Boðhlaup BYKO 2022
Boðhlaup BYKO fer fram í Kópavogsdal við Fífuna 30. júní, kl. 17. Lögð er áhersla á gleði, liðsvinnu og hlaupaánægju. Hlaupið er byggt á danskri fyrirmynd en þar er samskonar hlaup stærsti almenningsíþróttaviðburður í heimi þar sem yfir tvöhundruð þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks.

Boðhlaupið

Boðhlaupið fer þannig fram að hver liðsmaður hleypur 4 km hring, þ.e. allir í liðinu hlaupa 4 km hvor fyrir sig en aðeins einn í einu.

Hlaupaleiðin er falleg og þægileg á fótinn sem ætti að henta öllum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt.

Boðhlaupið er viðburður fyrir fyrirtæki, samtök og vini sem vilja gera sér glaðan dag saman. Áhersla er lögð á gleði, vinskap, liðsvinnu og hlaupaánægju.

Eva Ruza ætlar að taka þátt - en þú?


Þátttaka

Þátttökugjald er 3.500 kr á mann.

Innifalið í skráningargjaldinu er:

  • Aðgangur að sameiginlegu tjaldi þar sem þátttakendur geta gert sér glaðan dag.
  • Borð og stólar eru í flestum tjöldunum þar sem þátttakendur geta sest niður, snætt mat, spjallað saman og átt góða stund.
  • Meðfram hlaupaleiðinni er mikil skemmtun og tónlist til að hvetja þátttakendur áfram.
  • Veitt verða verðlaun fyrir besta árangur liðs í karla-, kvenna- og blönduðum flokki.
  • Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu stuðningssveitina og besta stemningsliðið.

 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu í hlaupið

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.