Steinull

BYKO selur steinull frá Steinull hf. á Sauðárkróki sem hóf framleiðslu árið 1985 og hefur síðan unnið markvisst að bættri einangrun íslenskra húsa.

Steinull hf. er eitt örfárra íslenskra iðnfyrirtækja sem getur státað af því að nota nánast eingöngu innlent hráefni, orku og vinnuafl til framleiðslu sinnar.

Afurðir Steinullar hf. eru CE merktar, sem þýðir að framleiðsluferli og gæðaeftirlit eru í samræmi við staðla Evrópusambandsins og því gjaldgengar hvar sem er á svæðinu án frekari prófana eða eftirlits.

Sölumenn BYKO aðstoða þig við að velja rétta ull í verkið. 

Plasteinangrun

BYKO selur EPS plasteinangrun frá Promens-Tempra sem leggur áherslu á að veita hraða og örugga þjónustu og hafa ávallt á boðstólnum vöru að jöfnum gæðum sem uppfyllir þau skilyrði sem til hennar eru gerð.

BYKO hefur á lager plötur í stærðinni 600x1200 mm sem eru 16 kg/m³ að rúmþyngd.  Hægt er að sérpanta aðrar stærðir og fá pressu allt upp að 24 kg/m³.

Þykktir hlaupa á 5 mm frá 10 og upp í 150 mm.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.