Ráðstafanir í verslunum BYKO vegna COVID-19

Skyldur, samstaða og ábyrgð

Við rækjum skyldur okkar og samfélagsábyrgð af kostgæfni og tryggjum um leið að BYKO verði eins öruggur þjónustuvettvangur fyrir iðnaðarmenn og frekast er unnt. Við beinum þeim óvenjulegu en vinsamlegu tilmælum til almennra viðskiptavina að þeir nýti sér öfluga netverslun okkar og heimsendingarþjónustu, takmarki eins og unnt er heimsóknir í verslanir BYKO og sýni þessari viðleitni okkar til samstöðu og ábyrgðar skilning. Lesa nánar

Vefverslun BYKO

Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta vefverslun BYKO:

 • Fá heimsent (samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað fyrir kl. 14). Lesa nánar
 • Panta og sækja (aðeins í Breidd). Lesa nánar

Afgreiðslutími

Í ljósi aðstæðna höfum við breytt afgreiðslutímum

 • Virkir dagar: 8-16
 • Laugardagar: 10-14
 • Sunnudagar: Lokað

Hreinlæti í verslunum

 • Handspritt er við inn- og útganga og kassa, sem við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér.
 • Allar kerrur og aðrir sameiginlegir snertifletir (posar/undirskriftapaddar) eru sótthreinsaðir reglulega af starfsfólki verslunarinnar.

Fjölda- og fjarlægðartakmarkanir

 • Við merkjum línur í gólf fyrir framan afgreiðsluborð sem marka 2 metra fjarlægð milli einstaklinga.
 • Aðeins annað hvert afgreiðsluborð er opið fyrir afgreiðslu. 
 • Talið er inn í verslanir og hleypt inn eftir því sem tölur inn og út breytast.
 • Verslunum BYKO Breidd og Granda hefur verið skipt upp í afmörkuð svæði þar sem við pössum upp á að ekki séu fleiri en 20 á hverju svæði á sama tíma. Mismunandi aðgangar eru inn á hvert svæði. Sjá myndir hér fyrir neðan.

Bakkinn vörulager

 • Vegna aðstæðna hefur Bakkinn vörulager lokað tímabundið fyrir vöruafgreiðslu til viðskiptavina. Nánari upplýsingar fást í Þjónustuveri BYKO, 515-4000 og byko@byko.is. 

 

Svæðaskipting í Breidd og á Granda

Aðgreining hefur verið gerð tímabundið með grindverkum og borðum

 

Vinsamlega sýnið starfsfólki okkar skilning þar sem mönnun er takmörkuð til að verða við fyrirmælum Almannavarna.  Þjónusta gæti tekið örlítið lengri tíma.

Við gerum okkar besta við að mæta þörfum viðskiptavina okkar og jafnframt tryggja öryggi okkar viðskiptavina og starfsfólks.

Gerum þetta saman! 

Munum handþvottinn

Má bjóða þér að hlaða niður leiðbeiningum um handþvott til þess að hengja upp þar sem þörf er að minna á?
Leiðbeiningar um handþvott (hlaða niður pdf skjali)

Förum varlega og þá verður allt í lagi.

Skyldur, samstaða og ábyrgð

Þessa dagana reynir á samstöðu okkar sem heildar og um leið nauðsynlegt framlag okkar sem einstaklinga. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hvert og eitt okkar þarf að sýna ábyrgð og leggja sitt af mörkum – bæði til þess að lágmarka smithættu og líka til þess að lágmarka lömun samfélagsins. Sama gildir um fyrirtækin í landinu. BYKO víkur sér ekki undan ábyrgri þátttöku í þessum efnum.
 
Samfélagsleg ábyrgð BYKO við þessar aðstæður er tvíþætt. Í fyrsta lagi ber okkur að virða tilmæli stjórnvalda, almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks um að forðast fjölmenni og halda umbeðinni fjarlægð á milli fólks. Í öðru lagi hefur BYKO ríkar skyldur gagnvart byggingariðnaðinum og þeim stóra hópi fagmanna sem heldur verðmætasköpun hans gangandi.
 
Þær skyldur munum við rækja af kostgæfni og tryggja það um leið að BYKO verði eins öruggur þjónustuvettvangur fyrir iðnaðarmenn og frekast er unnt.
Þess vegna höfum við ákveðið að beina þeim óvenjulegu en vinsamlegu tilmælum til almennra viðskiptavina að þeir nýti sér öfluga netverslun okkar og heimsendingarþjónustu, takmarki eins og unnt er heimsóknir í verslanir BYKO og sýni þessari viðleitni okkar til samstöðu og ábyrgðar skilning.
 
Til hagræðingar styttir BYKO afgreiðslutímann frá og með deginum í dag (26.03.2020) og hefur verslanir sínar opnar, einkum fyrir fagfólk, frá kl. 08:00 – 16:00 á virkum dögum og kl.10:00 - 14:00 á laugardögum. Á sunnudögum verður lokað þar til mesta váin er um garð gengin.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.