa, sem við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér.
  • Allar kerrur og aðrir sameiginlegir snertifletir (posar/undirskriftapaddar) eru sótthreinsaðir reglulega af starfsfólki verslunarinnar.
     

Snertilausar greiðslur

Við hvetjum til snertilausra greiðslna til að minnka möguleikann á smiti.

Vefverslun BYKO

Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta vefverslun BYKO:

  • Fá heimsent (samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað fyrir kl. 13 virka daga). Lesa nánar
  • Panta og sækja (aðeins í Breidd). Lesa nánar

Vinsamlega sýnið starfsfólki okkar skilning þar sem þjónusta gæti tekið örlítið lengri tíma.

Við gerum okkar besta við að mæta þörfum viðskiptavina okkar og jafnframt tryggja öryggi okkar viðskiptavina og starfsfólks.

Gerum þetta saman! 

Munum handþvottinn

Má bjóða þér að hlaða niður leiðbeiningum um handþvott til þess að hengja upp þar sem þörf er að minna á?
Leiðbeiningar um handþvott (hlaða niður pdf skjali)

Förum varlega og þá verður allt í lagi.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.